Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Til skammar fyrir Samherja,“ segir forsætis­ráðherra

Katrínu Jak­obs­dótt­ur var „per­sónu­lega mjög brugð­ið“ yf­ir mútu­máli Sam­herja. Hún legg­ur áherslu á að fram­ferði Sam­herja verði rann­sak­að. Hún treyst­ir Kristjáni Þór Júlí­us­syni sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra þrátt fyr­ir teng­ing­ar hans við fyr­ir­tæk­ið. Katrín seg­ir að skoð­að verði að Vinstri græn skili styrkj­um sem flokk­ur­inn fékk frá Sam­herja.

„Til skammar fyrir Samherja,“ segir forsætis­ráðherra
Segir framferði Samherja minna á framferði nýlenduherra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framferði Samherja í Namibíu vera þeim til skammar. Mynd: Shutterstock

„Gögnin eins og þau eru birt eru mjög sláandi og ef málavextir eru eins og þeir líta út fyrir þá var mér persónulega mjög brugðið. Ef málið er vaxið með þessum hætti þá er það til skammar fyrir Samherja.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í spurð um viðbrögð hennar við uppljóstrunum um mútugreiðslur Samherja í Namibíu.

Katrín segir að málið sé áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf almennt og mjög mikilvægt að málið verði rannsakað ofan í kjölin, rétt eins og hafið sé nú þegar.

-Hyggst þú ganga á eftir því að málið verði rannsakað?

„Við búum auðvitað í réttarríki og héraðssaksóknari er þegar kominn með málið til meðferðar þannig að það verður rannsakað. Ég veit líka að skattrannsóknarstjóri er komin með afmörkuð gögn sem tengast málinu til skoðunar. Ég lít svo á að okkar opinbera kerfi sé þannig að virka en augljóslega þarf að vanda til verka og rannsaka þetta mál ofan í kjölinn.“

Segir upplýsingarnar engu breyta um Seðlabankamál Samherja

-Breyta þessar upplýsingar einhverju um sýn þína á málaferli Samherja og Seðlabankans, og ákvörðun þína um að upplýsa bæri lögregluna um meint samskipti Seðlabankans við RÚV?

„Sú ákvörðun er óskyld þessu máli og varðar bara lög um Seðlabankann þannig að ég tel ekki að þetta tengist. Það mál kom auðvitað til vegna greinargerðar bankaráðs og umsagnar umboðsmanns Alþingis þannig að það mál er bara í sjálfstæðu ferli.“

„Ég geri bara þá kröfu til íslenskra fyrirtækja, hvort sem þau eru stór eða lítil, að þau fylgi lögum“

-Telur þú að íslensk stjórnvöld hafi með einhverjum hætti gengið erinda Samherja með óeðlilegum hætti eða verið of lin við fyrirtækið á einhvern hátt, í ljósi gríðar sterkrar stöðu þess í íslensku atvinnulífi?

„Ég geri bara þá kröfu til íslenskra fyrirtækja, hvort sem þau eru stór eða lítil, að þau fylgi lögum. Í þessu máli eru íslensk lög algjörlega skýr. Ég geri líka þá kröfu að íslensk fyrirtæki fylgi lögum í þeim löndum sem þau starfa í. Ef að málið er vaxið með þeim hætti sem það hefur birst í fjölmiðlum, þá er ljóst að það eru skýr ákvæði í innlendum lögum og alþjóðlegum um mútugreiðslur til opinberra starfsmanna, og ég lít svo á að það sé ekki í boði að veita neinn afslátt af þeim kröfum sem þar birtast gagnvart neinum.“

Segir stöðu Kristjáns Þórs ekki hafa veikst

Katrín segist hafa heyrt í sínum samstarfsmönnum í ríkisstjórninni en þau hafi ekki hist til að ræða málið sérstaklega. Það verði þó til umræðu á næsta fundi hennar. Spurð hvort að hún telji að staða Kristjáns Þórs Júlíussonar vera með einhverjum hætti erfið eftir það sem fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar og Kveiks, meðal annars um að hann hefði hitt James Hatuikulipi, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi og Sacky Shangala á fundi með Þorsteini Má, neitar Katrín því. „Nú kom það fram í þessum gögnum að hann hefði ekki setið þennan fund, hann hefði heilsað þeim og átt við þá eitthvað kurteisisspjall. Ég sé ekki að það sé neitt í þessum gögnum sem bendi til þess að sjávarútvegsráðherra hafi haft nokkra vitneskju um þetta mál.“

-Þannig að það veikir ekki með neinum hætti hans stöðu?

„Nei, og ég sé ekki neina ástæðu til annars en að treysta honum áfram.“

-En sú staða, sem þekkt er, að Kristján Þór og Þorsteinn Már séu vinir til margra ára og að Kristján Þór sé fyrrverandi stjórnarformaður Samherja, finnst þér það setja Kristján Þór í erfiða stöðu í þessu máli?

„Það höfum við auðvitað öll vitað um mjög lengi. Ég hef lagt á það mjög mikla áherslu að við séum alltaf að gera betur þegar við erum að upplýsa um okkar hagsmunatengsl. Þetta eru í sjálfu sér ekki nýjar upplýsingar.“

-Hefur þú haft samband við stjórnvöld í Namibíu eða hyggstu gera það?

„Persónulega hef ég ekki gert það en ég tel að íslensk yfirvöld, viðeigandi yfirvöld, muni auðvitað eiga samstarf við yfirvöld í þeim löndum sem þetta varðar. Þá er ég að tala um lögregluyfirvöld, skattayfirvöld og önnur slík.“

-En sérðu ástæðu til að hafa samband við til að mynda forseta Namibíu eða aðra stjórnmálaleiðtoga þar?

„Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það en þetta mál mun eðli málsins samkvæmt kalla á samskipti ríkjanna.“

Kallar á að gerðar verði stjórnarskrárbreytingar

-Finnst þér þessar upplýsingar með einhverjum hætti breyta umræðu um veiðigjöld, sem meðal annars fóru síðast fram í gær í umræðum um fjárlagafrumvarp, til dæmis í ljósi tengingar veiðigjalda við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja?

„Ég tel að það hafi verið gott skref að breyta veiðigjöldum þannig að þau tengist afkomu og það sýnir sig auðvitað núna að ef gildandi kerfi hefði ekki verið tekið upp þá væru heimtur af veiðigjöldum um það bil tveir milljarðar, um það bil helmingi minna en gert er ráð fyrir núna. Ég hins vegar segi það að þessi mál, veiðigjöld, lagaumhverfi sjávarútvegsins á Íslandi, ég held að þau séu ekki útrædd, kannski óháð þessu máli. Ég minni á það að mér hefur verið tíðrætt um það á þessu kjörtímabili að Alþingi ljúki vinnu við ýmsar stjórnarskrárbreytingar, þar á meðal nýtt ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Ég vona svo sannarlega að það verði ein af afurðum þessa kjörtímabils.“

-Þá ekki síst í þessu ljósi eða hvað?

„Ja, þetta minnir okkur bara á það hvernig við viljum hugsa um okkar auðlindir“.

Framferði Samherja minnir á nýlenduherra

-Í sögulegu samhengi hefur Ísland átt í góðum samskiptum við Namibíu. Hefur þú áhyggjur af því að þetta geti haft neikvæð áhrif á samskipti ríkjanna tveggja?

„Það vona ég svo sannarlega ekki. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi, til dæmis á sviði landgræðslu. Auðvitað er það mjög dapurlegt að land þar sem Ísland hefur verið að sinna þróunarsamvinnu, að þegar því ljúki, þá taki þetta við.“

„Auðvitað minnir þetta mann óþægilega á framferði gamalla nýlenduherra, sem eru að nýta sér veikleika í stjórnkerfum nýfrjálsra landa“

-Hvað finnst þér um framferði Samherja í Namibíu, óháð mútugreiðslum, gagnvart namibísku þjóðinni?

„Auðvitað minnir þetta mann óþægilega á framferði gamalla nýlenduherra, sem eru að nýta sér veikleika í stjórnkerfum nýfrjálsra landa.“

Vinstri græn fengu styrk upp á 1,05 milljónir króna á árabilinu 2012 til 2018 frá Samherja. Spurð hvort henni finnist siðlegt að taka við fjárframlögum af fyrirtækinu, í ljósi þess sem nú er komið fram, svarar Katrín: „Ég sendi bréf á framkvæmdastjórn Vinstri grænna í morgun og lagði til að við ættum að skoða hvort við vildum skila þessum styrkjum og eins hvort við viljum taka þessi styrkjamál til gagngerrar umræðu á okkar vettvangi. Það verður tekið upp á næsta fundi okkar sem verður fljótlega.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár