Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Dapurlegt til þess að hugsa að Ísland eigi þar hlut að máli“

Atlants­hafs­banda­lag­ið hef­ur lýst yf­ir stuðn­ingi við hern­að­ar­að­gerð­ir Tyrk­lands gegn IS­IS og Kúr­d­um. Þing­menn Vinstri grænna, Katrín Jak­obs­dótt­ir og Ög­mund­ur Jónas­son, gagn­rýna þetta harð­lega en beð­ið er eft­ir við­brögð­um frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu.

„Dapurlegt til þess að hugsa að Ísland eigi þar hlut að máli“
Konur hafa verið áberandi í baráttu Kúrda gegn ISIS. Mynd: Shutterstock

Atlantshafsbandalagið (NATO) lýsti yfir stuðningi við loftárásir Tyrklands sunnan landamæra við Sýrland og Írak eftir neyðarfund allra aðildarríkja í Brussel á þriðjudag. Fullyrti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í fjölmiðlum að náðst hefði algjör samstaða allra bandalagsþjóðanna um að lýsa yfir stuðningi við Tyrki. 

Loftárásir Tyrkja beinast ekki aðeins gegn Íslamska ríkinu (ISIS) heldur einnig gegn Kúrdum, þ.e. liðsmönnum Verkamannaflokks Kúrda (PKK), sem borið hafa hitann og þungann af baráttunni gegn ISIS. Tyrkir hafa varpað sprengjum á skýl­i, birgða- og stjórn­stöðvar og hell­a sem liðsmenn PKK halda til í og í dag var jafnframt ráðist á bækistöðvar þeirra í norðurhluta Írak. 

Stundin hefur óskað eftir upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu um afstöðu Íslands til loftárása Tyrklands gegn Kúrdum og hvort fulltrúi Íslands hafi komið athugasemdum á framfæri á neyðarfundinum. 

Erdogan
Erdogan forseti Tyrklands

Samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins

Framfara- og réttlætisflokkur Tyrklands er við völd í landinu, en um er að ræða samstarfsflokk Sjálfstæðisflokksins í Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna (AECR). Eins og Stundin greindi frá í júní er Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður AECR, og með honum í stjórn situr meðal annars fulltrúi frá tyrkneska stjórnarflokknum.

Flokkurinn, og ekki síður Recep Tayyip Erdogan, forseti og fyrrum forsætisráðherra Tyrklands, hafa sætt harðri gagnrýni vegna forræðishyggju, þjösnalegra aðgerða gegn blaðamönnum og mótmælendum og lokun á samfélagsmiðlunum Twitter og Youtube. Ofan á allt þetta bætist harkan gagnvart Kúrdum. 

Kúrdar í fremstu víglínu

„Hermenn Kúrda eru smám saman að ná yfirlýstum markmiðum Obama-stjórnarinnar, um að berja niður og ganga milli bols og höfuðs á ISIS, jafn vel og jafnvel betur en nokkur annar her,“ skrifar blaðamaðurinn Lee Fang á miðlinum The Intercept.

Þá bendir hann á, líkt og rithöfundurinn David Graeber hefur áður gert, að Kúrdum í norðurhluta Sýrlands hefur tekist að koma á fót samfélagsgerð þar sem menn og konur, kristnir, jatsítar og múslimar lifa saman í sátt og samlyndi á grundvelli þátttöku- og samræðulýðræðis. Nú sé hætt við því að þessi árangur verði að engu vegna yfirgangs tyrkneskra stjórnvalda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið gegn ISIS

Sýrlensk börn reyna að koma í veg fyrir loftárásir með því að kveikja í dekkjum
FréttirStríðið gegn ISIS

Sýr­lensk börn reyna að koma í veg fyr­ir loft­árás­ir með því að kveikja í dekkj­um

Síð­an borg­ara­styrj­öld­in í Sýr­landi hófst ár­ið 2011 hafa allt að 470 þús­und manns lát­ið líf­ið og 4 millj­ón­ir flótta­manna hafa flú­ið stríðs­átök­in í land­inu. Loft­árás­ir hafa ver­ið dag­legt brauð und­an­far­in miss­eri fyr­ir marga íbúa lands­ins, en börn­in í borg­inni Al­eppo hafa nú tek­ið upp á því að brenna bíldekk til þess að koma í veg fyr­ir að sprengj­um sé sleppt á borg­ina.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár