Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Prófkjörsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill banna mótmæli og hlera alla múslima

Fram­bjóð­andi í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Sindri Ein­ars­son, er með mjög rót­tæk­ar hug­mynd­ir um hvernig skal efla þjóðarör­yggi Ís­lend­inga, með­al ann­ars með því að banna fjöl­menn mót­mæli, sýni­legri vík­inga­sveit og hler­un allra múslima.

Prófkjörsframbjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill banna mótmæli og hlera alla múslima
Víkingasveitin á samkvæmt Sindra að vera sýnileg á öllum stöðum þar sem fjöldi fólks kemur saman. Mynd: Pressphotos.biz

Sindri Einarsson, sem er í framboði til 5. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vill stofna leyniþjónustu á Íslandi, hlusta á samskipti allra múslima, banna fjölmenn mótmæli og að víkingasveit lögreglunnar sé sýnileg á öllum stöðum þar sem fjöldi manna kemur saman.

Þessar hugleiðingar skrifar Sindri í grein í Morgunblaðinu síðasta laugardag. Ber hún heitið „Örfá orð um þjóðaröryggi og úrbætur í þjóðaröryggismálum.“ Segir Sindri Íslendinga þurfa að fá erlenda þjálfara til landsins, frá bandarísku alríkislögreglunni, sem og MI5 innanríkisleyniþjónustu Breta, með það að markmiði að stofna hér okkar eigin leyniþjónustu.

„Einnig þarf að hlusta á samskipti múslima (þeirra allra), sérstaklega á stöðum þar sem þeir hafa bænahald.“

Segir hann svo að virkt eftirlit þurfi að hafa með öllu því sem menn birti á netinu. Netið sé aðalráðningakerfi hryðjuverkasamtakanna ISIS. „Einnig þarf að hlusta á samskipti múslima (þeirra allra), sérstaklega á stöðum þar sem þeir hafa bænahald.“

Sindri vill enn fremur að víkingasveit lögreglunnar sé sýnileg á öllum stöðum þar sem fjöldi manna kemur saman. Hann vill svo banna fjölmenn mótmæli og að leyfi þurfi að veita fyrir mótmælum, þannig að lögregla geti tryggt öryggi þeirra sem mótmæla.

„Í sjötta lagi: banna verður fjölmenn mótmæli...“

Tollgæslu er gríðarlega ábótavant, að hans mati. Þarf að tryggja að enginn gámur sleppi í gegn nema hann sé að fullu skoðaður. „Gera þarf þetta vel. Hægt er að byggja leynistað innan gámsins. Í sumum tilfellum er um að ræða styttri gám að innanverðu en sýnist að utanverðu.“ Þar fyrir utan vill hann láta skoða alla bíla og búslóðaflutninga til landsins og herða verulega refsingar fyrir vopnasmygl. „Vissulega er hér rætt um hugsanlega skerðingu á ákveðnu frelsi en við getum ekki tekið sénsinn á að vopn komi hingað til lands.“

Á facebook síðu framboðs Sindra eru ófáar færslur þar sem varað er við uppgangi múslima og ríkisstjórnin er hvött til þess að „hunsa mótmæli þeirra er mótmæltu við austurvöll og sleppa kosningunum í haust.“ Þar segir Sindri einnig um Sjálfstæðisflokkinn:

„Minn flokkur er sjálfstæðisflokkurinn flokkur allra stétta. Þar sem allir eru velkomnir. Við erum til í að hlusta á mismunandi sjónarmið. Skoða málefni vel.Einnig erum við alltaf til í að bæta við fjölda okkar. Við erum stærsta stjórnmálaafl á landinu enda tökum við tillit til allra og útskúfum engan.“

Örfá orð
Örfá orð Greinin eftir Sindra Einarsson

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stríðið gegn ISIS

Sýrlensk börn reyna að koma í veg fyrir loftárásir með því að kveikja í dekkjum
FréttirStríðið gegn ISIS

Sýr­lensk börn reyna að koma í veg fyr­ir loft­árás­ir með því að kveikja í dekkj­um

Síð­an borg­ara­styrj­öld­in í Sýr­landi hófst ár­ið 2011 hafa allt að 470 þús­und manns lát­ið líf­ið og 4 millj­ón­ir flótta­manna hafa flú­ið stríðs­átök­in í land­inu. Loft­árás­ir hafa ver­ið dag­legt brauð und­an­far­in miss­eri fyr­ir marga íbúa lands­ins, en börn­in í borg­inni Al­eppo hafa nú tek­ið upp á því að brenna bíldekk til þess að koma í veg fyr­ir að sprengj­um sé sleppt á borg­ina.
Kemst ítrekað undan drónaárásum: Takið mig af „dauðalistanum“
Erlent

Kemst ít­rek­að und­an dróna­árás­um: Tak­ið mig af „dauðalist­an­um“

Pak­ist­ani sem starf­að hef­ur með frið­ar­sam­tök­um í heima­land­inu biðl­ar til banda­rískra og breskra yf­ir­valda um að taka hann af „dauðalist­an­um“. Seg­ist þeg­ar hafa kom­ist und­an fjór­um dróna­árás­um. Sak­laus­ir borg­ar­ar og börn eru oft­ar en ekki á með­al fórn­ar­lamba slíkra árása. Fyrr­ver­andi drón­a­stýri­menn gagn­rýna dróna­hern­að­inn og segja hann vatn á myllu öfga­manna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár