Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Prófkjörsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill banna mótmæli og hlera alla múslima

Fram­bjóð­andi í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Sindri Ein­ars­son, er með mjög rót­tæk­ar hug­mynd­ir um hvernig skal efla þjóðarör­yggi Ís­lend­inga, með­al ann­ars með því að banna fjöl­menn mót­mæli, sýni­legri vík­inga­sveit og hler­un allra múslima.

Prófkjörsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill banna mótmæli og hlera alla múslima
Víkingasveitin á samkvæmt Sindra að vera sýnileg á öllum stöðum þar sem fjöldi fólks kemur saman. Mynd: Pressphotos.biz

Sindri Einarsson, sem er í framboði til 5. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vill stofna leyniþjónustu á Íslandi, hlusta á samskipti allra múslima, banna fjölmenn mótmæli og að víkingasveit lögreglunnar sé sýnileg á öllum stöðum þar sem fjöldi manna kemur saman.

Þessar hugleiðingar skrifar Sindri í grein í Morgunblaðinu síðasta laugardag. Ber hún heitið „Örfá orð um þjóðaröryggi og úrbætur í þjóðaröryggismálum.“ Segir Sindri Íslendinga þurfa að fá erlenda þjálfara til landsins, frá bandarísku alríkislögreglunni, sem og MI5 innanríkisleyniþjónustu Breta, með það að markmiði að stofna hér okkar eigin leyniþjónustu.

„Einnig þarf að hlusta á samskipti múslima (þeirra allra), sérstaklega á stöðum þar sem þeir hafa bænahald.“

Segir hann svo að virkt eftirlit þurfi að hafa með öllu því sem menn birti á netinu. Netið sé aðalráðningakerfi hryðjuverkasamtakanna ISIS. „Einnig þarf að hlusta á samskipti múslima (þeirra allra), sérstaklega á stöðum þar sem þeir hafa bænahald.“

Sindri vill enn fremur að víkingasveit lögreglunnar sé sýnileg á öllum stöðum þar sem fjöldi manna kemur saman. Hann vill svo banna fjölmenn mótmæli og að leyfi þurfi að veita fyrir mótmælum, þannig að lögregla geti tryggt öryggi þeirra sem mótmæla.

„Í sjötta lagi: banna verður fjölmenn mótmæli...“

Tollgæslu er gríðarlega ábótavant, að hans mati. Þarf að tryggja að enginn gámur sleppi í gegn nema hann sé að fullu skoðaður. „Gera þarf þetta vel. Hægt er að byggja leynistað innan gámsins. Í sumum tilfellum er um að ræða styttri gám að innanverðu en sýnist að utanverðu.“ Þar fyrir utan vill hann láta skoða alla bíla og búslóðaflutninga til landsins og herða verulega refsingar fyrir vopnasmygl. „Vissulega er hér rætt um hugsanlega skerðingu á ákveðnu frelsi en við getum ekki tekið sénsinn á að vopn komi hingað til lands.“

Á facebook síðu framboðs Sindra eru ófáar færslur þar sem varað er við uppgangi múslima og ríkisstjórnin er hvött til þess að „hunsa mótmæli þeirra er mótmæltu við austurvöll og sleppa kosningunum í haust.“ Þar segir Sindri einnig um Sjálfstæðisflokkinn:

„Minn flokkur er sjálfstæðisflokkurinn flokkur allra stétta. Þar sem allir eru velkomnir. Við erum til í að hlusta á mismunandi sjónarmið. Skoða málefni vel.Einnig erum við alltaf til í að bæta við fjölda okkar. Við erum stærsta stjórnmálaafl á landinu enda tökum við tillit til allra og útskúfum engan.“

Örfá orð
Örfá orð Greinin eftir Sindra Einarsson

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið gegn ISIS

Sýrlensk börn reyna að koma í veg fyrir loftárásir með því að kveikja í dekkjum
FréttirStríðið gegn ISIS

Sýr­lensk börn reyna að koma í veg fyr­ir loft­árás­ir með því að kveikja í dekkj­um

Síð­an borg­ara­styrj­öld­in í Sýr­landi hófst ár­ið 2011 hafa allt að 470 þús­und manns lát­ið líf­ið og 4 millj­ón­ir flótta­manna hafa flú­ið stríðs­átök­in í land­inu. Loft­árás­ir hafa ver­ið dag­legt brauð und­an­far­in miss­eri fyr­ir marga íbúa lands­ins, en börn­in í borg­inni Al­eppo hafa nú tek­ið upp á því að brenna bíldekk til þess að koma í veg fyr­ir að sprengj­um sé sleppt á borg­ina.
Kemst ítrekað undan drónaárásum: Takið mig af „dauðalistanum“
Erlent

Kemst ít­rek­að und­an dróna­árás­um: Tak­ið mig af „dauðalist­an­um“

Pak­ist­ani sem starf­að hef­ur með frið­ar­sam­tök­um í heima­land­inu biðl­ar til banda­rískra og breskra yf­ir­valda um að taka hann af „dauðalist­an­um“. Seg­ist þeg­ar hafa kom­ist und­an fjór­um dróna­árás­um. Sak­laus­ir borg­ar­ar og börn eru oft­ar en ekki á með­al fórn­ar­lamba slíkra árása. Fyrr­ver­andi drón­a­stýri­menn gagn­rýna dróna­hern­að­inn og segja hann vatn á myllu öfga­manna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár