Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Þunglyndið sem viss þráður gegnum öll verk Gyrðis

Gyrð­ir Elías­son, skáld og mynd­list­ar­mað­ur, seg­ir að ljóð­ið sé það dýpsta í okk­ur og muni lík­lega ávallt eiga sér sess. Ein­semd­in hef­ur ver­ið Gyrði drif­kraft­ur í list­sköp­un­inni í 40 ár en hann seg­ir að jafn­væg­ið milli henn­ar og al­gerr­ar ein­angr­un­ar sé vand­með­far­ið. Sjálf­ur glími hann við krón­ískt þung­lyndi sem sjá megi sem viss­an þráð gegn­um öll hans verk.

Þunglyndið sem viss þráður gegnum öll verk Gyrðis
Afstaða með náttúrunni gegn „skefjalausri eyðileggingu“ á henni Gyrðir segir að í nýju ljóðabókunum sé hann að taka afstöðu með náttúrunni enda séu lýsingar á náttúru í bókmenntum oft viss friðaryfirlýsing. Mynd/hörður Sveinsson Mynd: Hörður Sveinsson

Gyrðir Elíasson stendur á tímamótum. Hann á fjörutíu ára höfundarafmæli um þessar mundir og undanfarið hefur myndlist átt hug hans að mestu. „Ég ólst upp við myndlist, einsog ég hef víst oft sagt áður. Pabbi var málari og bróðir minn einnig og ég hef verið að færa mig meira inn á þeirra svið núna. Sérstaklega eftir að ég veiktist alvarlega af þunglyndi, um það bil sem þessar nýju ljóðabækur voru að verða til.“

Til stóð að halda sýningu á myndverkum hans í haust, en það frestaðist af óviðráðanlegum ástæðum. Hann segir að í sínum huga sé myndgerðin einsog næsti bær við yrkingar, hann geri ekki mikinn greinarmun á myndlist og ljóðum. Þetta sé sami andinn, og hann hafi hvort sem er alltaf lagt sig að hluta til eftir því að segja í skáldskap sínum það sem í raun og veru sé torvelt að koma orðum yfir. „Við lifum í …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár