Vinirnir og einræðisherrarnir Pútín og Xi boða breytt valdajafnvægi heimsins
Klofningur heimsins milli lýðræðisríkja og einræðisríkja tók á sig skýrari mynd í dag eftir „vingjarnlegan“ fund Xi Jinpings Kínaforseta og Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta. Ríkin lýsa yfir auknu samstarfi og samstöðu, vináttu sem ekkert geti breytt.
PistillKjaradeila Eflingar og SA
9
Jón Trausti Reynisson
Samtök arðgreiðslulífsins
Samtök atvinnulífsins og fólkið í Eflingu tala sitt hvort tungumálið og lifa í mismunandi hugarheimum. Kjaradeilan er prófsteinn á nýja, íslenska samfélagsmódelið.
Fólkið sem efldi Strætó, lækkaði skatta og lagaði loftslagið
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir boðuðu háleita og skynsamlega stefnu í mikilvægasta máli samtímans fyrir kosningar. Það sem gerðist næst kom á óvart.
Leiðari
4
Jón Trausti Reynisson
Að fylgja reglum annarra landa
Afstæðishyggja er notuð til að réttlæta mannréttindabrot, innrásir og alræði. Framtíð Íslendinga veltur á úrslitunum í yfirstandandi heimsstyrjöld gildismats.
Pistill
Jón Trausti Reynisson
Takk fyrir, transfólk
Við stöndum í beinni þakkarskuld við kynsegin fólk.
ÚttektFjárlagafrumvarp 2023
Hærri skattur á vistvæna bíla er helsta breytingin í nýjum fjárlögum stjórnarinnar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir sagðist „setja loftslagsmál í forgang“ en mesta breytingin á skattheimtu í nýju fjárlagafrumvarpi er skattahækkun á vistvæna bíla. Á þessu ári hafa verið fluttir inn örlítið fleiri dísilbílar en rafbílar. Framundan eru verulegar skattahækkanir á rafbíla.
FréttirFjárlagafrumvarp 2023
Hækka skatt á áfengi í fríhöfninni
„Tollurinn“ í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli hækkar verulega í verði á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar.
Viðtal
12
Kristrún boðar samstöðustjórnmál
Hvorki Evrópusambandið né ný stjórnarskrá eru forgangsmál í nýrri kjarnastefnu sem Kristrún Frostadóttir vinnur að sem formannsframbjóðandi í Samfylkingunni. Hún leitar til landsbyggðarinnar og vill að fólk með háar tekjur sjái hag sinn í að kjósa Samfylkinguna. Hún segir að sér hafi brugðið þegar umfjöllun um hana hófst fyrir síðustu kosningar.
Leiðari
1
Jón Trausti Reynisson
Milljarðar milliliðanna
Mitt í verðbólgu og vaxtaáþján græða matvörukeðjur og bankar sem aldrei fyrr og sýna okkur að þau eru ekki á sama báti og við hin.
Fréttir
1
Boða verðlækkun í baráttu gegn verðbólgu en höfðu hækkað meira en hinir
Verslanakeðjan Samkaup, sem rekur Nettó, Krambúðina og Kjörbúðina, segist lækka verð á 400 vörum um 10% frá ársbyrjun til að berjast gegn verðbólgu. Samkaup sendi bréf á birgja og framleiðendur með beiðni um samstarf „án nokkurra undirtekta“. Áður höfðu verslanir Samkaupa hins vegar hækkað verð umfram samkeppnisaðila.
Fréttir
„Þetta fólk er fórnarlömb verðbólgunnar“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vaxtahækkanir koma til af góðu. „Þetta er að ganga miklu betur hjá okkur,“ segir hann. „Vísbendingar um að hagkerfið sé að ofhitna”, segir aðalhagfræðingur bankans. „Þetta fólk er fórnarlömb verðbólgunnar,“ segir Ásgeir.
Fréttir
Verðbólga versnar og vextir hækkaðir um 0,75% í dag
Verðbólga og hagvöxtur aukast, samkvæmt nýrri yfirlýsingu peningastefnunefnd Seðlabankans. Hækkun meginvaxta Seðlabankans leiðir af sér tugþúsunda hækkun á greiðslum af dæmigerðu óverðtryggðu húsnæðisláni.
Fréttir
1
Börn hjónanna á Blönduósi þakka stuðninginn en biðja um frið
Fjögur börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduósi senda frá sér yfirlýsingu með skilaboð um þakklæti og beiðni um svigrúm til að takast á við aðstæðurnar.
ÚttektHátekjulistinn 2022
Tekjulistar gefa villandi mynd af frægum og ríkum
Hefðbundin tekjublöð sneiða hjá fjármagnstekjum, sem eru stór hluti tekna eignamesta fólks landsins, og birta ekki allar tekjur þjóðþekktra listamanna.
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
2
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.