Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lengri frestur til greiðslu skatta, ríkisábyrgð á brúarlánum og afnám gjalda

Fjöl­skyld­ur fá sér­stak­an barna­bóta­auka og liðk­að verð­ur fyr­ir út­borg­un sér­eign­ar­sparn­að­ar upp á allt að 12 millj­ón­ir króna.

Lengri frestur til greiðslu skatta, ríkisábyrgð á brúarlánum og afnám gjalda

Fyrirtæki sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða munu geta fengið frestun á allt að þremur greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds á tímabilinu 1. apríl til 1. desember. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem er frestað verður 15. janúar 2021.

Bankaskatturinn verður lækkaður um helming og Seðlabanki Íslands fær heimild til að veita lánastofnunum ábyrgð, án viðtöku trygginga, til að auðvelda þeim að veita viðbótarlán til fyrirtækja í rekstrarörðugleikum og mun ríkissjóður ábyrgjast skaðleysi Seðlabankans af þeirri ráðstöfun. Ríkissjóður mun undirgangast ábyrgðarskuldbindingar vegna samnings við Seðlabankans um fyrirgreiðslu til að auðvelda viðbótarlán fjármálafyrirtækja til fyrirtækja.

Gistináttagjald fellur niður til ársloka 2021 og ekki verður innheimt tollafgreiðslugjald vegna tollafgreiðslu skipa og flugvéla á sama tímabili. Þá verður greiðslum aðflutningsgjalda frestað til að styrkja lausafjárstöðu innflutningsfyrirtækja.

Þetta er á meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórn Íslands leggur til að ráðist verði í til að auðvelda fyrirtækjum að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins á Íslandi. Blaðamannafundur stendur nú yfir í Hörpu þar sem aðgerðirnar eru kynntar.

Barnafjölskyldur fá aðstoð í formi sérstaks barnabótaauka árið 2020, 40 þúsund með hverju barni fyrir lágtekjufólk og 20 þúsund fyrir heimili þar sem tekjuhærri aðilinn hefur tekjur yfir 11.125.045 krónum. Þá verða almenningi veitt stafræn gjafabréf til að ferðast innanlands þegar faraldurinn hefur gengið yfir.

Þá verður einstaklingum með séreignarsparnað gert kleift að taka út allt að 12 milljónir króna með jöfnum mánaðarlegum greiðslum næstu mánuði. Sveitarfélög fá auknar heimildir til skuldasöfnunar og gjaldendum fasteignaskatta verður heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum til og með 1. desember 2020. Umsvifamiklum innviðafjárfestingum verður flýtt og ráðist í aðgerðir til að auka nýsköpun. Endurgreiðslur vegna viðhaldsvinnu við heimili og frístundahúsnæði verða hækkaðar úr 60% í 100%, úrræðið útvíkkað til heimilisþjónustu og tekin upp ný heimild fyrir þriðja geirann svokallaða, sem nær m.a. til almannaheilla- og íþróttafélaga, til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu fólks við byggingaframkvæmdir á þeirra vegum. 

Hér má lesa kynningarefni stjórnarráðsins um aðgerðirnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár