Fyrrverandi blaðamaður á Stundinni, MSc. í evrópskri stjórnmálahagfræði og sagnfræði og hefur undanfarna mánuði starfað við ráðgjöf fyrir þingflokk Samfylkingarinnar.
Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingar í komandi þingkosningum, skrifar um að stóreignaskattar séu sanngjörn og hagkvæm leið til að vinna gegn ójöfnuði, afla tekna og hvetja til arðbærra fjárfestinga.
Aðsent
Jóhann Páll Jóhannsson
Hænuskref í stað afgerandi réttarbóta fyrir þolendur
Íslenska réttarkerfið gætir ekki hagsmuna þolenda í kynferðisbrotamálum eins og gert er á Norðurlöndunum og lagabreytingar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra breyta því ekki, segir þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í aðsendri grein.
Aðsent
Jóhann Páll Jóhannsson
Sýndarmennska í loftslagsmálum
„Ísland vill sýna gott fordæmi“. „Með metnaðarfyllri markmið en ESB í loftslagsmálum“. Þetta eru dæmi um fyrirsagnir sem slegið var upp í fjölmiðlum á föstudag þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti að Ísland myndi taka þátt í alþjóðlegri viðleitni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% fyrir árið 2030. Raunin er sú að við erum eftirbátur hinna Norðurlandanna í loftslagsmálum...
Aðsent
Jóhann Páll Jóhannsson
Léleg vísindi, vond gildi – Hunsum áróður lobbýista og hækkum bætur
Um leið og skrúfað er frá ríkiskrananum til að verja hlutafé fyrirtækjaeigenda og borga þeim fyrir að reka starfsfólk ætlast fjármálaráðherra og hagsmunasamtök atvinnurekenda til þess að félagslega kerfinu sé beitt sem svipu á fólkið sem missir vinnuna.
Greining
Villandi skilaboð um aðgerðapakka – Fyrirtæki fá stuðning þótt þau noti skattaskjól
Engin skilyrði í brúarlánalögunum og frumvarpinu um stuðningslán girða fyrir að fyrirtæki sem notfæra sér skattaskjól eða eru með eignarhald á lágskattasvæði fái ríkisstuðning. Þingmaður VG sagði það staðreynd að gerð hefði verið „skýlaus krafa um það af hálfu ríkisins“ að fyrirtæki í skattaskjólum nytu ekki stuðningsins.
GreiningHlutabótaleiðin
Hlutabótalögin voru samin í samráði við SA sem ráðlögðu svo fyrirtækjum að nýta sér óskýrleika þeirra
„Mér datt ekki í hug að einhver héldi að hann gæti sett starfsfólk á hlutabætur en svo sagt viðkomandi starfsmanni upp störfum,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við Stundina. Fyrirtæki hafa reynt að nota lögin til að spara sér kostnað af því að segja upp starfsfólki.
GreiningCovid-19
Ísland í hópi Vestur-Evrópuríkja sem gera minnst til að dempa skellinn
Stundin gerði tölulegan samanburð á umfangi ríkisfjármálaaðgerða nokkurra Evrópuríkja.
PistillCovid-19
Jóhann Páll Jóhannsson
Íslenska leiðin er smælki í samanburði við björgunarpakka nágrannaríkja
Bjarni Benediktsson hefur sagst vilja gera meira en þarf til að bjarga fólki og fyrirtækjum frekar en minna. Þess sjást hins vegar ekki merki í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var síðustu helgi.
FréttirCovid-19
Lengri frestur til greiðslu skatta, ríkisábyrgð á brúarlánum og afnám gjalda
Fjölskyldur fá sérstakan barnabótaauka og liðkað verður fyrir útborgun séreignarsparnaðar upp á allt að 12 milljónir króna.
PistillCovid-19
Jóhann Páll Jóhannsson
Löng og djúp kórónakreppa líklega framundan – nema ríkið komi til bjargar
Ríkið verður að stíga myndarlega inn og viðhalda greiðsluflæði í hagkerfinu til að afstýra allsherjarhruni.
FréttirHlutabótaleiðin
80 prósenta þak bitni verst á þeim tekjulægstu
Umdeilt ákvæði í hlutabótafrumvarpi félagsmálaráðherra kom til sögunnar eftir að frumvarpsdrög höfðu verið kynnt aðilum vinnumarkaðarins. „Fyrir einstakling á lægstu launum þýðir þetta að heildartekjur fyrir skatta fara úr 317.000 í tæplega 254.000 kr.“
FréttirCovid-19
Ekki upplýst um „risapakkann“ á formannafundi
„Það væri auðvitað óskandi að ríkisstjórnin hefði betra samráð, upplýsti okkur áður en farið er með það í fjölmiðla hvað þau hyggjast gera,“ segir Halldóra Mogensen, þingkona Pírata í samtali við Stundina.
PistillCovid-19
Jóhann Páll Jóhannsson
Nauðhyggja um einkafjármögnun
Ríkisstjórnin telur aukna aðkomu einkaaðila að fjármögnun vegaframkvæmda nauðsynlega vegna fjármálareglna laga um opinber fjármál en viðurkennir að „reynslan í Evrópu hefur verið sú að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafa samvinnuverkefni kostað 20–30% meira en verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hefðbundinni aðferð“.
Pistill
Jóhann Páll Jóhannsson
Lélegur brandari Sigurðar Inga
Sigurður Ingi getur ekki ætlast til þess að nokkur maður trúi honum þegar hann stillir sér upp sem alþýðuhetju gegn óréttlátum afleiðingum gjafakvótakerfisins. Það er einmitt vegna stjórnmálamanna eins og hans sem kvóta er úthlutað langt undir markaðsverði ár eftir ár og arðurinn af auðlindunum okkar notaður til að gera hina ríku ríkari.
FréttirBarnaverndarmál
Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
Alvarleg mistök lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og óvenjuleg afskipti þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu af Hafnarfjarðarmálinu urðu til þess að kæra barnaverndarnefndar vegna meintra kynferðisbrota fékk ekki lögmæta meðferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lögregla beið eftir gögnum frá barnavernd sem aldrei komu,“ segir í bréfi sem lögregla sendi ríkissaksóknara vegna málsins.
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál
Sáttanefndin fundaði með Einari Karli
Ríkislögmaður er sonur Hallvarðar Einvarðssonar, eins þeirra sem stjórnuðu rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála á sínum tíma. Hann hitti sáttanefndina og kynnti fyrir henni almennt verklag við ákvörðun bóta á fyrsta fundi hennar þann 12. október 2018 en lýsti sig svo vanhæfan og vék af fundi.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.