Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

450 milljónir fyrir dýrasta lyf í heimi: „Rányrkja á fársjúku fólki“

Sol­ir­is er tal­ið vera dýr­asta lyf í heimi. Land­spít­al­inn tók ákvörð­un um að kaupa lyf­ið. Lyfja­fyr­ir­tæk­ið sem á einka­leyfi á lyf­inu, Al­ex­i­on, hef­ur ver­ið sak­að um „aggress­í­va verð­lags­stefnu“ og að halda sjúk­ling­um í „gísl­ingu“.

450 milljónir fyrir dýrasta lyf í heimi: „Rányrkja á fársjúku fólki“
Önnur leið Landspítalinn hefur valið aðra leið en heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð sem fyrr á árinu ákváðu að hætta við að kaupa Soliris-lyfið vegna hás kostnaðar. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Mynd: Kristinn Magnússon

Kostnaður Landspítala Háskólasjúkrahúss vegna kaupa á blóðlyfinu Soliris af bandaríska lyfjafyrirtækinu Alexion nemur rúmlega 450 milljónum króna á síðastliðnum tveimur og hálfu ári. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Stundarinnar um Soliris sem kallað hefur verið „dýrasta lyf í heimi“ í erlendum fjölmiðlum. Í svari spítalans kemur einnig fram að „innan við tíu“ einstaklingar á Íslandi hafi fengið lyfið á tímabilinu sem um ræðir og er um að ræða „ungt fólk“ í öllum tilfellum.

Lyfjafyrirtækið Alexion sem þróaði Soliris og á einkaréttinn á lyfinu hefur verið harðlega gagnrýnt í ýmsum Evrópulöndum fyrir verðið sem það selur lyfið á en tekjur þess í fyrra námu ríflega 2,2 milljörðum Bandaríkjadollara, tæplega 290 milljörðum íslenskra króna, og hagnaður fyrirtækisins var nærri 660 milljónir dala, 90 milljarðar króna, í fyrra. Alexion hefur gefið það út að kostnaðurinn við þróun lyfsins hafi verið milljarður dala en þegar  litið er á hagnaðartölur fyrirtækisins síðastliðin ár sést að hagnaðurinn er fyrir löngu orðinn miklu meiri en sem nemur kostnaðinum við þróun lyfsins. Bara síðastliðin þrjú ár hefur Alexion selt Soliris fyrir fimm sinnum hærri upphæð en sem nemur þessum milljarðs dala kostnaði. Rök lyfjafyrirtækja í slíkum tilfellum eru þá yfirleitt þau að fyrirtækið hafi gert margar mislukkaðar tilraunir til að þróa önnur lyf áður en það náði að þróa rétta lyfið og að standa þurfi straum af kostnaðinum við mislukkuðu tilraunirnar líka.

Afar sjaldgæfir sjúkdómar og umræðan viðkvæm

Lyfið er notað til meðferðar fyrir einstaklinga sem eru með sjúkdómana „atypical hemolytic uremic syndrome“ og og „paroxysmal nocturnal hemoglobinuria“. Sjúkdómarnir eru afar sjaldgæfir. Um er að ræða sjúkdóma sem eyðileggja rauðu blóðkornin í líkamanum og skemma nýrun í þeim sem þjást af honum. Sjúkdómarnir auka auk þess verulega líkurnar á blóðtöppum í líkamanum. Soliris minnkar verulega nýrnaskemmdir hjá þeim sem þjást af þessum sjúkdómum og bæta því lífsgæði og lífslíkur þeirra, meðal annars með því að minnka hugsanlegar líkur á nýrnaígræðslum vegna skemmdra nýra. Einungis um 20 einstaklingar af milljón fá þessa sjúkdóma og er tíðnin því afar lág. Sjúkdómarnir eru arfgengir og eru dæmi um að þeir hafi lagst á einstaklinga í sömu fjölskyldum.

Upplýsingagjöf um Soliris frá Landsspítalanum er takmörkuð í ljósi þess hversu fáir Íslendingar þjást af þeim sjúkdómum sem Soliris er notað til að vinna á. Með því að gefa upplýsingar um aldur og fjölda þeirra einstaklinga 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár