Segir Íslendinga hafða að háði og spotti og fjölmiðla notaða til að dreifa falsupplýsingum hér á landi
Sendiherra Úkraínu segir að íslenska þjóðin sé höfð að athlægi með birtingu greinar rússneska sendiherrans í Morgunblaðinu í síðustu viku. Hún skorar á Morgunblaðið að forðast það að vera í vitorði með Rússum.
ErlentÚkraínustríðið
Kjarnorkuvá og orkuskortur
Gamlar ógnir í nýrri mynd blasa við heimsbyggðinni. Vladimir Pútín hótar notkun kjarnorkuvopna og dregur í land á víxl. Ríkin við Persaflóa hjálpuðu Rússum að framkalla orkuskort.
ErlentÁ vettvangi í Úkraínu
Saga um vegalaust fólk innan eigin lands: „Ég verð að byrja frá grunni, aftur“
Saga úkraínskrar konu sem neyddist tvívegis til að leggja á flótta til að bjarga lífi sínu vegna hernáms Rússa.
ErlentÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
Erlent
Dauðinn situr á atómbombu
„Ég er orðinn dauðinn sjálfur, sá sem eyðir veröldum,“ sagði J. Robert Oppenheimer, sem oft er nefndur faðir atómsprengjunnar, þegar hann sá fyrstu tilraunina. Ekkert ríki í heiminum býr yfir jafn mörgum kjarnaoddum og Rússar.
ErlentÚkraínustríðið
Hilmar Þór Hilmarsson
Framtíð Úkraínu og staða Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna í ESB og NATO
Stríð í Úkraínu vekur spurningar um stöðu landsins í Evrópu og stækkun NATO. Fyrir stríð vildi Úkraína bæði í ESB og NATO, en hvorug stofnunin var tilbúin að tímasetja líklega aðild. Nú er spurning um hvað stjórnvöld í Úkraínu eru tilbúin að semja. Of mikla eftirgjöf við Rússa mætti ekki aðeins túlka sem ósigur Úkraínu heldur líka ósigur Bandaríkjanna.
ErlentÚkraínustríðið
2
Pútín hótar: „Ég vil að allir viti það“
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segist hafa tekið ákvörðun um að nota „leiftursnöggt“ viðbragð ef einhver utanaðkomandi grípur inn í atburðina í Úkraínu.
ErlentÚkraínustríðið
3
Rússar afhjúpa áform um að taka yfir stóran hluta Úkraínu og stefna á Moldóvu
Í fyrsta sinn hafa rússnesk yfirvöld gefið til kynna að tilgangurinn með „sérstakri hernaðaraðgerð“ sé í reynd að yfirtaka suðurhluta Úkraínu allt að þriðja ríkinu Moldóvu, þar sem rússneskumælandi aðskilnaðarsinnar eru.
ErlentÚkraínustríðið
3
„Það var ekki lengur öruggt fyrir mig í Rússlandi“
María Guindess flúði til Íslands frá Rússlandi í mars. Hún segir frá því hvernig Vladimir Pútín hefur hert að réttindum landsmanna og knúið fram stuðning við innrásina í Úkraínu. Foreldrar hennar hafa breyst og sjálf leið hún fyrir spillingu og mannrétindabrot eftir að hafa kært kynferðisbrot.
ErlentÚkraínustríðið
2
Hryllingurinn í Bucha sem Rússar segja sviðsettan
Borgarstjórinn í Bucha segir að Rússum verði aldrei fyrirgefið. Lík lágu á götum borgarinnar og í fjöldagröf nærri kirkju bæjarins. Rússar hneykslast og segja voðaverkin sviðsett. Myndir af aðstæðum í Bucha sem fylgja fréttinni geta vakið óhug.
Erlent
4
Hilmar Þór Hilmarsson
Getur Evrópa treyst á Bandaríkin í öryggismálum í framtíðinni?
Fyrr eða síðar mun vaxandi efnahagsstyrkur Kína breytast í hernaðarstyrk, segir Hilmar Þór Hilmarsson prófessor, sem efast um að Evrópa geti treyst á Bandaríkin til lengri tíma.
ErlentÚkraínustríðið
2
Valur Gunnarsson
Endalok stórveldisdrauma Rússa
Rússland er pappírsbjörn, segir Valur Gunnarsson.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.