Stærstur hluti þjóðverja kennir stefnu Angelu Merkel kanslara um móttöku flóttamanna ekki um nýlegar hryðjuverkaárásir, samkvæmt nýlegri könnun. Íslamskt ríki sagðist standa á bak við báðar árásirnar.
Í könnuninni, sem fyrirtækið Forsa í Berlín stóð fyrir, kom fram að 69 prósent aðspurðra sögðust ekki líta svo á að tengsl væru á milli hryðjuverkanna tveggja í Þýskalandi í síðasta mánuði og þeirrar um það bil milljón flóttamanna sem komið hafa inn í landið síðasta árið.
Flokkur einangrunarsinna eykur fylgi sitt
Þann 24. júlí síðastliðinn sprengdi sýrlenskur flóttamaður sig fyrir utan hátíð í Ansbach. Honum hafði verið neitað um hæli og beið hann brottflutnings úr landinu.
Athugasemdir