Rúmlega 600 milljóna arðgreiðslur af tæknifrjóvgunum á Íslandi frá 2012
Einokun eins fyrirtækis, Livio, á tæknifrjóvgunum á Íslandi skilar hluthöfunum miklum hagnaði og arði. Framkvæmdastjórinn, Snorri Einarsson, segir hluthafana hafa fjárfest mikið í auknum gæðum á liðnum árum. Stærsti hluthafinn er sænskt tæknifrjóvgunarfyrirtæki sem rekur tíu sambærileg fyrirtæki á Norðurlöndunum.
Fréttir
Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
Sjúkratryggingar skoða hvernig Heilsustofnun í Hveragerði nýtir opinbera fjármuni upp á 875 milljónir króna. Til stendur að byggja heilsudvalarstað fyrir ferðamenn. Stundin hefur fjallað um há laun stjórnarformanns, greiðslur til móðurfélags og samdrátt í geðheilbrigðisþjónustu.
Fréttir
Alvarlegt ef Heilsustofnun hættir að sinna geðþjónustu
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að opinbert fé sem rennur til geðþjónustu Heilsustofnunar í Hveragerði þurfi að fara til annarra aðila, hætti stofnunin að sinna verkefninu. Allir gestir í geðendurhæfingu voru útskrifaðir eða færðir í almenna þjónustu þegar forstjóri og yfirlæknir var látinn fara.
Fréttir
Laun stjórnarformanns heilsuhælis tvöfölduðust: Forstjóri látinn hætta án skýringa
Forstjóri og yfirlæknir Heilsustofnunar í Hveragerði var beðinn um að skrifa undir starfslokasamning án skýringa. Gunnlaugur K. Jónsson stjórnarformaður fær 1,2 milljónir á mánuði samhliða störfum sem lögregluþjónn. Heilsustofnun greiðir Náttúrulækningafélagi Íslands 40 milljónir á ári vegna fasteigna, auk þess að borga afborganir lána þeirra.
FréttirArðgreiðslur
Ráðherra mótfallin arðgreiðslum úr heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér gegn þeim
Nýr forstjóri Sjúkratrygginga Íslands hefur störf með látum og lýsir yfir andstöðu við arðgreiðslur úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, er sammála því mati en hyggst ekki beita sér í málinu og bendir á að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Nýr forstjóri Sjúkratrygginga: Er réttlætanlegt að skattfé renni til eigenda heilbrigðisfyrirtækja í formi arðgreiðslna?
„Kannski væri heppilegra að þetta fé færi í að auka hagkvæmni heilbrigðisþjónustunnar og gæðin,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í viðtali í Læknablaðinu.
Fréttir
Ljósmæður höfnuðu samningi – Segja heilsu mæðra og nýfæddra barna stefnt í hættu
Heilbrigðisráðuneytið leggur til skerðingu á þjónustu til að hægt sé að hækka launalið. Meiri fjármunir verði ekki settir í málaflokkinn en nú er. Myndi kosta um 30 milljónir á ári að ganga að kröfum ljósmæðra.
Fréttir
Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning
Ljósmóðir segir ekki hægt að fylgja tilmælum Svandísar Svavarsdóttur um að heilbrigðisstofnanir veiti nýbökuðum mæðrum sömu þjónustu og verið hefur. Engar ljósmæður séu við vinnu til þess.
Fréttir
Ráðuneytið segir engan samning við ljósmæður fyrirliggjandi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent heilbrigðisstofnunum erindi um að sinna áfram heimaþjónustu. Ekki útskýrt hvernig þá má gerast, nú þegar ljósmæður hafa lagt niður störf.
FréttirHeilbrigðismál
Forstjóri Landspítalans hafnar hugmyndum þingmanns Sjálfstæðisflokksins: „Aldrei til umræðu“
Pál Matthíasson, forstjóri Landspítala, gagnrýnir hugmyndir sem Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setti fram fyrr í vikunni. „Það sem Óli Björn virðist sjá sem tækifæri í þessum samningi Landspítala og Sjúkratrygginga er að færa fé frá Landspítala yfir til einkaaðila.“
Rannsókn
Hrædd við skilningsleysi og kerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnin hefur boðað stórfelldar kerfisbreytingar á málum öryrkja með innleiðingu starfsgetumats sem á að liðka fyrir atvinnuþátttöku öryrkja með jákvæðum hvötum í kerfinu. Rannsóknir benda til þess að upptaka á slíku kerfi í nágrannaríkjum hafi ekki leitt til aukinnar atvinnu öryrkja, heldur leitt til aukinna sjálfsvíga og fjölgunar áskrifta á þunglyndislyf. Öryrkjar óttast afleiðingar þess að þetta kerfi verði tekið upp. Félags- og jafnréttismálaráðherra segist vilja auka virkni öryrkja.
Fréttir
Þeir verst settu borga þrefalt meira í tannlækningar en lög gera ráð fyrir
Aldraðir og öryrkjar borga miklu hærri tannlæknakostnað en lög gera ráð fyrir. Tannlæknar segja öryrkja sjaldséða í reglulegu eftirliti. Tekjulágir Íslendingar sleppa tannviðgerðum mun oftar en tekjulágir á öðrum Norðurlöndum.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.