Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sýrlensk börn reyna að koma í veg fyrir loftárásir með því að kveikja í dekkjum

Síð­an borg­ara­styrj­öld­in í Sýr­landi hófst ár­ið 2011 hafa allt að 470 þús­und manns lát­ið líf­ið og 4 millj­ón­ir flótta­manna hafa flú­ið stríðs­átök­in í land­inu. Loft­árás­ir hafa ver­ið dag­legt brauð und­an­far­in miss­eri fyr­ir marga íbúa lands­ins, en börn­in í borg­inni Al­eppo hafa nú tek­ið upp á því að brenna bíldekk til þess að koma í veg fyr­ir að sprengj­um sé sleppt á borg­ina.

Sýrlensk börn reyna að koma í veg fyrir loftárásir með því að kveikja í dekkjum
Örþrifaráð Það sem börnin í Aleppo hafa tekið upp á er enginn leikur

Börn Sýrlensku borgarinnar Aleppo hafa tekið upp á því að brenna bíldekk til þess að draga „reyk-tjald“ yfir borgina í tilraun til þess að koma í veg fyrir að flugvélar sleppi sprengjum á svæðinu.

„Litlu hetjurnar“ eins og börnin eru kölluð, eru meðal íbúanna sem brenna dekk í rústum borgarinnar, vegna stöðugra loftárása Sýrlenskra stjórnvalda, Rússneska og Bandaríska hersins sem og uppreisnarmanna í landinu.

Börnin vona að reykurinn hylji borgina nægilega vel til þess að flugvélarnar sem stöðugt sleppa sprengjum á borgina sjái ekki skotmörk sín. Myndir sem birst hafa á samfélagsmiðlum sýna börnin með brennandi hrúgur af dekkjum í bakgrunn. Börnin eru hluti þeirra 300.000 almennra borgara sem enn hafast við í Aleppo, en ástandið þar er verulega alvarlegt. Búist er við því að matarforði svæðisins endist aðeins í nokkrar vikur í viðbót, og aðeins eru 25 læknar eftir í borginni, en síðasti barnalæknirinn lést nú í Maí síðastliðnum.

Teikning af brennandi dekki á rauðum bakgrunni hefur verið deilt víða upp á síðkastið til þess að undirstrika þann gríðarlega vanda sem íbúar Aleppo standa frammi fyrir, en einnig hefur teikning af barni að blása reyk á flugvélar, sem er myndhverfing á barni að blása sápukúlur.

Rami Jarrah, aðgerðarsinni og fréttamaður í Sýrlandi fullyrti að dekkjabruninn virkaði. „Þetta veldur rugling meðal flugmanna og dreifir einnig athygli hermanna sem berjast á jörðu niðri,“ sagði hann í samtali við BBC. „Allir taka þátt til þess að hjálpa andstöðunni en þetta er í rauninni það eina sem börnin geta gert.“

Notendur twitter hafa verið virkir í umræðunni um þetta úrræði og hafa myllumerkin #AngerForAleppo [e. Reiði fyrir Aleppo] og #AleppoUnderSiege [e. Aleppo umsetin] flogið hátt. „Þau eru hetjur“ sagði einn notandi, á meðan annar bætti því við að þarna væri „loftvarnarsveitin mætt á vakt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið gegn ISIS

Kemst ítrekað undan drónaárásum: Takið mig af „dauðalistanum“
Erlent

Kemst ít­rek­að und­an dróna­árás­um: Tak­ið mig af „dauðalist­an­um“

Pak­ist­ani sem starf­að hef­ur með frið­ar­sam­tök­um í heima­land­inu biðl­ar til banda­rískra og breskra yf­ir­valda um að taka hann af „dauðalist­an­um“. Seg­ist þeg­ar hafa kom­ist und­an fjór­um dróna­árás­um. Sak­laus­ir borg­ar­ar og börn eru oft­ar en ekki á með­al fórn­ar­lamba slíkra árása. Fyrr­ver­andi drón­a­stýri­menn gagn­rýna dróna­hern­að­inn og segja hann vatn á myllu öfga­manna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár