Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.

Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg

Umfangsmikil rannsókn á skatta- og gjaldeyrisskilum Samherjafélaga í Namibíu, sem enn stendur yfir, er ástæða þess að formleg framsalsbeiðni þarlendra yfirvalda vegna þriggja íslenskra starfsmanna útgerðarinnar hefur enn ekki verið send. Þetta kemur fram í yfirlýsingu namibíska ríkissaksóknarans fyrir dómi, þar sem hún ítrekar fyrirætlanir sínar um að fá Íslendingana þrjá framselda. Rannsóknin sem beðið er eftir er í höndum gjaldeyriseftirlits namibíska Seðlabankans og er búist við að rannsókn þess ljúki í sumar. 

Ríkissaksóknarinn namibískiSegir fyrirsjáanlegt að sakarefnin gegn fyrirtækjum Íslendinga og þremur íslenskum stjórnendum þeirra verði fleiri og stærri en áður var talið og er harðákveðin í að sækjast eftir framsali, jafnvel þó slíkt sé talið útilokað samkvæmt íslenskum lögum.

Þetta kom fram í skýrslu Mörthu Imalwa, ríkissaksóknara Namibíu, sem hún gaf fyrir um mánuði til dómara við millidómsstig vegna Samherjamálsins svokallaða. Þar upplýsti hún sérstaklega um hvernig liði rannsókn og mögulegri saksókn gagnvart sakborningum númer 17 til 22 í málinu, það er að segja sex fyrirtækjum Samherja og þremur stjórnendum þeirra, Agli Helga Árnasyni, Ingvari Júlíussyni og Aðalsteini Helgasyni.

Einn þessara þriggja, Ingvar, fullyrðir í yfirlýsingu til namibískra dómstóla að íslensk stjórnvöld hafi þegar neitað framsali og vísar til yfirlýsinga vararíkissaksóknara á Íslandi í fjölmiðlum. Samherji hafi ákveðið að mótmæla ekki milljarða króna skattakröfu í Namibíu, þar sem engar eignir væru enn í landinu, sem hægt væri að taka upp í kröfuna.

Íslendingarnir enn í sigtinu

Strax í nóvember 2020 lýsti namibíski ríkissaksóknarinn því yfir vilja til að fá þremenningana íslensku framselda til Namibíu, þar sem þeirra biði ákæra fyrir fjölmörg brot, mútugreiðslur, fjársvik og peningaþvætti meðal annars. Handtökuskipun var gefin út á hendur þeim innan Namibíu en formleg framsalsbeiðni hefur þó aldrei verið sett fram þótt óformlegar þreifingar hafi átt sér stað við yfirvöld hér á landi, sem hafa ávallt bent á að íslensk lög leyfi ekki framsal íslenskra þegna til landa þar sem ekki er í gildi tvíhliða framsalssamningur. Forsenda þess að hægt sé að ákæra þremenningana í Namibíu er að þeir séu dregnir fyrir dóm í landinu og því hefur það enn ekki gerst.  

Martha Imalwa ríkissaksóknari er þó ekki af baki dottin og upplýsti um það í skýrslu sinni til dómara í Namibíu á dögunum að málið á hendur Samherjafyrirtækjunum sex og Íslendingunum þremur, væri enn til rannsóknar og sakarefnin fleiri en áður var talið. 

Vill Íslendinga fyrir dóm

Í yfirlýsingu ríkissaksóknarans sem lögð var fram nýverið útskýrir hún ástæður þess að formleg framsalsbeiðni hafi enn ekki verið send íslenskum stjórnvöldum. Í fyrsta lagi komi það til vegna þess að undir í rannsókn Samherjamálsins í Namibíu séu í raun tvær rannsóknir, sem seinna hafi verið sameinaðar undir eina. Í þeim báðum séu íslensku þremenningarnir undir og „sæti kæru“ í báðum málanna.

Enn fremur liggi fyrir nýjar upplýsingar og gögn í málinu sem kalli á umfangsmeiri rannsókn gagnvart Íslendingunum þremur og fyrirtækjunum í mútumálinu, auk þess sem umfangsmikil rannsókn skattayfirvalda í Namibíu hafi þegar leitt í ljós sterkan grun um stórfelld skattalagabrot í starfsemi Samherjafyrirtækjanna sem þeir stýrðu.

Þetta allt hafi valdið því að framsalsbeiðninni hafi seinkað þar sem allt stefni í að enn bætist við sakarefnin, að sögn ríkissaksóknarans. Því hafi dregist að leggja fram formlega framsalsbeiðni, þar sem endanleg sakarefni liggi ekki fyrir.  

Ákæran enn í vinnslu

Hvað rannsókn og saksókn mútumálsins varðar segir í yfirlýsingu Mörthu að í gegnum upplýsingaskipti við embætti Héraðssaksóknara á Íslandi, hafi namibískum rannsakendum borist gögn sem hún telji kalla á frekari rannsókn, ekki síst með hliðsjón af því að fá á hreint umfang mögulegs efnahagslegs tjóns namibíska ríkisins vegna meintra brota Samherjamannanna þriggja og þeirra fyrirtækja sem þeir stýrðu.

„Þetta er vegna þess að endurskoðuð ákæra gegn [sex fyrirtækjum Samherja], stjórnendum þeirra fyrir þeirra hönd, og eins gegn stjórnendunum persónulega mun fylgja framsalsbeiðninni,“ segir Martha Imalwa, ríkissaksóknari Namibíu, í yfirlýsingu sinni fyrir rúmum mánuði.

Rannsóknin gegn Íslendingunum og ákærur á hendur þeim munu því fyrirsjáanlega breytast og sakarefnum fjölga, vegna nýrra upplýsinga sem eru til rannsóknar. 

Meðal annars hafi komið fram vitnisburður eins sakborninga í Namibíu, sem kalli á frekari upplýsingaöflun frá Angóla. Einn angi Samherjamálsins snýst um það hvernig Samherji hagnaðist ólöglega á spilltum kvótasamningi milli Angóla og Namibíu, sem komið var á árið 2014. Með samningnum var Samherja tryggðar yfir 50 þúsund tonna veiðiheimildir á óeðlilega hagstæðum kjörum, sem auk þess runnu að stærstum hluta beint inn á leynilega reikninga í eigu namibísks áhrifafólks, sem kom á samningnum.

Gjaldeyriseftirlitið namibíska

Stóra breytan að baki töfum framsalsbeiðninnar snýr þó að meintum  skattsvikum Samherjafélaga í Namibíu auk meintra brota á gjaldeyrislögum, en gjaldeyrishöft eru við lýði í Namibíu. 

Gjaldeyrisbrotin sem eru til rannsóknar snúa að því hvernig Samherji seldi eigin fyrirtæki í Namibíu togarann Heinaste. Samkvæmt gögnum sem lögð hafa verið fyrir dóm í Namibíu, frysti seðlabanki Namibíu reikninga eins Samherjafélaganna vegna gruns um brot á gjaldeyrislögum á árunum 2017–2018. Meint brot snúast um hvort Samherji hafi svikist um að skila til Namibíu hundruð milljóna króna söluandvirði togarans Heinaste, sem hafi þess í stað endað í skúffufélagi Samherja á Máritíus.

„Stórfelld“ skattalagabrot

Ríkissaksóknarinn namibíski greinir auk þess frá því í skýrslu sinni að í gangi sé umfangsmikil skattrannsókn á fyrirtækjum Samherja í Namibíu sem hafi staðið í nokkur ár, en muni ljúka í sumar.

Namibíska spillingarlögreglan (ACC) er að sögn ríkissaksóknarans „að bíða eftir frekari sönnunargögnum frá namibískum skattayfirvöldum vegna skattalagabrota“ í starfsemi fyrirtækja Samherja í Namibíu. 

Namibíski skatturinn telji sig þegar hafa sýnt fram á að Samherji hafi ranglega talið fram útflutning á fiski á átta ára tímabili. Heildarvirði útflutningsins hleypur á milljörðum í krónum talið og uppi sé grunur um brot á lögum um hvort tveggja virðisauka- og tekjuskatt.

Annars vegar snýr málið að mögulegu broti á namibískum lögum um virðisaukaskattskil, sem ríkissaksóknarinn segir „frumrannsókn hafa leitt í ljós“ umtalsverðan mun á útflutningstölum og því sem gefið var upp í skattskilum Samherjafélaganna í Namibíu. Enn eigi þó eftir að ljúka rannsókn og yfirferð yfir skattskil nokkurra ára í starfsemi allra fyrirtækjanna sex. Það muni því fyrirsjáanlega leiða til þess að fleiri meint brot komi í ljós.

„Frumniðurstöður varðandi virðisaukskattsskilin benda þó til þess að tekjuskattsskil hafi líka verið fölsuð“, segir í yfirlýsingu ríkissaksóknarans.

Í yfirlýsingu yfirmanns rannsókna hjá namibíska skattinum, sem lögð var fyrir dóminn á sama tíma, segir að „Samherjafyrirtækin í sameiningu, ólöglega og af ásetningi, með stórfelldum sviksamlegum hætti, svikið namibíska ríkið“ með því að gefa ekki rétt upp útflutning að andvirði hátt í 12 milljarða króna. Upphæð sem rannsakandinn segir að geti átt eftir að hækka umtalsvert þar sem rannsókninni sé ekki lokið þar sem enn eigi eftir að klára rannsókn á skattskilum Samherjafélaganna. Þeirri rannsókn muni að óbreyttu ljúka í sumar.

Saman í NamibíuIngvar Júlíusson (lengst til vinstri) og Aðalsteinn Helgason (í hvítri skyrtu fyrir miðri mynd) á fundi á Hilton hótelinu í höfuðborg Namibíu fyrir nokkrum árum. Namibísk yfirvöld vilja að þeir tveir og Egill Árnason samstarfsmaður þeirra, mæti og svari fyrir ákærur í Samherjamálinu.

Skildu eftir milljarða skattaskuld

Eins og fram hefur komið í fréttum hér á landi hefur Samherji Holding hf. gert grein fyrir því í ársreikningum sínum síðustu ár að namibísk skattayfirvöld krefji fyrirtækið um 313 milljónir Namibíudollara, jafnvirði rúmlega tveggja og hálfs milljarðs króna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ágreining um þær. Það sama kemur fram í yfirlýsingu sem einn Samherja-þremenninganna lagði fyrir dóm í Namibíu í byrjun vikunnar.

Ingvar Júlíusson, sem gegndi stöðu fjármálastjóra Samherja á Kýpur og í Namibíu, mótmælir þar ásökunum ríkissaksóknarans og því að enn standi til að óska formlega eftir því að hann verði framseldur til Namibíu til að svara fyrir meint brot sín. Ingvar heldur því fram að íslensk stjórnvöld hafi þegar neitað beiðni þeirra namibísku um framsal og vísar til yfirlýsinga Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara í fjölmiðlum. Helgi Magnús lýsti því þar að íslensk lög heimiluðu ekki framsal íslenskra ríkisborgara, nema í þeim tilvikum þar sem gilti tvíhliða framsalssamningur, sem er ekki á milli Íslands og Namibíu.

Ingvar telur því ástæðulaust fyrir namibísk yfirvöld að halda áfram rannsóknum og tilraunum til þess að ákæra hann og kollega hans, Aðalstein og Egil. Það komi enda aldrei til þess að þeir verði framseldir. Ingvar segir sömuleiðis að skattrannsókn á hendur Samherja hafi staðið frá því í febrúar 2020 þegar Samherja var tilkynnt að namibísk skattayfirvöld hefðu tilkynnt að tvö útgerðarfélög Samherja í Namibíu, Saga Seafood og Mermaria Seafood, hefðu talið ranglega fram og skulduðu því jafnvirði tveggja og hálfs milljarðs króna í tekjuskatt, eins og greint var frá í ársreikningi Samherja Holding hf.

Samherji hefði, að sögn Ingvars, talið sig hafa gefið skýringar á skattaskuld Saga Seafood, sem var í kringum 170 milljónir í krónum talin. Ríflega tveggja milljarða króna tekjuskattskröfu á hendur Mermaria Seafood hafi Samherji hins vegar ákveðið að mótmæla ekki. Að sögn Ingvars fólst ekki í því samþykki á kröfunni, heldur það mat Samherja að þar sem engar eignir væru eftir í félaginu í Namibíu, tæki því ekki að taka til varna.

Heimildin óskaði eftir viðbrögðum Samherja við yfirlýsingu ríkissaksóknarans í skriflegri fyrirspurn til fyrirtækisins. Svar barst ekki.

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emilía Sverrisdóttir skrifaði
    Ríkisstjórn Kötu Jak eru rolur....
    2
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ríkisstjórn Katrínar Jak getur flýt rannsókninni hér heima á meintu svindli og fjárglæfrum Samherja í Namibíu og jafnvel víðar, og tryggt framsals-samning við Namibíu, ríkisstjórnin og alþingi hafa haft tæplega 3-ár til þess, en valið að gera EKKI neitt í því máli.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
FréttirSamherjaskjölin

Topp­ar ákæru- og lög­reglu­valds í Namib­íu á Ís­landi vegna Sam­herja­máls

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu og yf­ir­mað­ur namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, hafa ver­ið á Ís­landi frá því fyr­ir helgi og fund­að með hér­lend­um rann­sak­end­um Sam­herja­máls­ins. Fyr­ir viku síð­an fund­uðu rann­sak­end­ur beggja landa sam­eig­in­lega í Haag í Hollandi og skipt­ust á upp­lýs­ing­um. Yf­ir­menn namib­ísku rann­sókn­ar­inn­ar hafa ver­ið í sendi­nefnd vara­for­set­ans namib­íska, sem fund­að hef­ur um framsals­mál Sam­herja­manna við ís­lenska ráð­herra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár