
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipulagður og skipulagður sem vinnur við það að reyna að búa til nú fórnarlömb og þeir svífast bókstaflega einskis,“ segir Hallur Hallsson rannsóknarlögreglumaður. Hann vinnur í deild sem sérhæfir sig í að myndgreina barnaníðsefni. Í þáttunum Á vettvangi fylgist Jóhannes Kr. Kristjánsson með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.