Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
Yfirfara myndefni Bylgja lögreglufulltrúi og Hallur rannsóknarlögreglumaður segja að það séu ekki allir í kynferðisbrotadeildinni sem treysti sér til að myndgreina barnaníðsefni. Þau trúa því og vona að þeirra vinna verði til þess að minnka eftirspurn og brot gegn börnum. Mynd: Jóhannes Kr.

Lögreglan handtók mann fyrr á þessu ári vegna gruns um hafa barnaníðsefni undir höndunum. Lögreglumennirnir framkvæmdu húsleit og gerðu tölvubúnað upptækan í íbúð mannsins. Í fórum hans fundust myndir af drengjum á aldrinum fimm til 14 ára. Myndirnar voru af ýmsum toga, allt frá því að sýna þá á nærbuxunum yfir í það að sýna þá í kynferðislegum athöfnum. Þar að auki var ein og ein mynd af fullorðnum mönnum að nauðga börnum. Gagnamagnið í þessu eina máli er vel á annað hundrað terabæti. 

Þetta kemur fram í öðrum þætti hlaðvarpsseríunnar Á vettvangi. Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson fékk að fylgjast með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að störfum við greiningu á barnaníðsefni. 

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tengil hér til hliðar. Sérstaklega er varað við þættinum þar sem hann verður óþægilegur fyrir hlustendur að hlusta á og efni þáttarins er ekki ætlað ungum börnum.

„Ef þér dettur það í hug þá er það til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipulagður og skipulagður sem vinnur við það að reyna að búa til ný fórnarlömb og þeir svífast bókstaflega einskis. Og þetta veldur því að líf fólks eyðileggst og ekki bara barnanna heldur allra í kringum þau,“ segir Hallur Hallsson, rannsóknarlögreglumaður á kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þættinum. Hann er annar tveggja rannsóknarlögreglumanna á deildinni sem eru sérhæfð í myndgreiningu á barnaníðsefni. Hann þarf því að skoða bæði ljósmyndir og myndbönd sem sýna gróft kynferðisofbeldi gegn börnum. 

„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til. Það er mín  „rule 34“: ef þér dettur það í hug þá er það til,“ segir Hallur. „Án þess að fara út í ógeðslegar lýsingar, þá eru limlestingar og morð til. Og limlestingar og morð á börnum í kynferðislegum tilgangi er til og það kannski segir allt sem segja þarf.“ Hallur segir þetta vera „botnlaust hyldýpi“ þar sem hann segir þau ekki vera búin að sjá það versta þar sem ef „einhver gerir það versta þá er einhver þarna úti sem sér það og hugsar með sér: ég get gert verr.““ 

Einu barni var bjargað úr aðstæðum

Tveir Íslendingar voru handteknir hér á landi vegna niðurhals á barnaníðsefni í sameiginlegri rannsókn lögregluembætta í 27 löndum Evrópu, en rannsóknin naut stuðnings frá Europol og lauk í mars. Alls voru 57 karlmenn á aldrinum 23 til 72 ára handteknir í aðgerðunum.

Einu barni var bjargað úr aðstæðum þar sem það var beitt ofbeldi, en nokkrir mannanna höfðu beinan aðgang að börnum og tíu þeirra áttu sjálfir börn. Í tölvubúnaði mannanna fundust við fyrstu leit yfir hundrað þúsund skrár sem innihéldu barnaníðsefni en búist er við að magnið sé tífalt meira eða yfir milljón skrár sem innihalda bæði ljósmyndir og myndbönd sem sýna kynferðisofbeldi gegn börnum.

Mennirnir koma úr öllum stigum samfélagsins en fjórir þeirra störfuðu sem kennarar og einn með með þroskaskertum börnum. Europol skilgreinir menn sem eiga eða dreifa barnaníðsefni og eiga þar að auki handbækur sem lýsa aðferðum til að lokka og beita börn ofbeldi sem mjög líklega til að brjóta gegn börnum. Þetta mat Europol er í takt við áhyggjur norsku lögreglunnar sem telur að þeir sem sæki sér barnaníðsefni í gegnum netið séu líklegir til fara úr skoðun á efninu í netheimum yfir í mannheima til að lokka börn til sín og brjóta gegn þeim.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Það er ekki auðvelt að trúa á algóðan almáttugum guð eftir að lesa um þessa helför lítilla ókynþroska barna sem fullorðið fólk kaupir til að fremja glæpi sína á.. Fórnarlömb slíks kynferðis og lostaofbeldis úrkynjaðra kallnauðgara sem geta og vilja og gera þeim svo þetta líka að bera svona skaða ævilangt ættu þá ekki að þurfa framar að vera þá skilin eftir berskjölduð heldur geta treyst yfirvöldum til að sjá um öryggisgæslu þar sem þau eru skylduð til að eyða tíma sínum. Að minnsta kosti. Skólar og tómstundir utan heimilis verða að vera örugg. Karlkyns Kennurum og Kirkjunar mönnum ætti að banna alfarið að vera einir sér með börnum nema í fylgd. Leikskólar sömuleiðis og allir staðir þar sem börn eru að fylgja fullorðnum utan heimilis. Þvílíkur óskaplegur hryllingur sem við mennirnir gerum gegn minnimáttar, fötluðum börnum jafnvel og mállausum dýrum. Kannski er best að við hverfum bara út úr alheiminum með eitrinu sem við dreifum um allar grundir og höf og himinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
5
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
9
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
9
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
3
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu