Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Minnst 85 óbreyttir borgarar látnir vegna mistaka bandarísks flugmanns

Mis­tök flug­manns banda­ríska hers­ins urðu til þess að í það minnsta 85 mann­eskj­ur lét­ust í loft­árás í þorp­inu Tok­h­ar í Sýr­landi. Í yf­ir­lýs­ingu hers­ins segj­ast þeir reyna allt til „þess að forð­ast eða minnka eft­ir bestu getu lát óbreyttra borg­ara.“

Minnst 85 óbreyttir borgarar látnir vegna mistaka bandarísks flugmanns
Saklaus fórnarlömb. Maður heldur á látnu barni eftir mistök við loftárásir á höfuðborg Sýrlands, Aleppo.

Í það minnsta 85 óbreyttir borgarar, þar af 12 börn, létust eftir loftárás bandaríska hersins í norður Sýrlandi, segja eftirlitsaðilar. Átta fjölskyldur létu allar lífið í þorpinu Tokhar, nálægt Manbij í fyrradag, en þorpið er á yfirráðasvæði íslamska ríkisins. Eru þetta mannskæðustu árásir á óbreytta borgara í landinu síðan aðgerðir hófust.

Stofnun Sýrlenska réttlætisins, sem hefur höfuðstöðvar í Tyrklandi, sagðist óttast að tala látinna gæti verið mun hærri, þar sem björgunasveitarfólk væri enn að finna látna á svæðinu. Myndir af staðnum eru sagðar sýna fjölmörg börn enn grafin í rústunum.

Reyna að minnka lát óbreyttra borgara

Bandaríski herinn staðfesti að hann stundaði loftárásir á svæðinu og sagðist vera að rannsaka yfirlýsingar um lát óbreyttra borgara. „Ef  upplýsingar koma fram sem styðja þessar ásakanir munum við taka ákvörðun um viðeigandi aðgerðir,“ sagði í yfirlýsingu hersins. Þar var því bætt við að herinn „gerði allt sem hann gæti við miðunarferlið til þess að forðast eða minnka eftir bestu getu lát óbreyttra borgara.“

Eftirlit með mannréttindum í Sýrlandi, annar eftirlitshópur sem hefur aðsetur í Bretlandi, segir loftárásirnar hafa verið gerðar vegna þess að flugmaður taldi borgarana vera vígamenn íslamska ríkisins. Bendir hópurinn einnig á aðra loftárás síðasta sunnudag, þar sem sex óbreyttir borgara létust í Manbij, „þar á meðal kona með fjögur börnin sín og gamall maður.“

Mikið hefur verið barist í Manbij og þorpunum í hring síðustu vikur. Eru loftárásir bandamanna liður í því að hjálpa kúrdískum hermönnum að ná aftur borginni úr höndum ISIS, sem hafa haft hana á valdi sínu síðan 2014.

Frétt Washington Post um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið gegn ISIS

Sýrlensk börn reyna að koma í veg fyrir loftárásir með því að kveikja í dekkjum
FréttirStríðið gegn ISIS

Sýr­lensk börn reyna að koma í veg fyr­ir loft­árás­ir með því að kveikja í dekkj­um

Síð­an borg­ara­styrj­öld­in í Sýr­landi hófst ár­ið 2011 hafa allt að 470 þús­und manns lát­ið líf­ið og 4 millj­ón­ir flótta­manna hafa flú­ið stríðs­átök­in í land­inu. Loft­árás­ir hafa ver­ið dag­legt brauð und­an­far­in miss­eri fyr­ir marga íbúa lands­ins, en börn­in í borg­inni Al­eppo hafa nú tek­ið upp á því að brenna bíldekk til þess að koma í veg fyr­ir að sprengj­um sé sleppt á borg­ina.
Kemst ítrekað undan drónaárásum: Takið mig af „dauðalistanum“
Erlent

Kemst ít­rek­að und­an dróna­árás­um: Tak­ið mig af „dauðalist­an­um“

Pak­ist­ani sem starf­að hef­ur með frið­ar­sam­tök­um í heima­land­inu biðl­ar til banda­rískra og breskra yf­ir­valda um að taka hann af „dauðalist­an­um“. Seg­ist þeg­ar hafa kom­ist und­an fjór­um dróna­árás­um. Sak­laus­ir borg­ar­ar og börn eru oft­ar en ekki á með­al fórn­ar­lamba slíkra árása. Fyrr­ver­andi drón­a­stýri­menn gagn­rýna dróna­hern­að­inn og segja hann vatn á myllu öfga­manna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár