Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Frans páfi: Kapítalismi er „hryðjuverk gegn mannkyninu öllu“

Frans páfi seg­ir efna­hag heims­ins hafa í há­veg­um guð pen­ing­anna en ekki mann­eskj­una. Jafn­framt sagði hann um átök­in í Mið-Aust­ur­lönd­um: „Þetta er stríð fyr­ir pen­inga. Þetta er stríð um nátt­úru­auð­lind­ir. Þetta er stríð um yf­ir­ráð yf­ir fólki.“

Frans páfi: Kapítalismi er „hryðjuverk gegn mannkyninu öllu“
Frans páfi hefur verið mun róttækari en flestir forverar hans í embætti.

Frans páfi kom fréttamönnum á óvart í flugi milli Kraká og Vatíkansins seint á sunnudag þegar hann kenndi „guði peninganna“ um ofbeldi öfgamanna í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Sagði hann að vægðarlaus heimsmarkaðurinn leiddi til þess að afvegleitt fólk tæki upp á ofbeldi.

„Hryðjuverk verða til þar sem ekkert annað er möguleiki og þannig mun það verða á meðan efnahagur heimsins hefur í hávegum guð peninganna en ekki manneskjuna,“ sagði páfinn við fréttamenn, samkvæmt Wall Street Journal. „Þetta eru bókstafstrúar hryðjuverk og þau beinast gegn mannkyninu öllu.“

Ummælin voru hluti af svari páfa við spurningu fréttamanns um það hvort tengsl væru á milli íslam og hryðjuverka, með tilliti til árásar múslímskra öfgamanna á prest í Frakklandi í síðustu viku.

„Það er ekki rétt og ekki sanngjarnt að segja að Íslam snúist um hryðjuverk.“

„Ég spyr sjálfan mig hversu margar ungar manneskjur við evrópubúar höfum skilið eftir hugsjónasnauðar og atvinnulausar. Þær snúa sér þá að eiturlyfjum og áfengi eða skrá sig í ISIS,“ sagði hann við fréttamenn.

Sagði hann að engin trúarbrögð hefðu hefðu einkarétt á ofbeldi. Sagði hann að umræður hans við hina ýmsu trúarleiðtoga sýndu fram á að múslimar vildu frið og samræður. „Það er ekki rétt og ekki sanngjarnt að segja að íslam snúist um hryðjuverk.“ Hann tók einnig fram að engin trúarbrögð ættu ein ofbeldisfulla fylgjendur. „Ef ég tala um íslamskt ofbeldi þá ætti ég að tala um kaþólskt ofbeldi. Það eru ekki allir múslimar ofbeldisfullir og ekki allir kaþólikkar eru ofbeldisfullir.“ Hann afskrifaði einnig ISIS sem „lítinn hóp öfgafólks“ sem væri ekki einkennandi fyrir íslam sem heild.

„Það er hægt að drepa með tungunni jafn auðveldlega og með hnífnum.“

„Í nánast öllum trúarbrögðum er alltaf lítill hópur af bókstafstrúarfólki,“ jafnvel í kaþólsku kirkjunni, sagði páfinn, þó hóparnir beittu ekki alltaf líkamlegu ofbeldi. „Það er hægt að drepa með tungunni jafn auðveldlega og með hnífnum.“

Ummælin höggva í sama knérunn og þau sem páfinn lét hafa eftir sér síðasta miðvikudag, þegar Frans sagði að átökin í Mið-Austurlöndum væru stríð vegna efnahagslegra og pólitískra hagsmuna en ekki trúarbragða eða hinna svokölluðu „íslömsku hryðjuverka.“

„Þetta er stríð fyrir peninga“

„Þetta er stríð fyrir peninga,“ sagði hann á miðvikudaginn. „Þetta er stríð um náttúruauðlindir. Þetta er stríð um yfirráð yfir fólki. Einhver gæti haldið að ég væri að tala um trúarleg stríð. Nei. Öll trúarbrögð vilja frið; það er hitt fólkið sem vill stríð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið gegn ISIS

Sýrlensk börn reyna að koma í veg fyrir loftárásir með því að kveikja í dekkjum
FréttirStríðið gegn ISIS

Sýr­lensk börn reyna að koma í veg fyr­ir loft­árás­ir með því að kveikja í dekkj­um

Síð­an borg­ara­styrj­öld­in í Sýr­landi hófst ár­ið 2011 hafa allt að 470 þús­und manns lát­ið líf­ið og 4 millj­ón­ir flótta­manna hafa flú­ið stríðs­átök­in í land­inu. Loft­árás­ir hafa ver­ið dag­legt brauð und­an­far­in miss­eri fyr­ir marga íbúa lands­ins, en börn­in í borg­inni Al­eppo hafa nú tek­ið upp á því að brenna bíldekk til þess að koma í veg fyr­ir að sprengj­um sé sleppt á borg­ina.
Kemst ítrekað undan drónaárásum: Takið mig af „dauðalistanum“
Erlent

Kemst ít­rek­að und­an dróna­árás­um: Tak­ið mig af „dauðalist­an­um“

Pak­ist­ani sem starf­að hef­ur með frið­ar­sam­tök­um í heima­land­inu biðl­ar til banda­rískra og breskra yf­ir­valda um að taka hann af „dauðalist­an­um“. Seg­ist þeg­ar hafa kom­ist und­an fjór­um dróna­árás­um. Sak­laus­ir borg­ar­ar og börn eru oft­ar en ekki á með­al fórn­ar­lamba slíkra árása. Fyrr­ver­andi drón­a­stýri­menn gagn­rýna dróna­hern­að­inn og segja hann vatn á myllu öfga­manna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár