Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Líf úkraínsku flóttamannanna í blokk Ölmu: „Ég vona að allt verði í lagi“

Leigu­fé­lag­ið Alma ætl­ar að hækka leig­una hjá úkraínsk­um flótta­mönn­um sem búa í blokk leigu­fé­lags­ins Ölmu í Garða­bæ um allt að 114 pró­sent. Flótta­menn­irn­ir segja all­ir að þeir geti ekki greitt þá leigu sem Alma vill fá en þeir binda von­ir við að Garða­bær veiti þeim fjár­hags­lega að­stoð. Flótta­mönn­un­um líð­ur vel í Urriða­holti og þeir vilja ekki þurfa að flytja.

Í nýbyggðu fjölbýlishúsi í Urriðaholtstræti i Garðabæ búa 16 fjölskyldur frá Úkraínu sem flýðu til Íslands vegna innrásar Rússlands í heimaland þeirra. Leigufélagið Alma á húsið og hafa forsvarsmenn þess tilkynnt úkraínska flóttafólkinu að í byrjun apríl muni leigan á íbúðunum sem það býr í hækka um 83 prósent að meðaltali.

Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar heimsóttu blokkina í Urriðaholtsstræti, bönkuðu upp á hjá Úkraínumönnum og spurðu þá um hækkanirnar á leigunni og líf þeirra á Íslandi í skugga Úkraínustríðsins. Úkraínumennirnir lýsa upplifunum af sprengjuárásum í Úkraínu, bílferð að landamærum Póllands í upphafi stríðsins sem tók þrjá daga þrátt fyrir að vera bara 25 kílómetrar, þátttöku maka og ættingja sinna í stríðinu og að líf þeirra á Íslandi snúist að mestu um að taka einn dag í einu. 

Hingað til hafa fjölskyldurnar í húsinu borgað leigu …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það er góður mælikvarði á heilbrigði samfélags, hvernig er komið fram við þá veikustu og viðkvæmustu. Þetta segir margt um hvernig samfélag við erum.
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Katrín þarf að svara því hvers vegna hún hefur ekkert gert til að koma í veg fyrir gengdarlausar hækkanir á húsaleigu eins og hún lofaði. Slíkt er gert í öðrum löndum.
    Auðvitað er Bjarni á móti slíkum inngripum í frjálsan markað. En Katrín ætti að sjálfsögðu að setja slíkar aðgerðir sem skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi.
    0
  • Til háborinnar skammar! Vonandi er enginn að kaupa vörur frá Ali eða Freyju!
    3
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þessi húsaleiga er vitfirring, ótrúlegar upphæðir .
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Leigufélagið Alma

Leigufélagið Alma vill sækja þriggja milljarða fjármögnun
FréttirLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma vill sækja þriggja millj­arða fjár­mögn­un

Alma leigu­fé­lag held­ur áfram að bjóða fjár­fest­um upp á skulda­bréf og víxla til að fjár­magna fé­lag­ið. Stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, Gunn­ar Þór Gísla­son, hef­ur sagt að snið­ganga líf­eyr­is­sjóða á fé­lag­inu grafi und­an hús­næð­is­mark­aðn­um en Alma hef­ur reynt að fá þá til að fjár­festa í fé­lag­inu. Formað­ur VR. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, er á önd­verð­um meiði og seg­ir líf­eyr­is­sjóð­ina eiga að snið­ganga Ölmu.
Leigufélagið Alma stærir sig af samfélagslegri ábyrgð og segir ávinning hluthafa og almennings fara saman
GreiningLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma stær­ir sig af sam­fé­lags­legri ábyrgð og seg­ir ávinn­ing hlut­hafa og al­menn­ings fara sam­an

Í nýj­um árs­reikn­ingi Leigu­fé­lags­ins Ölmu svar­ar fé­lag­ið fyr­ir leigu­verðs­hækk­an­ir sín­ar. Fé­lag­ið und­ir­strik­ar að það sé sam­fé­lags­lega ábyrgt og rök­styð­ur að hækk­an­ir leigu­verðs séu stund­um bæði eðli­leg­ar og óhjá­kvæmi­leg­ar. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt fyr­ir ok­ur.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Þúsund verðtryggðir leigusamningar skila Ölmu 230 milljónum á mánuði
GreiningLeigufélagið Alma

Þús­und verð­tryggð­ir leigu­samn­ing­ar skila Ölmu 230 millj­ón­um á mán­uði

Leigu­fé­lag­ið Alma hef­ur um eitt þús­und heim­ili til út­leigu til ein­stak­linga. Íbúð­irn­ar eru að­al­lega stað­sett­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesj­um; um 800 íbúð­ir. Í hverj­um mán­uði tikka 220 millj­ón­ir inn í kass­ann vegna þess­ara íbúða, auk þess sem virði þeirra hef­ur vax­ið veru­lega á síð­ustu ár­um. Nær all­ir samn­ing­ar Ölmu við ein­stak­linga eru verð­tryggð­ir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár