Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Hungrað fólk berst við að fá matargjafir

„Svelt­i­stríð­ið“ á Gasa­svæð­inu held­ur áfram. Ísra­elsk­ir ráð­herr­ar boða þjóð­flutn­inga Palestínu­manna.

Hungrað fólk berst við að fá matargjafir
Khan Younis Hungrið sverfur að en börn eiga erfitt með að nálgast matargjafirnar, sem hér eru veittar í borginni Khan Yunis, sunnarlega á Gasasvæðinu. Mynd: AFP

Troðningur myndaðist meðal glorsoltinna Gaza-búa í Khan Yunis í dag þegar gefnir voru matarskammtar.

Ríkisstjórn Benjamíns Netanyahus í Ísrael hefur ákveðið að taka yfir Gasaströndina. Fjármálaráðherra Ísraels, Bazalel Smotrich, sagði í dag á ráðstefnu um landnemabyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, svæði Palestínumanna, að Gasa-svæðið yrði „gjöreyðilagt“. Um tvær milljónir manna búa þar, en rúmlega 50 þúsund látist í árásum Ísraela síðasta eina og hálfa árið.

„Innan árs munum við geta lýst yfir sigri á Gasa,“ sagði hann. „Gasa verður gjöreyðilagt, borgarar verða fluttir til suðurs á mannúðarsvæði án Hamas eða hryðjuverka. Þaðan geta þau flykkst til annarra landa,“ sagði hann.

Yfirlýsingar fjármálaráðherrans endurspegla ekki endilega stefnu ríkisstjórnarinnar í heild. Stefna ríkisstjórnar Netanyahus er hins vegar að taka yfir Gasasvæðið og halda því um óákveðinn tíma. Forsætisráðherrann hélt því fram í gær að aðgerðin yrði kraftmikil og að Palestínumenn yrðu fluttir á suðurhluta Gasasvæðisins „til að gæta öryggis þeirra“.

Gasa í …
Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þessi grimmd er svo stjórnlaus, það virðast ekki vera nein takmörk á illskunni. Þetta er spírall sem verður ekki stoppaður og endar með því að Ísraelar verða farnir að beita hvern annan sama ofbeldi einn daginn.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár