Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
Segist ekki bera ábyrgð á athöfnum undirmanna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir almennt mega fullyrða að ráðherra beri ekki refsiábyrgð á vanrækslu stjórnenda undirstofnana. Embætti Ölmu Möller landlæknis rannsakar nú hópsmit Covid-19 kórónaveirunnar á Landakoti sem leitt hefur af sé fimmtán dauðsföll. Mynd: Heiða Helgadóttir

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra upplýsti ekki aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar um aðstæður á Landakoti áður en hópsmit Covid-19 kórónaveirunnar kom þar upp. Þá voru aðstæður á Landakoti aldrei ræddar á ríkisstjórnarfundum. Fimmtán eru látnir af völdum hópsýkingarinnar og á þriðja hundrað manns hafa veikst. Í svörum Svandísar við fyrirspurn Stundarinnar segir að almennt megi fullyrða „að ráðherra bæri ekki refsiábyrgð á vanrækslu stjórnenda undirstofnunar á verkefnum sínum, hafi sú vanræksla ekki verið fyrirskipuð af ráðherra“.

Hópsýkingin sem kom upp á Landakoti síðari hluta októbermánaðar er að mati landlæknis og sóttvarnalæknis alvarlegasta atvik sem komið hefur upp í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Í innri úttekt Landspítala sem kynnt var 13. nóvember síðastliðinn eru ástæður hópsýkingarinnar sagðar margþættar. Ástand húsnæðisins var sagt ófullnægjandi, þar væru mikil þrengsl, sjúkrastofur væru að meirihluta fjölbýli og salerni væru allt of fá, sem og baðaðstaða. Þá væri aðstaða starfsfólks sömuleiðis ófullnægjandi, þrengsl væru á kaffistofum og í búningsklefum, auk annars. Þá var engin loftræsting á Landakoti og líkur á að sú staðreynd hafi magnað upp smitdreifingu og aukið sýkingarhættu.  Þá segir í niðurstöðu úttektarinnar, sem Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýkingarvörnum, vann, að mönnun hafa verið ónóg og því ekki hægt að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda.

Embætti landlæknis vinnur nú að athugun á hópsýkingunni á Landakoti og samkvæmt upplýsingum þaðan er sú vinna í algjörum forgangi hjá embættinu, þó ekki sé hægt að segja til um hvenær niðurstaða sé að vænta. Alma Möller landlæknir staðfesti í svörum til Stundarinnar að eitt þeirra atriða sem til rannsóknar er hjá embættinu sé hvort Landakot uppfylli lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu. 

Ekki sótt til saka vegna athafna undirmanna

Stundin sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrirspurn þar sem spurt var hvort ráðherra bæri ábyrgð, sem yfirmaður forstjóra Landspítala, ef niðurstaða rannsóknar embættis landlæknis á hópsýkingunni yrði á þá leið að vanræksla hefði valdið henni. Var þá meðal annars vísað til laga um ráðherraábyrgð en í 7. grein laganna segir að ráðherra verði einnig sóttur til ábyrgðar fyrir athafnir undirmanna sinna er byggi á embættisathöfn eða lúti að framkvæmd hennar. Í 2. grein sömu laga segir að krefja megi ráðherra ábyrgðar á fyrir bæði störf og vanrækt starfa, sé málið svo vaxið að ráðherran hafi af ásetningi eða af stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá, önnur landslög eða „að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu“.

„Það er og í samræmi við þá meginreglu íslensk réttar að engum verður gerð refsing fyrir brot sem annar hefur framið“

Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir að ráðherra fari með yfirstjórn heilbrigðismála, marki stefnu þeirra og sé heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að framfylgja þeirri stefnu, meðal annars hvað varði skipulag, forgangsröðun verkefna, hagkvæmni, gæði og öryggi og aðgang að heilbrigðisþjónustu. Þá segir í 9. grein sömu laga að ráðherra skipi forstjóra heilbrigðisstofnana og sendi þeim erindisbréf þar sem tilgreind skulu helstu markmið í þjónustu og rekstri og verkefni til lengri og skemmri tíma.

Í svari Svandísar segir að samkvæmd 7. grein laga um ráðherraábyrgð verði ráðherra almennt ekki sóttur til saka vegna athafna undirmanns síns nema þær byggist á ákvörðun ráðherrans og séu fyrirskipaðar af honum. „Það er og í samræmi við þá meginreglu íslensk réttar að engum verður gerð refsing fyrir brot sem annar hefur framið (hlutlæg refsiábyrgð) nema að um hana sé mjög skýrlega mælt fyrir í lögum.  Almennt má því fullyrða að ráðherra bæri ekki refsiábyrgð á vanrækslu stjórnenda undirstofnunar á verkefnum sínum, hafi sú vanræksla ekki verið fyrirskipuð af ráðherra.“

Segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgð á Landakoti

Í síðasta mánuði, 25. nóvember, greindi Stundin frá fyrri svörum Svandísar við fyrirspurn um málefni Landakots og hópsýkinguna. Meðal þess sem spurt var um þa var hví Landspítalinn hafi verið í þeirri stöðu að ekki væri til staðar mannafli til að tryggja að hægt væri að sóttvarnarhólfa Landakot. Í svari Svandísar 25. nóvember síðastliðinn sagði það væri hlutverk stjórnenda Landspítala að manna þjónustuna innan þeirrar fjárveitingar sem Alþingi ákveddi. Þá væri það ekki á borði Svandísar að stýra mönnun heilbrigðisþjónustu frá degi til dags og kjara- og launamál heilbrigðisstarfsfólks heyrðu ekki undir hana.

„Nei, ég get ekki sagt að við berum ábyrgð á skorti á heilbrigðisstarfsfólki á Landakoti í heimsfaraldri“ 

Sigríður Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, sagði í viðtali við Stundina 13. nóvember síðastliðinn að stjórnendur Landspítala bæru ekki ábyrgð á mannaflaskortinum. „Nei, ég get ekki sagt að við berum ábyrgð á skorti á heilbrigðisstarfsfólki á Landakoti í heimsfaraldri. [...] Það sem að við berum ábyrgð á er hvernig við ráðstöfum okkar mannskap innan sjúkrahússins en ég er tilbúin að segja það að við hefðum ekki gert það með neinum öðrum hætti vegna þess að það eru þarfir allstaðar í starfseminni. Ef við hefðum tekið ákvörðun um að fjölga fólki á Landakoti hefðum við þurft að fækka því annars staðar.“

Spurð hvers vegna ráðherra og stjórnvöld hefðu ekki brugðist harðar við mönnunarvanda á Landspítala eftir að Covid-19 faraldurinn skall á svaraði Svandís: „Það er hlutverk stjórnenda heilbrigðisstofnana að manna starfsemi þeirra.“

„Húsnæðið á Landakoti hefur verið þekkt stærð frá byrjun þessa faraldurs“

Þá var í fyrirspurninni vitnað til innri úttektar spítalans um aðstæður á Landakoti þegar kemur að húsnæði og aðstöðu og spurt hví stjórnvöld hefðu ekki brugðist við svo ekki þyrfti að halda úti öldrunarhjúkrunardeild, sem þjónustar viðkvæmasta hóp þjóðarinnar, við þær aðstæður. „Húsnæðið á Landakoti hefur verið þekkt stærð frá byrjun þessa faraldurs,“ sagði í svari Svandísar og það rakið að ekkert húsnæði innan heilbrigðiskerfisins uppfyllti í dag ströngustu skilyrði um sóttvarnir. „Þess vegna er mikilvægt að sóttvarnir á hverri heilbrigðisstofnun taki mið af fyrirliggjandi aðstæðum, þ.m.t. húsnæðis. Húsnæði smitar ekki þótt það geti verið hamlandi þáttur við framkvæmd smitvarna.“

Líkt að fram kemur í innri úttekt Landspítala á hópsýkingunni var það einmitt það sem gerðist, það er að húsnæðið á Landspítala var verulega hamlandi þáttur í framkvæmd smitvarna sem olli því, auk skorts á starfsfólki, að hópsýkingin breiddist út með þeim afleiðingum að fimmtán manns eru nú látnir.

„Það liggur alveg gríðarlega mikil vinna að baki því að reyna eftir fremsta megni að verja okkar viðkvæmasta fólk“ 

Svandís sagði sjálf, í Kastljósi Ríkisútvarpsins þegar 14. apríl að markmiðið með aðgerðum heilbrigðisyfirvalda og stjórnvalda hefði verið að ná faraldrinum niður til að heilbrigðiskerfið stæðist hann og til að vernda viðkvæmustu hópana. Miðað við áætlanir sem gerðar voru í upphafi „þá held ég að okkur hafi hingað til tekist afar vel upp,“ sagði Svandís.

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi 24. nóvember síðastliðinn var Svandís svo til svara um húsakost Landakots og sóttvarnaraðgerðir. „Það liggur alveg gríðarlega mikil vinna að baki því að reyna eftir fremsta megni að verja okkar viðkvæmasta fólk. Það hefur okkur sem betur fer lánast gegnumsneitt í þessum faraldri,“ sagði Svandís.

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnunum ekki svarað

Spurð hvort stjórnendur Landspítala hefðu lýst áhyggjum sínum af aðstæðum á Landakoti frá því síðastliðið vor og þar til hópsýkingin kom upp svaraði Svandís því neitandi. Páll Matthíasson forstjóri Landspítala greindi hins vegar frá því á upplýsingafundi Landspítalans 13. nóvember síðastliðinn stjórnendur hefðu ítrekað, á ýmsum tímum, komið áhyggjum sínum af aðstæðum þar á framfæri við stjórnvöld. Landakot getur gengið sem venjulegt sjúkrahús í einhvern tíma, en það var ljóst þegar fyrir 20 árum að ekki væri hægt að bíða og málið hefði átt á leysa fyrir tíu árum með byggingu nýs Landspítala,“ sagði Páll.

„Þá þegar fannst mér húsnæðið ófullnægjandi“

Þá sagði Alma Möller landlæknir í viðtali við Stundina í nóvember að þegar árið 2007 hefði hún skrifað sína fyrstu blaðagrein um nauðsyn þess að reisa nýjan spítala. „Þá þegar fannst mér húsnæðið ófullnægjandi,“ sagði Alma. Í öðru viðtali við Stundina sagði Sigríður Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, að hún væri ekki tilbúin að segja að stjórnendur Landspítala bæru ábyrgð á því að Landakot hefði verið svo illa búið sem raun bar vitna þegar faraldurinn skall á. „Þegar við erum að tala um húsnæði sem var byggt áður en að ég fæddist og hefur verið notað með ýmsum hætti í gegnum tíðina, þá get ég ekki sagt það.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið 15. nóvember síðastliðinn að lengi hafi verið vitað að aðstæður á Landakoti væru ekki nægilega góðar. „Það er búið að tala um það í mörg ár. Alveg frá því ég lauk sérfræðinámi árið 1990 þá hafa menn verið að birta greinar og skrifa. Bæði starfsmenn innan Landspítalans og utan og benda á þessa hættu, sérstaklega ef upp kæmi svona faraldur. Þá gætu aðstæður orðið mjög slæmar. Þannig að ég veit nákvæmlega hvernig staðan er.“ 

„Nei, það kom aldrei til umræðu“

Í síðasta tölublaði Læknablaðsins var í viðtali við Teit Guðmundsson, lækni og framkvæmdastjóra Heilsuverndar, greint frá því að þegar í byrjun þessa árs hefði Heilsuvernd boðist til að opna hjúkrunarrými fyrir um 160 sjúklinga í Urðarhvarfi. Því hafi verið neitað. Í haust hafi aftur verið boðið að opna rými fyrir um 100 sjúklinga en enn hafi ekki borist formlegt svar. Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri Öldungs sem rekur hjúkrunarheimilið Sóltún, greinir í sama viðtali frá því að erindi fyrirtækisins um að reka hjúkrunarrými á Oddsson hóteli hafi ekki verið svarað. Anna Birna segir jafnframt að hún hafi fyrir all löngu boðist til að byggja við Sóltún og taka þangað öldrunarþjónustuna á Landakoti. Því hafi ekki verið tekið. „Smitin á Landakoti vekja upp sorg. Sorg yfir hvernig þetta gerðist. Sorg að ekki sé löngu búið að laga ástandið. Við hefðum getað verið löngu búin að því,“ segir Anna Birna.

Í ljósi þess sem að ofan er rakið spurði Stundin Svandísi hvort hvort hún hefði upplýst um aðstæður á Landakoti á ríkisstjórnarfundum áður en hópsmitið kom þar upp. „Nei, það kom aldrei til umræðu,“ var svar Svandísar við spurningunni. Spurð hvort aðstæður á Landakoti hefðu eitthvað verið ræddar á fundum ríkisstjórnarinnar svaraði Svandís því jafnframt neitandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
5
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár