Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Paradís sem varð að martröð, lífsgleðin eftir áfallið og langþráð forhúðaraðgerð – Viðtöl ársins

Fjöl­mörg áhuga­verð við­töl birt­ust í Heim­ild­inni á ár­inu sem brátt líð­ur und­ir lok. Þar sagði fólk frá ým­ist frá af­drifa­ríkri reynslu, hrif­andi gleði, þung­bærri sorg, eða öllu að fram­an­töldu. Hér er far­ið yf­ir nokk­ur af helstu við­töl­um árs­ins.

Paradís sem varð að martröð, lífsgleðin eftir áfallið og langþráð forhúðaraðgerð – Viðtöl ársins
Brot af þeim fjölmörgu sem veittu Heimildinni viðtal á árinu sem er að líða. Mynd: Heimildin

„Það var ekki hægt að flýja frá þessu“

Linda ólst upp á heim­ili með dæmd­um barn­aníð­ingi og konu sem var síð­ar dæmd fyr­ir mis­þyrm­ing­ar gagn­vart börn­un­um. Frá því að al­syst­ir henn­ar leit­aði til lög­reglu leið eitt og hálft ár þar til Linda komst í fóst­ur. Á þeim tíma versn­uðu að­stæð­ur á heim­il­inu. Enn lengri tími leið þar til yngri systkini þeirra voru fjar­lægð það­an.

Vanræksla á skyldum kostaði mannslíf

Eftirlifendur snjóflóðsins á Súðavík sem kostaði 14 manneskjur lífið árið 1995 opnuðu sig í áhrifamiklu viðtali við Heimildina um lífsreynsluna og kölluðu eftir endurskoðun á harmleiknum sem þau telja hafa verið fyrirbyggjanlegan. Umfjöllunin leiddi til endurupptöku rannsóknar á málinu í október þegar að eftirlifendur fengu áheyrn 28 árum síðar.

„Ég er mjög prívat persóna“

Egill Helgason seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Hann sagði skilið við Silfrið á árinu og í viðtali við Heimildina rifjaði hann upp eftirminnileg atvik frá ferlinum.  Egill ræddi einnig opinskátt um glímu sína við kvíða og þung­lyndi.

Paradís varð að martröð

Foreldrar níu ára gamallar stúlku með fötlun sögðu frá hryllilegri lífsreynslu vegna kynferðisafbrots starfsmanns sumarbúðanna í Reykjadal á dóttur þeirra og spillingu lögreglurannsóknar um málið af hálfu starfsmanna búðanna.

Leigufélagið Alma stórhækkaði leigu flóttafólks

Leiguhækkanir leigufélagsins Ölmu í janúar, um allt að 114%, komu illa við 16 fjölskyldur úkraínska flóttafólksins í Urriðaholti sem ræddi við Heimildina um erfiðan flótta sinn frá heimalandinu og öryggið sem það fann á Íslandi. Endurnýjað rótleysi vegna óyfirstíganlegra leiguhækkana olli fjölskyldunum miklum áhyggjum.

 „Mér leið skringilega en ég hugsaði bara, ókei“

Katla Sif Æg­is­dótt­ir hlaut gull­verð­laun í 50 metra skriðsundi á Special Olympics í sum­ar. Katla Sif, sem er 23 ára, býr hjá for­eldr­um sín­um en stefn­ir á að fara í sjálf­stæða bú­setu með vin­konu sinni fljót­lega. Henni finnst „dá­lít­ið hræði­legt“ að fóstr­um sé eytt ef lík­ur eru tald­ar á Downs- heil­kenni hjá barn­inu og hef­ur hún upp­lif­að for­dóma á eig­in skinni.

Valdatafl um stöðu útvarpsstjóra kostaði Auðun geðheilsuna

Auðun Georg Ólafsson sagði frá erfiðri lífsreynslu sinni þegar að honum bárust hótanir valdamikilla manna í kjölfar þess að hann sagði upp starfi sínu sem útvarpsstjóri á fyrsta degi. Mótmæli, hótanir og streita kostuðu Auðun geðheilsuna um tíma, en hann segir lífsreynsluna hafa tekið mörg ár að komast yfir.

SJÁ EINNIG

Veiktist alvarlega í kjölfar hótana, smánunar og útskúfunar

Draumurinn um heimili rættist eftir langa glímu við úrræðaleysi yfirvalda

Viðtal Heimildarinnar við Axel Ayari og syni hans tvo, vakti mikla athygli á árinu. Feðgarnir höfðu þá búið í hjólhýsi í fimm mánuði eftir algert úrræðaleysi sem þeir mættu hjá félagsmálayfirvöldum. Draumur drengjanna um heimili rættist svo stuttu síðar í kjölfar umfjöllunarinnar. 

Kenndi börnum stærðfræði en hreinsar nú hótelherbergi þar sem launin rétt svo duga

Stærðfræðikennari frá Úkraínu, Yuliia Ye­dynak, var við störf sem hótelþerna Íslandshótela og var í hringamiðju verkfalla Eflingar á árinu. Yuliia lýsti því hvernig laun hennar rétt svo nægðu fyrir leigu og mat þrátt fyrir að vinna 160 klukkutíma á mánuði.

„Þetta er uppspuni, lygi. Þetta er byggt á hatri, engu öðru“

Veiga Grétarsdóttir opnaði sig um niðurlægjandi upplifun sína í sundferð sinni í Grafarvogslaug. Orðrómar höfðu farið sem eldur í sinu um fjölmiðla þar sem staðhæft var að transkona með typpi hefði berað sig fyrir framan börn í sundlaug Grafarvogs. Veiga steig fram til þess að leiðrétta þær rangfærslur og sagði frá því sem raunverulega gerðist.

„Á maður að halda áfram eða á maður að gera eitthvað annað?“

Gyrð­ir Elías­son opnaði sig um einsemdina sem hefur verið honum drif­kraft­ur í list­sköp­un­inni í 40 ár en hann seg­ir að jafn­væg­ið milli henn­ar og al­gerr­ar ein­angr­un­ar sé vand­með­far­ið. Sjálf­ur glími hann við krón­ískt þung­lyndi sem sjá megi sem viss­an þráð gegn­um öll hans verk.

„Ég var ekki orðin fertug en mér leið eins og gamalli konu“

Meðvirkni og sálræn áföll aðstandenda alkóhólista eru ekki síður skemmandi en fíknisjúkdómurinn sjálfur, en heilar fjölskyldur verða fyrir djúpstæðum áhrifum eins og Helga Óskarsdóttir sagði frá í opinskáu viðtali. 

Kristján er „alltaf einmana“

Einmanaleika hefur verið lýst sem faraldri víða um heim og í Bretlandi hefur hann náð slíkum tökum á samfélaginu að skipaður hefur verið sérstakur ráðherra einmanaleika. Hugtakið einmana dauði hefur verið notað til að lýsa andlátum fólks sem deyr eitt án þess að nokkur verði þess var svo dögum eða vikum skiptir. Í Hátúni 10 lýsa íbúar hvernig þeir takast á við einmanaleikann og fagfólk á ýmsum sviðum segir frá því því hvernig er að koma að einmana dauða í störfum sínum.

„Ég grét og spurði af hverju hún hefði gert þetta, af hverju hún vildi deyja frá okkur“

Emma Lind Þórs­dótt­ir var sjö ára þeg­ar sjúkra­bíll var kall­að­ur að heim­il­inu og móð­ir henn­ar var flutt á geð­deild. Seinna heyrði hún sann­leik­ann um sjálf­sk­aða móð­ur sinn­ar. Móð­ir henn­ar hef­ur náð bata, en Emma Lind glím­ir við af­leið­ing­ar fá­tækt­ar og ör­ygg­is­leys­is, tví­tug stelpa sem er stað­ráð­in í að skapa sér betra líf. 

Ísland var mjög framandi fyrir Sayed: „Hvaða land er þetta? Get ég farið þangað?“

Merkileg lífssaga Sayed Khanogli var til umræðu í samtali við Heimildina í sumar. Sayed hefur verið á flótta meirihluta ævinnar en yfirgaf heimaland sitt í Afganistan þegar hann var 14 ára. Eftir fjögurra ára veru á Íslandi talar hann íslensku, útskrifaðist úr Borgarholtsskóla í kvikmyndagerð og dreymir um að gera heimildarmynd um reynslu flóttafólks af því að skapa sér nýtt líf.

 „Ég lifi í hreinni martröð“

Palestínska stúlkan Asil Al Masri varð fyrir því hryllilega áfalli að missa nær alla fjölskyldu sína í loftárásum Ísraelshers á Gasa. Asil og bróðir hennar Suleiman, sem búsettur er á Íslandi, töluðu við Heimildina. Suleiman óskaði þess heitast að fá systur sína til Íslands til sín og varð sú ósk að veruleika þegar að Alþingi veitti Asil ríkisborgararétt 16. desember, en hún er væntanleg til landsins eftir áramót.

„Þetta var alveg vont og það var sjokk að sjá typpið í fyrsta sinn“

Hafliði Pétursson var 16 ára þegar hann fór að velta því fyrir sér hvort hægt væri að laga forhúðina hans. Hún var þröng og olli honum óþægindum í kynlífi og þegar hann pissaði. Hann hafði aldrei heyrt talað um aðgerðir á forhúð en opnaði fartölvuna sína og sló upp á Google: „Þröng forhúð“ og komst að því að hann væri ekki eini maðurinn í heiminum í þessum vandræðum. 

„Ég vissi alveg að ég væri ólétt en hafði ekki hugrekki til að takast á við það“

Jó­dís Skúla­dótt­ir al­þing­is­kona ólst upp með ógæfu­fólki, missti syst­ur úr alkó­hól­isma og horfði upp á hnign­un föð­ur­ins. Hún grét í kodd­ann og missti rödd­ina, hafði ekki hug­rekki til að við­ur­kenna að hún sem var sjálf bara barn var með barni.

„Reyndar er ég bara meira glaður“

Jóhannes Hrefnuson Karlsson sagði frá lífsgleðinni eftir erfið veikindi. Hann fékk streptókokkasýkingu í heila og var í dái í níu daga og glímir við málstol eftir veikindin. Jóhannes er blöðrulistamaður með meiru og einstaklega jákvæður og bjartsýnn þegar hann horfir til framtíðarinnar.

„Ég átti vini sem voru drepnir fyrir skóna sem þeir voru í“

Þrátt fyr­ir að móð­ir Oriönu Das­iru Agu­delo Pinedu og syst­ir henn­ar hafi feng­ið hæli hér á landi fljót­lega eft­ir að þær sóttu um það verð­ur Ori­ana send aft­ur til Venesúela í byrj­un nóv­em­ber, jafn­vel þó að Út­lend­inga­stofn­un telji að hún eigi á hættu að sæta þar illri með­ferð. Ástæð­an fyr­ir því að hún fékk ekki vernd er sú að hún er með tvö­fald­an rík­is­borg­ara­rétt – venesú­elsk­an og kól­umb­ísk­an.

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Uppgjör ársins 2023

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár