Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Martröð í paradís fyrir fötluð börn

Í Reykja­dal eru rekn­ar sum­ar­búð­ir fyr­ir fötl­uð börn, þar sem „ekk­ert er ómögu­legt og æv­in­týr­in lát­in ger­ast“. Níu ára stelpa, sem var þar síð­asta sum­ar, lýsti um tíma áhuga á að fara aft­ur, en for­eldr­ar henn­ar voru hik­andi. Það sat í þeim hvernig meint kyn­ferð­is­brot starfs­manns gagn­vart stúlk­unni var með­höndl­að síð­asta sum­ar, ekki síst hvernig lög­reglu­rann­sókn var spillt. Og nú, þeg­ar nær dreg­ur sumri, vill hún ekki leng­ur fara.

Martröð í paradís fyrir fötluð börn

Sumarbúðirnar í Reykjadal eru reknar af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Árlega sækja um 250 einstaklingar á aldrinum 8 til 21 árs þangað og almennt hefur vel verið látið af starfseminni. Í lýsingu á sumarbúðunum segir: „Gleði, jákvæðni og ævintýri lýsa starfseminni í Reykjadal vel. Þar er haft að leiðarljósi að ekkert sé ómögulegt og ævintýrin látin gerast.“ Áhersla sé lögð á að hver og einn njóti sín á eigin forsendum, börnin geti eignast vini og séu fremst á meðal jafningja. Fyrir börn sem standi ekki endilega mjög sterk fyrir félagslega í sínu nærumhverfi sé þetta eins og paradís. Þannig hafði dóttir þeirra Einars Arnar Jónssonar og Höllu Ingibjargar Leonhardsdóttur líka upplifað það. Þar til kom að brottfarardegi. 

Hvað ef, bara þau hefðu farið fyrr

Foreldrar hennar áttu að sækja hana klukkan fjögur. Faðir hennar lýsir því hvað gerðist áður en til þess kom: „Hún var tilbúin um tvöleytið, starfsmaður var …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásta Jensen skrifaði
    Vá þetta er hræðilegt og ég samhryggist þolenda og aðstandendum. Það ætti að loka Reykjadal þar til verkferlar eru komnir í lag. Ég sem foreldri fatlaðs drengs sem fór þarna mánuð eftir atvikið og vissi ekkert um þetta ber umhyggju fyrir ykkur og þessum stað. Takk fyrir að ryðja brautina en sárt afhverju þið þurftuð þess.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár