Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forstjóri Landspítalans hafnar hugmyndum þingmanns Sjálfstæðisflokksins: „Aldrei til umræðu“

Pál Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, gagn­rýn­ir hug­mynd­ir sem Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, setti fram fyrr í vik­unni. „Það sem Óli Björn virð­ist sjá sem tæki­færi í þess­um samn­ingi Land­spít­ala og Sjúkra­trygg­inga er að færa fé frá Land­spít­ala yf­ir til einka­að­ila.“

Forstjóri Landspítalans hafnar hugmyndum þingmanns Sjálfstæðisflokksins: „Aldrei til umræðu“
Hafnar einkavæðingu Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala Íslands, segir að aldrei hafi staðið til að lögbundin þjónusta spítalans yrði færð í hendur einkaaðila þegar gerður var samningur við Sjúkratryggingar Íslands. Hann hafnar hugmyndum Óla Bjarnar Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar um og því að spítalinn verði tekinn út af fjárlögum. Mynd: Kristinn Magnússon

Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, hafnar algjörlega öllum hugmyndum um að spítalinn verði tekinn út af reglulegum fjárlögum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flaggaði slíkum hugmyndum í blaðagrein í vikunni og vísaði til skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands, þar sem meðal annars er fjallað um samninga við Landspítalann um framleiðslutengda fjármögnun. Páll segist í svari til Stundarinnar fullkomlega ósammála því. „Það sem nú hefur komið fram í grein Óla Bjarnar Kárasonar er að að minnsta kosti sumir þingmenn sjá í þessum samningi tækifæri til einkavæðingar með því að færa lögbundna þjónustu spítalans í hendur einkaaðila. Það stóð aldrei til og var aldrei til umræðu, eins og fram kemur í samningi um framleiðslutengda fjármögnun, eða ásetningur Landspítala enda er starfsemi sjúkrahússins bundin í lögum og verður ekki breytt nema þá með lagabreytingu.“

Óli Björn vill frekari einkarekstur

Í umræddri blaðagrein lýsti Óli Björn því að hann teldi rétt að Landspítalinn yrði tekinn út af reglulegum fjárlögum og fjármögnun klínískrar þjónustu hans yrði „framleiðslutengd“. Jafnframt lýsti Óli Björn því að nýta ætti einkarekstur í mun meira mæli í heilbrigðisþjónustunni.

Gerður var samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala um framleiðslutengda fjármögnun, fyrst árið 2016 og svo aftur árið 2017. Með fyrri samningnum átti að leiða í ljós þau áhrif sem breytt fjármögnunaraðferð myndi hafa. Breytt fjármögnun átti að auka gagnsæi þar sem þjónustan yrði kostnaðargreind. Seinni samningurinn, sem gildir út árið 2019, byggir á sömu forsendum og er markmið hans að tengja saman fjármögnun spítalans og umfang þjónustu til að tryggja árangursríka heilbrigðisþjónustu og hagkvæma nýtingu fjármuna. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að hafa beri í huga að samningurinn hafi ekki áhrif á umfang fjármögnunarinnar, heldur einungis form og fjármagn sé ákvarðað á fjárlögum hvers árs.

„Afstaða Óla Bjarnar er ekki síður einkennileg í ljósi þess að í umræddri skýrslu Ríkisendurskoðunar er sérstaklega ítrekað að samningar Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila hafi hvorki leitt til hagræðingar né annars ávinnings“ 

Stundin setti sig í samband við Pál Matthíasson vegna skrifa Óla Bjarnar. Í svörum Páls kemur fram að Landspítalinn hafi lengi bent á að aðlaga þurfi fjárveitingar til spítalans að þeirri eftirspurn sem sé eftir þjónustu hans, hvort sem um er að ræða klíníska þjónustu, vísindastörf eða menntun.  „Það sem aðrar þjóðir hafa gert er að nota þessar raunmælingar á framleiðslu til að ákvarða fjárframlög til einstakra sjúkrahúsa. Við höfum ítrekað kallað eftir því að hið sama væri gert hér hvað varðar Landspítala, að fjárframlög taki mið af eftirspurn. Eftirspurn eftir þjónustu hefur aukist geysilega síðustu ár, vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar en líka vegna aukinnar byrði langvinnra sjúkdóma og annarra þátta. Þetta hefur alls ekki endurspeglast í fjárlögum og það er auðvitað óásættanlegt fyrir sjúklinga og leiðir til þess að ekki er alltaf hægt að mæta eftirspurn.“  

„Nei, alls ekki“

Páll segist hins vegar alls ekki telja að taka beri Landspítala út af reglulegum fjárlögum, hvorki varðandi klíníska þáttinn né aðra þætti. „Nei, alls ekki. Það sem við þurfum að hafa í huga er að samkvæmt lögum ber ríkinu að sjá til þess að almenningur eigi rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Landspítali er opinber stofnun og starfsemi hans er skilgreind í lögum. Það er því eðlilegt að fjármögnun hans sé sömuleiðis ákvörðuð með lögum og það  kemur beinlínis fram í samningnum, að ákvörðun fjárframlaga til spítalans kemur fram á fjárlögum. Það er hins vegar bæði nauðsynlegt og æskilegt að geta stuðst við raunmælingar á framleiðslu þegar fjárframlög eru ákveðin. Það er hægt að gera með samningum, eða það sem einfaldara væri, að reikna fjárframlögin út frá slíkum raunmælingum þegar fjárlög eru smíðuð“. 

Samningar við einkaaðila hafi einkaaðila hafi „hvorki leitt til hagræðingar né annars ávinnings“ 

Páll segir jafnframt að Landspítalinn hafi undirritað umræddan samning við Sjúkratryggingar í þeirri trú að aðilar hafi verið sammála um að með honum gæfist tækifæri til að tengja betur saman fjárveitingar og framleiðslu, sjúklingum til hagsbóta. Hins vegar hafi aldrei staðið til að færa lögbundna þjónustu í hendur einkaaðila. „Það sem nú hefur komið fram í grein Óla Bjarnar er að að minnta kosti sumir þingmenn sjá í þessum samningi tækifæri til einkavæðingar með því að færa lögbundna þjónustu spítalans í hendur einkaaðila. Það stóð aldrei til og var aldrei til umræðu. Það sem Óli Björn virðist sjá sem tækifæri í þessum samningi Landspítala og Sjúkratrygginga er að færa fé frá Landspítala yfir til einkaaðila og að með því fáist fram einhver hagræðing sem er þvert á ráðleggingar Ríkisendurskoðunar. Afstaða Óla Bjarnar er ekki síður einkennileg í ljósi þess að í umræddri skýrslu ríkisendurskoðunar er sérstaklega ítrekað að samningar Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila hafi hvorki leitt til hagræðingar né annars ávinnings.“ 






 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Lýsir viðbrögðum Jóns sem „skólabókardæmi um þöggunartilburði“
2
Fréttir

Lýs­ir við­brögð­um Jóns sem „skóla­bók­ar­dæmi um þögg­un­ar­til­burði“

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, lýsti því yf­ir í dag að um­fjöll­un um hann væri „vænt­an­lega lög­reglu­mál.“„Það hef­ur áð­ur gef­ist vel að fá lög­regl­una til að­stoð­ar við að beita kæl­ingaráhrif­um í óþægi­leg­um mál­um með til­hæfu­laus­um rann­sókn­um,“ seg­ir formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins.
„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
4
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
6
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine (leik­inni af Car­men Sonne), verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár