Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Páll á Landspítalanum: „Mér leið stundum eins og hrópandanum í eyðimörkinni“

Páll Matth­ías­son geð­lækn­ir hætti sem for­stjóri Land­spít­al­ans í haust eft­ir átta ár í starfi, en Covid-far­ald­ur­inn gerði það að verk­um að hann hætti fyrr en hann ætl­aði. Eitt helsta hjart­ans mál Páls er það sem hann tel­ur vera van­fjár­mögn­un Land­spít­al­ans sem hann á erfitt með að skilja þeg­ar fjár­fram­lög til heil­brigðis­kerf­is­ins á Ís­landi eru bor­in sam­an við Norð­ur­lönd­in. Páll seg­ir að stapp­ið um fjár­mögn­un spít­al­ans hafi „ét­ið sig upp að inn­an“ vegna þess að hann hafði ekki völd til fjár­magna spít­al­ann eins og þurfti en bar samt ábyrgð á hon­um.

<span>Páll á Landspítalanum:</span> „Mér leið stundum eins og hrópandanum í eyðimörkinni“
Léttir að vera bindislaus Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans, segir að það sé viss léttir að vera hættur sem forstjóri stofnunarinnar. Vinnuvikan hjá honum hafi farið upp í 90 tíma í Covid-faraldrinum en nú vinni hann eðlilega 40 tíma vinnuviku. Hann þurfi heldur ekki lengur að setja upp bindi á hverjum degi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Stundum finnst manni Landspítali ekki eiga neina foreldra, ekki nóg af bakhjörlum á Alþingi. Mér leið stundum eins og hrópandanum í eyðimörkinni,“ segir Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, í viðtali við Stundina þegar hann er spurður um það af hverju ekki næst samstaða um það á Alþingi að fjármagna heilbrigðiskerfið og Landspítalann þannig að fjármögnunin líkist því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. 

Páll talaði oft og ítrekað um það á meðan hann var forstjóri að það þyrfti að fjármagna Landspítalann betur og stóð hann í miklu stappi við stjórnmálamenn um þetta atriði. Það er vegna þessarar umræðu og gagnrýni hans á fjármögnun heilbrigðiskerfisins sem Páll talar um að honum hafi stundum liðið eins og „hrópandanum í eyðimörkinni“. 

„Mismatchið á milli ábyrgðar og valda er það sem étur mann mest að innan smám saman.“
Páll Matthíasson

Það sem átt Pál upp að innan

Þetta viðvarandi stapp Páls …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár