Lítil stelpa að reyna að bjarga mömmu sinni
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Lítil stelpa að reyna að bjarga mömmu sinni

Emma Lind Þórs­dótt­ir var sjö ára þeg­ar sjúkra­bíll var kall­að­ur að heim­il­inu og móð­ir henn­ar var flutt á geð­deild. Seinna heyrði hún sann­leik­ann um sjálf­sk­aða móð­ur sinn­ar. Móð­ir henn­ar hef­ur náð bata, en Emma Lind glím­ir við af­leið­ing­ar fá­tækt­ar og ör­ygg­is­leys­is, tví­tug stelpa sem er stað­ráð­in í að skapa sér betra líf. Verst er að stund­um virð­ist kerf­ið frek­ar vinna gegn henni en með, seg­ir hún.

Emma Lind Þórsdóttir var sjö ára þegar sjúkrabíll var kallaður að heimilinu. Hún gleymir því aldrei þegar hún kíkti inn í svefnherbergi foreldra sinna og sá hvar móðir hennar sat hágrátandi á gólfinu og allt útatað í blóði. „Pabbi var þarna, móðursystir mín kom og sjúkrabíllinn. Mamma fór með sjúkrabílnum,“ segir Emma Lind, sem man ekki frekar eftir atvikum, en veit þó að móðir sín var í kjölfarið lögð inn á geðdeild. 

Barnshafandi á geðdeild

Móðir hennar, Málfríður Hrund Einarsdóttir, steig fram í Stundinni árið 2017 og lýsti skakkaföllum og brotinni sjálfsmynd, en á seinni meðgöngunni missti hún heilsuna, með þeim afleiðingum að hún endaði barnshafandi á geðdeild. Það var árið 2006, en Emma Lind var þá þriggja ára. Hún hefur því varla þekkt neitt annað en að móðir hennar glími við geðrænar áskoranir og sé á örorku, en í kjölfar veikindanna var hún greind með svo slæma vefjagigt að …

Kjósa
65
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    EG ER INNSKRÁÐ SEM KRISTJANA MAGNÚSDÓTTIR HJÁ YKKUR SAMT FÆ EG ALLTAF UPP BOÐ UM ÞAÐ AÐ INSKRÁ MIG HJÁ YKKUR TIL AÐ GETAÐ HALDIÐ ÁFRAM MEÐ BLAÐIÐ OG EG KEMMST BARA EKKERT LENGRA Á TÖLVUNNI ER MEÐ TÖLVUSAMSUNG GALAXY S7 FE VÆRI NÚ EKKI HÆGT AÐ GERA EITTHVAÐ VIÐ ÞESSU HJÁ MER SVO ALT SE I LAGI ÁFRAM
    0
    • Kristjana Magnusdottir skrifaði
      Sko spjaldtalva s7 fe furugerði1 íbúð 205 simi8310165
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Aðstandendur fólks með geðrænar áskoranir

Skömmin fór með fjölskyldulífið
ViðtalAðstandendur fólks með geðrænar áskoranir

Skömm­in fór með fjöl­skyldu­líf­ið

Sig­ríð­ur Pét­urs­dótt­ir er dótt­ir, móð­ir og fyrr­ver­andi maki ein­stak­linga sem hafa þjáðst af geð­hvarfa­sýki. Eft­ir að hafa lif­að með geðrösk­un­um alla tíð vill hún út­rýma for­dóm­um. Skömm­in get­ur nefni­lega ver­ið lífs­hættu­leg og hindr­að fólk í að sækja sér nauð­syn­lega hjálp, eins og þeg­ar barns­fað­ir henn­ar valdi frek­ar skiln­að en að­stoð. Með rétt­um lyfj­um og stuðn­ingi er samt vel hægt að lifa góðu lífi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár