Sigraðist á ofbeldi og áföllum og settist á þing

Jó­dís Skúla­dótt­ir al­þing­is­kona ólst upp með ógæfu­fólki, missti syst­ur úr alkó­hól­isma og horfði upp á hnign­un föð­ur­ins. Hún grét í kodd­ann og missti rödd­ina, hafði ekki hug­rekki til að við­ur­kenna að hún sem var sjálf bara barn var með barni.

Fyrstu sex æviárin ólst Jódís Skúladóttir upp við Heklurætur og á óljósar minningar af því þegar fjallið opnaðist árið 1980 og spúði eldi í þrjá daga. Hálfu ári síðar stóð gosið yfir í viku. Því fylgdu miklar drunur og dynkir, hraunstraumar runnu niður hlíðar fjallsins, eitraðar lofttegundir söfnuðust saman í lægðum og lautum og tjón varð á afréttum. Jódís var bara fjögurra ára gamalt barn sem skildi illa hvað væri að gerast og man lítið eftir því. 

Frumkrafturinn í umhverfinu og óviðráðanleg öfl sem tóku allt vald á aðstæðum endurspegluðust hins vegar í heimilishaldinu, þar sem hart var glímt við annars konar krafta. Hún ólst ekki aðeins upp með ógæfumönnum, heldur var hún enn barn að aldri þegar hún missti systur sína af völdum alkóhólisma, faðir hennar féll í fang Bakkusar og sjálf þurfti hún að leita sér meðferðar. Hún lýsir því hvernig var að vera barn í þessum aðstæðum, …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • KEP
  Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
  Svo mögnuð hún Jódís
  1
 • Helga Óskarsdóttir skrifaði
  Flott kona!
  1
 • Axel Axelsson skrifaði
  mér hefur alltaf líkað vel við Jódísi :)
  1
 • Kristbjörn Árnason skrifaði
  Frábær opinberun og upprisa
  1
 • Hildigunnur Svínafell skrifaði
  Gott hjá þér.elsku Jódís,,Gott /Frábært að losa um..Það sem liggur manni á hjarta...Gangi þér VEL í því sem þú ert að gera ,,núna..sem og alltaf....Trúin flytur fjöll..Kv.. Hildigunnur
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár