Neyð á leigumarkaði
Greinaröð maí 2022

Neyð á leigumarkaði

„Risið er dauðagildra,“ segir slökkviliðið um aðstæður í húsi þar sem herbergi hafa verið hólfuð niður til að koma fleiri leigjendum fyrir. „Ég neyði engan til að leigja hjá mér,“ segir eigandinn. Ófremdarástand ríkir á leigumarkaði og fólk greiðir fyrir með aleigunni og heilsunni, á meðan stjórnvöld hlúa að millistéttinni og tekjuhærri hópum á kostnað leigjenda.
Neyð á leigumarkaði í boði stjórnvalda
ÚttektNeyð á leigumarkaði

Neyð á leigu­mark­aði í boði stjórn­valda

Sam­tök leigj­enda kalla eft­ir reglu­verki til að koma í veg fyr­ir öm­ur­legt ástand á leigu­mark­aði þar sem fólk neyð­ist til að sækja í ósam­þykkt og óleyfi­legt hús­næði vegna hás leigu­verðs. Ráð­herr­ar og þing­menn virð­ast vel með­vit­að­ir um ástand­ið og flúðu sjálf­ir leigu­mark­að­inn við fyrsta tæki­færi. Engu að síð­ur er það nið­ur­staða ný­legr­ar rann­sókn­ar að leigu­sal­ar hafi um­boð stjórn­valda til að herja á leigj­end­ur.
Þú átt ekki að þurfa heppni
ViðtalNeyð á leigumarkaði

Þú átt ekki að þurfa heppni

Vil­borg Bjarka­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Sam­taka leigj­enda á Ís­landi, seg­ir að þrátt fyr­ir að hún telji sig heppna með leigu­sala búi hún við þann veru­leika að leigu­samn­ing­ur henn­ar nær að­eins til eins árs í senn. Á hverju ári sé sá mögu­leiki fyr­ir hendi að heppn­in dugi henni ekki leng­ur og hún þurfi að finna nýj­an samastað fyr­ir sig og börn­in sín tvö.
Týndi árum á leigumarkaði
ViðtalNeyð á leigumarkaði

Týndi ár­um á leigu­mark­aði

Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Sam­taka leigj­enda, upp­lif­ir sig fast­an á leigu­mark­aði. Hann hef­ur í tvígang reynt að festa kaup á íbúð frá því að hann byrj­aði að leigja eft­ir skiln­að en hef­ur ekki tek­ist það. Bar­átt­an, höfn­un­in og upp­lif­un sem hann lýs­ir sem áfalli seg­ir hann hafa haft mik­il og langvar­andi áhrif á and­lega heilsu hans og at­gervi. Hann seg­ir ár­in sem far­ið hafa í bar­átt­una ekki koma aft­ur og þess vegna séu þau í raun týnd.
Missti leiguíbúðina við brunann
FréttirNeyð á leigumarkaði

Missti leigu­íbúð­ina við brun­ann

Sögu Naz­ari dreym­ir um að eign­ast íbúð en er að eig­in sögn föst á óör­ugg­um leigu­mark­aði þar sem leigu­verð sé óbæri­lega hátt og lífs­gæði leigj­enda mun lak­ari en flestra íbúða­eig­enda, að­eins ungt fólk sem eigi efn­aða for­eldra geti keypt íbúð. Saga er nú í end­ur­hæf­ingu, með­al ann­ars vegna áfalls sem hún varð fyr­ir í sept­em­ber í fyrra en þá kvikn­aði í íbúð sem hún leigði.
Ráðherra segir leigumarkaðinn „óstöðugan og óáreiðanlegan“
FréttirNeyð á leigumarkaði

Ráð­herra seg­ir leigu­mark­að­inn „óstöð­ug­an og óáreið­an­leg­an“

Nokkr­ir ráð­herr­ar og þing­menn segja leigu­mark­að­inn á Ís­landi óör­ugg­an. „Mis­kunn­ar­laus“ seg­ir einn. „Ónýt­ur“ seg­ir ann­ar. For­sæt­is­ráð­herra keypti íbúð því hún þurfti að flytja reglu­lega með­an hún var leigj­andi og mat­væla­ráð­herra seg­ir leigu­mark­að­inn óstöð­ug­an og óáreið­an­leg­an. Nokkr­ir keyptu íbúð til að tryggja ör­yggi fjöl­skyld­unn­ar.
Ástandið á leigumarkaði getur grafið undan geðheilsu leigjenda
FréttirNeyð á leigumarkaði

