Páll á Landspítalanum: „Mér leið stundum eins og hrópandanum í eyðimörkinni“
Páll Matthíasson geðlæknir hætti sem forstjóri Landspítalans í haust eftir átta ár í starfi, en Covid-faraldurinn gerði það að verkum að hann hætti fyrr en hann ætlaði. Eitt helsta hjartans mál Páls er það sem hann telur vera vanfjármögnun Landspítalans sem hann á erfitt með að skilja þegar fjárframlög til heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru borin saman við Norðurlöndin. Páll segir að stappið um fjármögnun spítalans hafi „étið sig upp að innan“ vegna þess að hann hafði ekki völd til fjármagna spítalann eins og þurfti en bar samt ábyrgð á honum.
FréttirHvað gerðist á Landakoti?
Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að almennt megi fullyrða að ráðherra beri ekki refsábyrgð á athöfnum undirmanna sinna. Verði niðurstaða athugunar landlæknis á hópsmitinu á Landakoti sú að vanræksla stjórnenda Landspítalans hafi valdið hópsmitinu telur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
FréttirHvað gerðist á Landakoti?
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
Það er ekki á ábyrgð heilbrigðisráðherra að stýra mönnun innan heilbrigðiskerfisins né heldur ber ráðherra ábyrgð á starfsumhverfi starfsfólks spítalans, segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Stundarinnar. Ábyrgðin sé stjórnenda Landspítalans.
GreiningHvað gerðist á Landakoti?
Alvarlegasta atvik sem komið hefur upp í íslenskri heilbrigðisþjónustu
COVID-19 hópsýkingin á Landakoti hefur dregið tólf manns til dauða. Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segja íslenskt heilbrigðiskerfi veikburða og illa í stakk búið til að takast á við heimsfaraldur, mannskap vanti og húsnæðismál séu í ólestri. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill ekki tjá sig um málið við Stundina og segir það ekki á sínu borði.
Fréttir
Segja yfirlækna svipta ábyrgð með ólögmætum hætti
Umboðsmaður Alþingis telur að leysa gæti þurft deilu yfirlækna við Landspítalann fyrir dómstólum. Yfirlæknar telja sig ekki geta rækt ábyrgð sína undir nýju skipuriti og breytingarnar þjóni ekki hagsmunum sjúklinga. Umboðsmaður sagði heilbrigðisráðherra ekki hafa staðfest fyrra skipurit í samræmi við lög.
Fréttir
Áhyggjur af aðkomu lækna að stjórn Landspítala „ástæðulausar“
Læknaráð hefur gagnrýnt áherslu á stjórnunar- og skrifstofustörf hjá Landspítalanum og að fagráð verði valin af forstjóra. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir klínískt starfsfólk engu að síður koma að stjórnun og stefnumörkun og setur spurningarmerki við fullyrðingar lækna.
FréttirHeilbrigðismál
Sumarlokanir Landspítala versna með árunum: „Ófremdarástand“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins
Fjöldi deilda Landspítalans loka í sumar eða draga saman starfsemi. Um 500 hjúkrunafræðinga vantar, en 1000 menntaðir hjúkrunafræðingar starfa við annað en hjúkrun.
FréttirPlastbarkamálið
Landspítalinn segist ekki ná í ekkju plastbarkaþegans til að veita henni fjárhagsaðstoð
Hvorki Landspítalinn né Karolinska-sjúkrahúsið hafa náð tali af Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju fyrsta plastbarkaþegans Andemariam Beyene, til að veita henni fjárhagsaðstoð út af meðferð sjúkrahúsanna á eiginmanni hennar árið 2011. Merhawit fer huldu höfði í Svíþjóð ásamt sonum sínum þremur.
FréttirHeilbrigðismál
Forstjóri Landspítalans hafnar hugmyndum þingmanns Sjálfstæðisflokksins: „Aldrei til umræðu“
Pál Matthíasson, forstjóri Landspítala, gagnrýnir hugmyndir sem Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setti fram fyrr í vikunni. „Það sem Óli Björn virðist sjá sem tækifæri í þessum samningi Landspítala og Sjúkratrygginga er að færa fé frá Landspítala yfir til einkaaðila.“
Viðtal
Á Íslandi sýndi sig að betra væri að halda fólki en óla það niður
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir engin tíðindi ef einstaklingur greinist með geðsjúkdóm, enda glími meirihluti fólks við geðræn vandamál einhvern tíma á lífsleiðinni. Hann segir sérstaklega mikilvægt að styðja við fjölskyldur og ungt fólk og vill setja upp sérstaka þjónustu fyrir fólk á aldrinum 14 til 25 ára. Hann hefur borið vitni fyrir danskri þingnefnd og haldið erindi fyrir franska heilbrigðisráðuneytið um hvers vegna fólk í sturlunarástandi er ekki ólað niður á Íslandi, heldur því haldið.
Fréttir
450 milljónir fyrir dýrasta lyf í heimi: „Rányrkja á fársjúku fólki“
Soliris er talið vera dýrasta lyf í heimi. Landspítalinn tók ákvörðun um að kaupa lyfið. Lyfjafyrirtækið sem á einkaleyfi á lyfinu, Alexion, hefur verið sakað um „aggressíva verðlagsstefnu“ og að halda sjúklingum í „gíslingu“.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: „Dreifing sérhæfingar getur verið vafasöm“
Engin samvinna hefur átt sér stað á milli einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar í Ármúlanum og Landspítalans. Forstjóri Landspítalans segist ekki vera mótfallinn einkarekstri í heilbrigðiskerfinu en spyr spurninga um hagkvæmni slíkrar starfsemi.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.