Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segja yfirlækna svipta ábyrgð með ólögmætum hætti

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að leysa gæti þurft deilu yf­ir­lækna við Land­spít­al­ann fyr­ir dóm­stól­um. Yf­ir­lækn­ar telja sig ekki geta rækt ábyrgð sína und­ir nýju skipu­riti og breyt­ing­arn­ar þjóni ekki hags­mun­um sjúk­linga. Um­boðs­mað­ur sagði heil­brigð­is­ráð­herra ekki hafa stað­fest fyrra skipu­rit í sam­ræmi við lög.

Segja yfirlækna svipta ábyrgð með ólögmætum hætti
Svandís Svavarsdóttir Kvörtun Læknafélagsins snýr að því að yfirlæknar séu sviptir ábyrgð með ólögmætum hætti og að skipurit sem ráðherra staðfesti sé ekki í samræmi við lög. Mynd: Heiða Helgadóttir

Umboðsmaður Alþingis telur að leysa gæti þurft deilu yfirlækna á Landspítalanum við spítalann fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í nýju áliti umboðsmanns vegna kvörtunar Læknafélags Íslands sem send var í desember í fyrra.

Læknafélagið telur að í skipuriti Landspítalans sem tekið var í notkun síðasta haust felist „ólögmæt ábyrgðarsvipting yfirlækna sem þjóni ekki bestu hagsmunum sjúklinga“. Þá telur Læknafélagið að skipuritið, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti með bréfi í september í fyrra og tók gildi í október, sé ólögmætt. Það sama hafi gilt um fyrra skipurit, þar sem yfirlæknar á Landspítalanum séu sviptir ábyrgð sem kveðið er á um í lögum.

Umboðsmaður hefur í eldra áliti beint tilmælum til ráðuneytisins og Landspítalans þess efnis að ekki sé hægt að fela öðrum en yfirlæknum þá faglegu ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyrir samkvæmt lögum. Umboðsmaður telur hins vegar í nýja álitinu að til að leysa úr því hvort yfirlæknar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár