Fréttamál

Leigufélagið Alma

Greinar

Leigufélagið Alma vill sækja þriggja milljarða fjármögnun
FréttirLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma vill sækja þriggja millj­arða fjár­mögn­un

Alma leigu­fé­lag held­ur áfram að bjóða fjár­fest­um upp á skulda­bréf og víxla til að fjár­magna fé­lag­ið. Stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, Gunn­ar Þór Gísla­son, hef­ur sagt að snið­ganga líf­eyr­is­sjóða á fé­lag­inu grafi und­an hús­næð­is­mark­aðn­um en Alma hef­ur reynt að fá þá til að fjár­festa í fé­lag­inu. Formað­ur VR. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, er á önd­verð­um meiði og seg­ir líf­eyr­is­sjóð­ina eiga að snið­ganga Ölmu.
Leigufélagið Alma stærir sig af samfélagslegri ábyrgð og segir ávinning hluthafa og almennings fara saman
GreiningLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma stær­ir sig af sam­fé­lags­legri ábyrgð og seg­ir ávinn­ing hlut­hafa og al­menn­ings fara sam­an

Í nýj­um árs­reikn­ingi Leigu­fé­lags­ins Ölmu svar­ar fé­lag­ið fyr­ir leigu­verðs­hækk­an­ir sín­ar. Fé­lag­ið und­ir­strik­ar að það sé sam­fé­lags­lega ábyrgt og rök­styð­ur að hækk­an­ir leigu­verðs séu stund­um bæði eðli­leg­ar og óhjá­kvæmi­leg­ar. Fé­lag­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt fyr­ir ok­ur.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Þúsund verðtryggðir leigusamningar skila Ölmu 230 milljónum á mánuði
GreiningLeigufélagið Alma

Þús­und verð­tryggð­ir leigu­samn­ing­ar skila Ölmu 230 millj­ón­um á mán­uði

Leigu­fé­lag­ið Alma hef­ur um eitt þús­und heim­ili til út­leigu til ein­stak­linga. Íbúð­irn­ar eru að­al­lega stað­sett­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesj­um; um 800 íbúð­ir. Í hverj­um mán­uði tikka 220 millj­ón­ir inn í kass­ann vegna þess­ara íbúða, auk þess sem virði þeirra hef­ur vax­ið veru­lega á síð­ustu ár­um. Nær all­ir samn­ing­ar Ölmu við ein­stak­linga eru verð­tryggð­ir.
„Það sem er mikilvægast er að við erum öll á lífi“
VettvangurLeigufélagið Alma

„Það sem er mik­il­væg­ast er að við er­um öll á lífi“

Úkraínsku flótta­menn­irn­ir Volody­myr Cherniav­skyi og kona hans, Snizh­ana Prozhoha, búa ásamt tveim­ur dætr­um sín­um í íbúð á efstu hæð­inni í blokk leigu­fé­lags­ins Ölmu í Urriða­holts­stræti í Garða­bæ. Fjöl­skyld­an flutti til Ís­lands í mars í fyrra eft­ir að rúss­neski her­inn réðst inn í Úkraínu. Þau flúðu frá Kiev land­leið­ina til borg­ar­inn­ar Lviv í vest­ur­hluta lands­ins og komu sér það­an yf­ir til Pól­lands og svo til Ís­lands. Ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar fékk að fylgj­ast með þeim í leik og starfi í nokk­ur skipti í byrj­un janú­ar og kynn­ast lífi þeirra á Ís­landi.
Líf úkraínsku flóttamannanna í blokk Ölmu: „Ég vona að allt verði í lagi“
VettvangurLeigufélagið Alma

Líf úkraínsku flótta­mann­anna í blokk Ölmu: „Ég vona að allt verði í lagi“

Leigu­fé­lag­ið Alma ætl­ar að hækka leig­una hjá úkraínsk­um flótta­mönn­um sem búa í blokk leigu­fé­lags­ins Ölmu í Garða­bæ um allt að 114 pró­sent. Flótta­menn­irn­ir segja all­ir að þeir geti ekki greitt þá leigu sem Alma vill fá en þeir binda von­ir við að Garða­bær veiti þeim fjár­hags­lega að­stoð. Flótta­mönn­un­um líð­ur vel í Urriða­holti og þeir vilja ekki þurfa að flytja.
Leiguþak mun alltaf stranda á Sjálfstæðisflokknum
GreiningLeigufélagið Alma

Leigu­þak mun alltaf stranda á Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er eini rík­is­stjórn­ar­flokk­ur­inn sem hef­ur ekki opn­að á mögu­leik­ann á leigu­þaki. Um­ræð­an um Ölmu leigu­fé­lag leiddi til þess að Katrín Jak­obs­dótt­ir og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son ræddu þann mögu­leika. Sam­fylk­ing­in og Flokk­ur fólks­ins hafa mælt fyr­ir frum­vörp­um á þingi um að setja leigu­þak en þess­um frum­vörp­um var hafn­að á þingi.
Lífeyrissjóður hefur keypt skuldabréf Ölmu leigufélags fyrir tæpa 3 milljarða
FréttirLeigufélagið Alma

Líf­eyr­is­sjóð­ur hef­ur keypt skulda­bréf Ölmu leigu­fé­lags fyr­ir tæpa 3 millj­arða

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Festa hef­ur bund­ið fé sjóðs­fé­laga sinna í leigu­fé­lag­inu Ölmu sem tals­vert hef­ur ver­ið fjall­að um á síð­ustu vik­um. Fram­kvæmda­stjóri eign­a­stýr­ing­ar Festu seg­ist skilja að ein­hver kunni að fetta fing­ur út í það en að á sama tíma þurfi að vera til leigu­fé­lög. Hann seg­ir að Festa hafi brýnt Ölmu að sýna hóf gagn­vart við­skipta­vin­um sín­um.
Alma frysti leiguna hjá fólki og vísaði til samfélagslegrar ábyrgðar
FréttirLeigufélagið Alma

Alma frysti leig­una hjá fólki og vís­aði til sam­fé­lags­legr­ar ábyrgð­ar

Leigu­fé­lag­ið Alma frysti leig­una hjá leigj­end­um sín­um um mitt ár á grund­velli að­stæðna í sam­fé­lag­inu. Fé­lag­ið sagði að fryst­ing­in gilti út þetta ár. Alma hef­ur nú boð­að stíf­ar hækk­an­ir á nýj­um leigu­samn­ing­um þrátt fyr­ir að að­stæð­ur í sam­fé­lag­inu hafi ekki breyst frá miðju ári.
Leigufélagið Alma hækkar leigu hjá flóttamönnum frá Úkraínu um allt að 114 prósent
FréttirLeigufélagið Alma

Leigu­fé­lag­ið Alma hækk­ar leigu hjá flótta­mönn­um frá Úkraínu um allt að 114 pró­sent

Leigu­fé­lag­ið Alma hef­ur ákveð­ið að hækka leig­una á íbúð­um í Urriða­holts­stræti í Garða­bæ um allt að 100 pró­sent. Í íbúð­un­um búa flótta­menn frá Úkraínu í sex­tán íbúð­um, þar á með­al börn, sem eru að flýja stríð­ið í Úkraínu. Garða­bær hef­ur lof­að Úkraínu­mönn­um að greiða hluta leig­unn­ar fyr­ir þá ef þeir halda áfram að leigja hjá Ölmu. Til­raun­ir til að fá Ölmu til að inn­heimta lægri leigu hjá flótta­mönn­un­um hafa ekki bor­ið ár­ang­ur.

Mest lesið undanfarið ár