Hvað gerðist á Landakoti?
Greinaröð nóvember 2020

Hvað gerðist á Landakoti?

Höfuðmarkmiðið í Covid-19 faraldrinum, að vernda elstu og viðkvæmustu hópana, mistókst þegar hópsmit dreifðist innan og milli öldrunarstofnana vegna skorts á úrræðum í heilbrigðiskerfinu. „Ég hef aldrei upplifað svona tilfinningu áður,“ segir hjúkrunarfræðingur á stofnun sem fékk inn smit frá Landakoti. „Þetta var tímasprengja,“ segir dóttir konu sem smitaðist.