Um leið og þú kemur inn á leikskóladeild ertu umvafinn hreinustu ást sem til er í þessum heimi,“ segir Arnar Dan Kristjánsson, leikskólastjóri á Drafnarsteini og leikari.
Fyrir einu og hálfu ári tók hann að sér nýtt, framandi og krefjandi hlutverk sem deildarstjóri á leikskóla. Arnar þekkti starfið á leikskólanum vel sem foreldri, synir hans og eiginkonu hans, Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur, kórstjóra og tónlistarkonu, voru á Drafnarsteini. Þegar dóttir þeirra, Margrét Emma, var að nálgast tveggja ára aldurinn var leikskólapláss fjarlægur draumur og vildi Arnar gera allt sem hann gat til að tryggja henni dagvistun.
„Konan mín var að klára mastersnám í listkennslu og ég hugsaði: Hún er búin að taka á sig þrjár meðgöngur á sex árum, nú er kominn minn tími til að leyfa henni að endurheimta sig og ég gerði allt sem ég gat til að koma dóttur okkar að.“ Arnar fór á fund með …
Sjá meira

Athugasemdir