Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning

Ljós­móð­ir seg­ir ekki hægt að fylgja til­mæl­um Svandís­ar Svavars­dótt­ur um að heil­brigð­is­stofn­an­ir veiti ný­bök­uð­um mæðr­um sömu þjón­ustu og ver­ið hef­ur. Eng­ar ljós­mæð­ur séu við vinnu til þess.

Kallar tilmæli Svandísar „veruleikafirringu“ – Ljósmæður telja sig hafa gert samning
Deilur um túlkun Ljósmæður sem sinna heimaþjónustu telja sig hafa gengið frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands en velferðarráðuneytið og Sjúkratryggingar tala um minnisblað. Mynd: Shutterstock

Ljósmæður sem sinna heimahjúkrun líta svo á að gerður hafi verið samningur um störf þeirra við Sjúkratryggingar Íslands fyrir síðustu páska, þvert á túlkun Sjúkratrygginga Íslands og velferðarráðuneytisins. Heimaþjónustuljósmóðir kallar tilmæli sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent á allar heilbrigðisstofnanir, um að þær veiti áfram þá þjónustu sem veitt hefur verið til þessa, veruleikafirringu enda hafi allar ljósmæður sem sinni heimaþjónustu lagt niður störf.

Ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við nýbakaðar mæður og ungabörn lögðu í dag niður vinnu sökum þess að ekki hefur verið undirritaður nýr rammasamningur við þær um þjónustuna. Allar 95 ljósmæðurnar sem sinna þessari þjónustu um landið lögðu niður störf. Þær hafa haldið því á lofti að gerður hafi verið samningur við Sjúkratryggingar Íslands fyrir páska en engin gangskör hafi verið gerð að því að af hálfu heilbrigðisráðherra að ganga frá þeim samningi.

Ráðuneytið segir aðeins um minnisblað að ræða

Í morgun sendi velferðarráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem fullyrt var að rangt væri að samningur biði staðfestingar heilbrigðisráðherra í velferðarráðuneytinu. Hið rétta væri að um minnisblað væri að ræða og hefði það verið sent til umsagnar til Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítala. Fagfólk hjá báðum stofnunum mun telja þær breytingar sem Sjúkratryggingar Íslands leggi til séu óæskilegar, leiði til verri þjónustu, aukins kostnaðar og jafnvel hættu fyrir mæður og börn.

Óhugsandi að draga úr þjónustu

Ellen Bára Valgerðardóttir

Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir sem sinnt hefur heimaþjónustu, segir þá niðurstöðu fagfólks ekki koma ljósmæðrum á óvart. Ljósmæður hafi eingöngu kallað eftir hækkun á launalið en ekki neinum breytingum á þjónustu frá fyrri rammasamningi.

„Þessi hækkun myndi kosta ríkið aukalega 30 milljónir króna á ári miðað við að allir þættir aðrir úr fyrri rammasamningi yrðu óbreyttir,“ segir Ellen í samtali við Stundina. „Það erum ekki við sem höfum kallað eftir því að breyta samningnum að öðru leyti, en það virðist hins vegar vera þannig að hækkunin stendur eitthvað í ráðuneytinu eða Sjúkratryggingum. Þess vegna er verið að kanna hvort hægt sé að fella út einhverja flokka þjónustu eða minnka vitjunartíma í 1,5 klukkutíma í stað 2 klukkutíma. Það er eitthvað neyðarúrræði hjá ráðuneytinu að vilji það ekki hækka fjármagn til Sjúkratrygginga Íslands að leggja þá niður þjónustu við veikustu konurnar og draga úr vitjunartímum. Okkur þykir það óhugsandi.“

Vilja að tímakaup í verktöku hækki um 606 krónur

Ellen kann ekki skýringu á því að nú sé talað um samninginn sem minnisblað af hálfu ráðuneytisins, og raunar Sjúkratrygginga Íslands en Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga staðfesti í morgun við Stundina að það væri einnig skilningur stofnunarinnar. Það sé alls ekki í samræmi við það sem fulltrúar ljósmæðra hafi náð niðurstöðu um við Sjúkratryggingar.

„Þær þrjár konur sem komu fram fyrir hönd okkar heimaþjónustuljósmæðra líta sannarlega svo á að um samning hafi verið að ræða. Þær hins vegar undirrituðu hann ekki, enda hafa þær ekki umboð til þess, því heimaþjónustuljósmæður eru verktakar og við þurfum allar að undirrita samning, hver fyrir sig. Við höfum síðan engin skilaboð frekar fengið, ekki frá Sjúkratryggingum Íslands eða frá ráðuneytinu síðan sá samningur var gerður. Samningurinn sem við teljum okkur hafa verið búnar að ná gengur út á að hækka tímagjald fyrir þjónustu okkar upp í 5.000 krónur, úr 4.394, í verktöku. Það var nú allt og sumt. Það sem við viljum er óbreyttur rammasamningur frá því sem verið hefur en launaliðurinn verði hækkaður. Við viljum bara halda áfram að þjónusta konurnar okkar og ungabörnin, með því spörum við ríkinu líka stórkostlega fjármuni í stað þess að konur þurfi að liggja þar inni lengur en þörf krefur, með tilheyrandi kostnaði.“

Tilmæli ráðherra útúrsnúningur

Í tilkynningu velferðarráðuneytisins frá því í morgun um mál þetta kemur fram að Svandís Svavarsdóttir hafi sent erindi til allra heilbrigðisstofnana landsins „með tilmælum um að heilbrigðisstofnanir veiti þá þjónustu sem áðurgildandi samningur milli SÍ og ljósmæðra fól í sér, þar til fyrir liggur með hvaða hætti fyrrgreind þjónusta verður veitt.“

Ellen segir þetta einhvers konar veruleikafirringu enda séu engar ljósmæður starfandi sem geti veitt umrædda þjónustu og þær komi ekki til starfa fyrr en búið sé að gera við þær nýjan rammasamning. „Þetta er ekki hægt, við þetta er ekki hægt að standa. Við heimaþjónustuljósmæður erum ekki starfandi og það veit ráðherrann. Þetta er bara veruleikafirring, þetta er útúrsnúningur og sandkassaleikur af hálfu ráðherra í samskiptum við okkur ljósmæður. Hún á bara að taka á málinum og leysa það sem fyrst.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
6
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár