Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ráðuneytið segir engan samning við ljósmæður fyrirliggjandi

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur sent heil­brigð­is­stofn­un­um er­indi um að sinna áfram heima­þjón­ustu. Ekki út­skýrt hvernig þá má ger­ast, nú þeg­ar ljós­mæð­ur hafa lagt nið­ur störf.

Ráðuneytið segir engan samning við ljósmæður fyrirliggjandi
Ljósmæður leggja niður störf Allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu á landinu lögðu í dag niður störf vegna þess að ekki hefur verið gerður við þær nýr samningur um þjónustuna. Mynd: Shutterstock

Ekki er rétt að fyrir liggi samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Ljósmæður hafa haldið því fram að slíkur samningur sé fyrirliggjandi í velferðarráðuneytinu og bíða einungis undirritunar ráðherra. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu mun það hins vegar ekki vera svo.

Allar ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu á landinu, 95 talsins, lögðu niður störf frá og með deginum í dag. Ástæðan er óánægja með að ekki hafi verið gerður við þær nýr rammasamningur en þær hafa verið samningslausar frá því í febrúar. Að sögn ljósmæðra sem rætt hefur verið við í fjölmiðlum um helgina og í morgun var gerður samningur við Sjúkratryggingar Íslands um starfsemina fyrir páska og telja ljósmæður að einungis sé eftir að staðfesta hann í ráðuneytinu.

Segja aðeins um minnisblað að ræða

Þessu er hins vegar hafnað í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Hið rétta sé að 23. mars sl. hafi Sjúkratryggingar Íslands komið á framfæri minnisblaði til ráðuneytisins með tillögu á breytingum á þeim rammasamningi sem starfað hafi verið eftir til þessa. Í samtali við Stundina staðfesti Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, þennan skilning ráðuneytisins. „Tillögurnar sem  um ræðir fela í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem ljóst er að myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna, þar sem verið væri að breyta faglegum áherslum þjónustunnar með lengri legutíma hjá hluta mæðra og það fæli jafnframt í sér aukið álag á fæðingardeildirnar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. 

Leitað var umsagnar frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítalanum við tillögunum. Umsögn Sjúkrahússins á Akureyri mun hafa borist fyrir nokkru en Landspítalinn sendi inn sína afstöðu í morgun. Er það mat beggja aðila að breytingarnar sem lagt er til að gerðar verði á samningnum séu óæskilegar, leiði til lakari þjónustu og auki kostnað. Þá geti lengri spítalavist aukið hættuna á spítalasýkingum bæði fyrir móður og barn.  
„Heilbrigðisráðherra leggur kapp á að finna fyrirkomulagi á þjónustu við sængurkonur í heimahúsum traustari umgjörð en felst í þeim rammasamningi sem starfað hefur verið eftir hingað til. Þótt afsögn ljósmæðra af rammasamningi snerti nýbakaðar mæður óhjákvæmilega munu þær engu að síður njóta allrar þjónustu sem þörf er fyrir,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Velferðarráðuneytið mun funda í dag með Sjúkratryggingum Íslands um málið. Þá hefur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sent erindi til allra heilbrigðisstofnanna um að þær veiti áfram þá þjónustu sem verið hefur, þar til framhaldið liggur fyrir. Hvernig á að gera það, í ljósi þess að ljósmæður hafa lagt niður störf, kemur ekki fram.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár