
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
Að vinna með börnum er það skemmtilegasta sem Gunnhildur Gunnarsdóttir barnasálfræðingur gerir. Þegar hún tók að sér tímabundið starf á leikskóla til að tryggja syni sínum leikskólapláss hélt hún að hún myndi höndla álagið en það kom henni á óvart hversu krefjandi starfsumhverfið er. „Stundum þegar ég kom heim eftir langan dag vildi ég bara að enginn talaði við mig, ég var svo ótrúlega þreytt.“