Ástand­ið á leigu­mark­aði get­ur graf­ið und­an geð­heilsu leigj­enda

El­ín Ebba Ásmunds­dótt­ir, sem hef­ur starf­að að geð­heil­brigðs­mál­um í fjöru­tíu ár, seg­ir að leigu­mark­að­ur­inn grafi und­an geð­heilsu fólks. Kvíði leigj­enda yf­ir því að ná ekki end­um sam­an og að þurfa jafn­vel að flytja gegn vilja sín­um sé mjög skað­leg­ur. Það sé um­hugs­un­ar­efni að sumt fólk græði á óför­um annarra og að yf­ir­völd leyfi það.
Kvartaði undan myglu og missti íbúðina
FréttirNeyð á leigumarkaði

Kvart­aði und­an myglu og missti íbúð­ina

Bryn­dís Ósk Odd­geirs­dótt­ir neyð­ist til að flytja með fjöl­skyldu sína úr íbúð sem hún hef­ur leigt frá því síð­ast­lið­ið haust. Hún seg­ir leigu­sal­ann hafa rift samn­ingi við þau í kjöl­far þess að hún kvart­aði und­an myglu í íbúð­inni. Hún tel­ur að lít­il við­brögð við fyr­ir­spurn­um henn­ar um leigu­íbúð­ir helg­ist af því að mað­ur­inn henn­ar er af er­lend­um upp­runa.
Stjórnvöld hafa hlúð að tekjuháum og millistétt á kostnað leigjenda
FréttirNeyð á leigumarkaði

Stjórn­völd hafa hlúð að tekju­há­um og millistétt á kostn­að leigj­enda

Fólk á leigu­mark­aði er valda­laust gagn­vart leigu­sala varð­andi leigu­verð og hve lengi það fær að búa á sama stað. Ef ástand hús­næð­is er slæmt treg­ast leigj­end­ur oft við að kvarta af ótta við að missa hús­næð­ið. Þetta kem­ur fram í ný­legri rann­sókn þar sem rætt er við tæp­lega 30 leigj­end­ur. Höf­und­ar henn­ar segja stjórn­völd bera vissa ábyrgð á því að hóp­ur fólks sé fast­ur á leigu­mark­aði gegn vilja sín­um.
Leigjendur „þurfa að læra að sætta sig við þann húsakost sem þeir hafa efni á“
FréttirNeyð á leigumarkaði

Leigj­end­ur „þurfa að læra að sætta sig við þann húsa­kost sem þeir hafa efni á“

Að­eins þrír af um tutt­ugu leigu­söl­um sem Stund­in ræddi við vildu tjá sig um stöð­una á leigu­mark­aði. Einn seg­ir Ís­lend­inga lé­lega leigj­end­ur sem þurfi að læra að sætta sig við húsa­kost sem þeir hafi efni á. Ann­ar seg­ist skilja að leigj­end­ur séu marg­ir í vondri stöðu en ekki all­ir leigu­sal­ar séu „hinir vondu landlords“. Sá þriðji seg­ist stilla leigu­verði í hóf enda sé eign­ar­hlut­ur hans í íbúð­inni stöð­ugt að vaxa.
„Ég neyði engan til að leigja hjá mér“
ÚttektNeyð á leigumarkaði

„Ég neyði eng­an til að leigja hjá mér“

Á Holts­götu 7 leigja hátt í 30 manns her­bergi í hús­næði sem bú­ið er að stúka nið­ur í fjölda lít­illa her­bergja. Eld­vörn­um er illa eða ekk­ert sinnt. Fyr­ir­tæk­ið sem leig­ir út her­berg­in sæt­ir engu op­in­beru eft­ir­liti þar sem hús­ið er skráð sem íbúð­ar­hús­næði. Marg­ir við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sjá mik­il lík­indi með að­stæð­um þar og þeim á Bræðra­borg­ar­stíg 1, þar sem þrennt lést í elds­voða.