Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sýrlensk börn reyna að koma í veg fyrir loftárásir með því að kveikja í dekkjum

Síð­an borg­ara­styrj­öld­in í Sýr­landi hófst ár­ið 2011 hafa allt að 470 þús­und manns lát­ið líf­ið og 4 millj­ón­ir flótta­manna hafa flú­ið stríðs­átök­in í land­inu. Loft­árás­ir hafa ver­ið dag­legt brauð und­an­far­in miss­eri fyr­ir marga íbúa lands­ins, en börn­in í borg­inni Al­eppo hafa nú tek­ið upp á því að brenna bíldekk til þess að koma í veg fyr­ir að sprengj­um sé sleppt á borg­ina.

Sýrlensk börn reyna að koma í veg fyrir loftárásir með því að kveikja í dekkjum
Örþrifaráð Það sem börnin í Aleppo hafa tekið upp á er enginn leikur

Börn Sýrlensku borgarinnar Aleppo hafa tekið upp á því að brenna bíldekk til þess að draga „reyk-tjald“ yfir borgina í tilraun til þess að koma í veg fyrir að flugvélar sleppi sprengjum á svæðinu.

„Litlu hetjurnar“ eins og börnin eru kölluð, eru meðal íbúanna sem brenna dekk í rústum borgarinnar, vegna stöðugra loftárása Sýrlenskra stjórnvalda, Rússneska og Bandaríska hersins sem og uppreisnarmanna í landinu.

Börnin vona að reykurinn hylji borgina nægilega vel til þess að flugvélarnar sem stöðugt sleppa sprengjum á borgina sjái ekki skotmörk sín. Myndir sem birst hafa á samfélagsmiðlum sýna börnin með brennandi hrúgur af dekkjum í bakgrunn. Börnin eru hluti þeirra 300.000 almennra borgara sem enn hafast við í Aleppo, en ástandið þar er verulega alvarlegt. Búist er við því að matarforði svæðisins endist aðeins í nokkrar vikur í viðbót, og aðeins eru 25 læknar eftir í borginni, en síðasti barnalæknirinn lést nú í Maí síðastliðnum.

Teikning af brennandi dekki á rauðum bakgrunni hefur verið deilt víða upp á síðkastið til þess að undirstrika þann gríðarlega vanda sem íbúar Aleppo standa frammi fyrir, en einnig hefur teikning af barni að blása reyk á flugvélar, sem er myndhverfing á barni að blása sápukúlur.

Rami Jarrah, aðgerðarsinni og fréttamaður í Sýrlandi fullyrti að dekkjabruninn virkaði. „Þetta veldur rugling meðal flugmanna og dreifir einnig athygli hermanna sem berjast á jörðu niðri,“ sagði hann í samtali við BBC. „Allir taka þátt til þess að hjálpa andstöðunni en þetta er í rauninni það eina sem börnin geta gert.“

Notendur twitter hafa verið virkir í umræðunni um þetta úrræði og hafa myllumerkin #AngerForAleppo [e. Reiði fyrir Aleppo] og #AleppoUnderSiege [e. Aleppo umsetin] flogið hátt. „Þau eru hetjur“ sagði einn notandi, á meðan annar bætti því við að þarna væri „loftvarnarsveitin mætt á vakt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið gegn ISIS

Kemst ítrekað undan drónaárásum: Takið mig af „dauðalistanum“
Erlent

Kemst ít­rek­að und­an dróna­árás­um: Tak­ið mig af „dauðalist­an­um“

Pak­ist­ani sem starf­að hef­ur með frið­ar­sam­tök­um í heima­land­inu biðl­ar til banda­rískra og breskra yf­ir­valda um að taka hann af „dauðalist­an­um“. Seg­ist þeg­ar hafa kom­ist und­an fjór­um dróna­árás­um. Sak­laus­ir borg­ar­ar og börn eru oft­ar en ekki á með­al fórn­ar­lamba slíkra árása. Fyrr­ver­andi drón­a­stýri­menn gagn­rýna dróna­hern­að­inn og segja hann vatn á myllu öfga­manna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár