Börn Sýrlensku borgarinnar Aleppo hafa tekið upp á því að brenna bíldekk til þess að draga „reyk-tjald“ yfir borgina í tilraun til þess að koma í veg fyrir að flugvélar sleppi sprengjum á svæðinu.
„Litlu hetjurnar“ eins og börnin eru kölluð, eru meðal íbúanna sem brenna dekk í rústum borgarinnar, vegna stöðugra loftárása Sýrlenskra stjórnvalda, Rússneska og Bandaríska hersins sem og uppreisnarmanna í landinu.
Börnin vona að reykurinn hylji borgina nægilega vel til þess að flugvélarnar sem stöðugt sleppa sprengjum á borgina sjái ekki skotmörk sín. Myndir sem birst hafa á samfélagsmiðlum sýna börnin með brennandi hrúgur af dekkjum í bakgrunn. Börnin eru hluti þeirra 300.000 almennra borgara sem enn hafast við í Aleppo, en ástandið þar er verulega alvarlegt. Búist er við því að matarforði svæðisins endist aðeins í nokkrar vikur í viðbót, og aðeins eru 25 læknar eftir í borginni, en síðasti barnalæknirinn lést nú í Maí síðastliðnum.
Teikning af brennandi dekki á rauðum bakgrunni hefur verið deilt víða upp á síðkastið til þess að undirstrika þann gríðarlega vanda sem íbúar Aleppo standa frammi fyrir, en einnig hefur teikning af barni að blása reyk á flugvélar, sem er myndhverfing á barni að blása sápukúlur.
Rami Jarrah, aðgerðarsinni og fréttamaður í Sýrlandi fullyrti að dekkjabruninn virkaði. „Þetta veldur rugling meðal flugmanna og dreifir einnig athygli hermanna sem berjast á jörðu niðri,“ sagði hann í samtali við BBC. „Allir taka þátt til þess að hjálpa andstöðunni en þetta er í rauninni það eina sem börnin geta gert.“
Notendur twitter hafa verið virkir í umræðunni um þetta úrræði og hafa myllumerkin #AngerForAleppo [e. Reiði fyrir Aleppo] og #AleppoUnderSiege [e. Aleppo umsetin] flogið hátt. „Þau eru hetjur“ sagði einn notandi, á meðan annar bætti því við að þarna væri „loftvarnarsveitin mætt á vakt.“
Athugasemdir