Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ekki upplýst um „risapakkann“ á formannafundi

„Það væri auð­vit­að ósk­andi að rík­is­stjórn­in hefði betra sam­ráð, upp­lýsti okk­ur áð­ur en far­ið er með það í fjöl­miðla hvað þau hyggj­ast gera,“ seg­ir Hall­dóra Mo­gensen, þing­kona Pírata í sam­tali við Stund­ina.

Ekki upplýst um „risapakkann“ á formannafundi

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi fengu engar upplýsingar um „risapakka“ ríkisstjórnarinnar sem boðaður hefur verið í fjölmiðlum þegar formenn allra flokka funduðu um stöðu mála vegna Cocid-19 og framhald þingstarfa í dag.

Kjarninn og Mannlíf greindu frá því nú um eftirmiðdaginn að íslensk stjórnvöld ynnu að „risapakka til að bjarga íslensku atvinnulífi“ sem kynntur yrði síðar í vikunni. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar kom þetta fulltrúum stjórnarandstöðuflokka á óvart, enda hafði ekki verið sagt frá því á fundinum að von væri á stórtækum aðgerðum á næstu dögum.

Hefur ríkisstjórnin sætt nokkurri gagnrýni undanfarna sólarhringa fyrir að hafa enn sem komið er gengið miklu skemur en nágrannaríki á borð við Noreg og Danmörku í glímunni við efnahagslegar afleiðingar Covid-19 faraldursins:

„Það væri auðvitað óskandi að ríkisstjórnin hefði betra samráð við okkur í stjórnarandstöðunni,“ segir Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, í samtali við Stundina. „Upplýsti okkur áður en farið er með það í fjölmiðla hvað þau hyggjast gera. Ég hefði haldið að það væri lykillinn að góðu samstarfi.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár