Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.

Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
Undrast um afdrif Samherjarannsóknar Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn í færeyska þinginu þar sem hann óskar svara við því hvað líði rannsókn lögreglu og skattayfirvalda í Færeyjum á Samherja og dótturfélagi þess í Færeyjum. Félagið var í ársbyrjun í fyrra staðið að því að hafa skráð sjómenn á fiskiskipum í Namibíu í áhöfn farskipa sem skráð voru í Færeyjum. Með því gat félagið fengið skattgreiðslur af launum sjómannanna endurgreiddar.

Formaður Þjóðveldisflokksins færeyska, Högni Hoydal, hefur lagt skriflega fyrirspurn fyrir Una Rasmussen, fjármálaráðherra Færeyja, þar sem hann óskar meðal annars eftir því að vita hvað líði rannsókn yfirvalda á því hvernig Samherji hafi í gegnum færeyskt dótturfélag sitt misnotað sér færeysku skipaskránna, og  fengið ríflega 340 milljónir íslenskra króna skattgreiðslur endurgreiddar án þess að hafa til þess rétt.

„Það er eitt og hálft ár síðan málið kom upp og skattayfirvöld hér lýstu því yfir að málinu hefði verið vísað til lögreglu en síðan hefur ekkert heyrst um málið,“ segir Högni í samtali við Stundina. Hann undrast mjög aðgerðar- og tíðindaleysi af málinu, enda snúist það um háar upphæðir og vekji spurningar um hvort allir sitji við sama borð þegar kemur að skattalagabrotum.

„Þegar málið komst upp brást fyrirtækið við með því að endurgreiða 17 milljónir færeyskra króna (innsk. blm. 340 milljónir íslenskra króna) og gekkst þar með við því að hafa brotið lögin. Í öllum öðrum tilfellum myndi það kalla á refsingu eða í það minnsta sekt. Það er grundvallaratriði að ekki sé tekið öðruvísi á brotum stórfyrirtækja en þegar almenningur á í hlut,“ segir formaður Þjóðveldisflokksins við Stundina.  

Högni vill sömuleiðis fá úr því skorið hverjir hafi verið sviknir um þessar skattgreiðslur og hvort færeysk skattayfirvöld hafi séð til þess að bæta þann skaða. En einnig hvaða refsingu Samherji hafi hlotið fyrir brot sín á færeyskum skattalögum og hvort fordæmi séu fyrir því að færeysk skattayfirvöld hafi ekki farið fram á refsingu eða sektir, þegar brot á skattalögum hafi verið staðfest og skattar endurgreiddir.

„Það er grundvallaratriði að ekki sé tekið öðruvísi á brotum stórfyrirtækja en þegar almenningur á í hlut“
Högni Hoydal
formaður Þjóðveldisflokksins færeyska.

Málið á rætur að rekja til uppljóstrunar í heimildarþætti færeyska Kringvarpsins sem unnin var í samvinnu við Kveik á RÚV og Wikileiks í byrjun mars 2021. Þar kom fram að Samherji hafði stundað það að skrá íslenska sjómenn sem voru við störf á fiskiskipum Samherja í Namibíu, í áhöfn færeysk skráðra farskipa í eigu Samherja. Með því að skrá mennina í áhöfn færeysku farskipanna, gat Samherji fengið skatta greidda af launum mannanna endurgreidda í Færeyjum. Skipaskráin færeyska bíður upp á slíka endurgreiðslu, sem lið í því að fá skipafyrirtæki víðs vegar um heim til að skrá skip sín í Færeyjum. 

„Mín fyrsta hugsun var: Hér er skítamál á ferðinni,“ sagði Eyðun Mørkøre, forstjóri færeyska Skattsins (TAKS), í viðtali við færeyska Kringvarpið, eftir að ljóstrað var upp um málið þar. Lýsti hann því jafnframt yfir að málið yrði kært til lögreglu. Samherji hafði brugðist við umfjölluninni með því að neita því að nokkur slík rannsókn væri í gangi og kvaðst hafa fengið staðfest frá yfirmanni færeyska Skattsins. Það varð til þess að Eyðun sá ástæðu til þess að ítreka það sérstaklega á sinni eigin Facebook-síðu að hann hefði þvert á móti ekki gefið Samherja neinar slíkar yfirlýsingar. 

Samherji greip til þess ráðs að endurgreiða þegar í stað andvirði 340 milljóna króna til færeyskra skattayfirvalda. TAKS greindi frá því stuttu síðar að hafa kært málið til lögreglu. Strax varð ljóst að þeir fjármunir höfðu í raun aldrei átt að renna í færeyskan ríkissjóð, enda höfðu skattgreiðslurnar aldrei átt að vera gefnar upp í Færeyjum. Megnið af þeim starfsmönnum Samherja sem skráðir voru ranglega í áhafnir farskipanna færeysku, höfðu því ýmist átt að gefa tekjur sínar upp til skatts á Íslandi eða í Namibíu, en gerði ekki. Af þeim sökum greiddi færeyski skatturinn bróðurpart þessara 340 milljóna króna til íslenskra skattayfirvalda, tæpar 300 milljónir króna, eftir því sem færeysk skattayfirvöld hafa greint frá.

Af rannsókn lögreglu í Færeyjum hefur þó lítið frést nú í á annað ár. Á meðan hefur það hins vegar gerst að Samherji hf lagði fram kröfu í skiptarétti í Færeyjum, þar sem þrotabú dótturfélagsins Tindhólms var tekið til skipta. Þar gerði Samherji 340 milljóna króna fjárkröfu í þetta þrotabú dótturfélags síns, að því er virðist til að endurheimta fjármunina sem endurgreiddir voru til skattayfirvalda í Færeyjum. Í búi Tindhólms var hins vegar ekki nema brotabrot af þeirri fjárhæð, eða um 20 milljónir íslenskra króna. Þó þrotabú Tindhólms hafi samþykkt kröfu Samherja í búið fæst því lítið sem ekkert upp í kröfuna. 

Högni Hoydal, formaður og þingmaður Þjóðveldisflokksins, segir það lykilatriði í sínum huga að fá á hreint hvort málið muni ekki hafa aðrar afleiðingar en þær að endurgreiðslan sem sögð var ólöglega fengin, verði endurgreidd af Samherja.

„Samherji er og hefur verið umsvifamikið í útgerð hér á Eyjunum og það er ekki eðlilegt að það hafi ekki neinar afleiðingar fari slík fyrirtæki á svig við lög í rekstri sínum hér,“ segir Högni í samtali við Stundina. Fjármálaráðherrann færeyski hefur til 28. september til að svara fyrirspurn Högna.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Kannski rétt að spyrja íslenska skattinn um hvort endurgreiðslan sé fullnægjandi endapunktur málsins af þeirra hálfu... eins og sektin sem DNB fékk var notuð til að svæfa þann anga málsins ? Kæmi ekki á óvart þó málið hafi horfið í Ginnungargap rannsóknar sérstaks á þessum málum öllum ?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
FréttirSamherjaskjölin

Topp­ar ákæru- og lög­reglu­valds í Namib­íu á Ís­landi vegna Sam­herja­máls

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu og yf­ir­mað­ur namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, hafa ver­ið á Ís­landi frá því fyr­ir helgi og fund­að með hér­lend­um rann­sak­end­um Sam­herja­máls­ins. Fyr­ir viku síð­an fund­uðu rann­sak­end­ur beggja landa sam­eig­in­lega í Haag í Hollandi og skipt­ust á upp­lýs­ing­um. Yf­ir­menn namib­ísku rann­sókn­ar­inn­ar hafa ver­ið í sendi­nefnd vara­for­set­ans namib­íska, sem fund­að hef­ur um framsals­mál Sam­herja­manna við ís­lenska ráð­herra.
Varpar ljósi á Namibíuævintýri íslenskra útgerðarrisa
FréttirSamherjaskjölin

Varp­ar ljósi á Namib­íuæv­in­týri ís­lenskra út­gerð­arrisa

Þor­geir Páls­son fórn­aði sveit­ar­stjóra­starfi þeg­ar hon­um of­bauð sér­hags­muna­gæsla, hann vitn­aði gegn Sam­herja í Namib­íu­mál­inu og vann mála­ferli gegn Ís­fé­lag­inu í Vest­manna­eyj­um vegna Namib­íuæv­in­týr­is Eyja­manna sem far­ið hef­ur leynt.

Nýtt efni

Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“
„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“
Fréttir

„Frá­vís­un er sjald­gæf og tvö­föld frá­vís­un er nán­ast eins­dæmi“

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars sak­born­ings­ins, seg­ir það hafa ver­ið við­bú­ið að ákæru í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða hafi aft­ur ver­ið vís­að frá hér­aðs­dómi. „Ef menn hefðu ekki ver­ið að halda þenn­an hel­vít­is blaða­manna­fund í sept­em­ber í fyrra og ver­ið með þess­ar stór­yrtu yf­ir­lýs­ing­ar þá væru menn í allt ann­arri stöðu,“ seg­ir hann.
Talsmenn háðir Útlendingastofnun fjárhagslega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“
Fréttir

Tals­menn háð­ir Út­lend­inga­stofn­un fjár­hags­lega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, ætl­ar að biðja um út­tekt rík­is­end­ur­skoð­un­ar á tals­manna­þjón­ustu fyr­ir hæl­is­leit­end­ur en tals­menn­irn­ir eru fjár­hags­lega háð­ir Út­lend­inga­stofn­un, stofn­un­inni sem úr­skurð­ar í mál­um skjól­stæð­inga þeirra. Ung­ur mað­ur frá Venesúela lenti í því ný­ver­ið að heyra ekki frá tals­mann­in­um sín­um vik­um sam­an með þeim af­leið­ing­um að hann vissi ekki af nei­kvæð­um úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar fyrr en of seint var orð­ið að kæra úr­skurð­inn.
Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana
Fréttir

Dag­ur úti­lok­ar ekki þing­fram­boð – Ekk­ert skrýt­ið að um­ferð­in sé treg á morgn­ana

Borg­ar­stjóri seg­ir stærsta áhættu­þátt­ur­inn í fjár­mál­um ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vera rík­ið, að ótví­rætt sé að Reykja­vík­ur­borg sé í for­ystu í hús­næð­is­mál­um á Ís­landi og að um­ferð­in verði áfram stopp nema að borg­ar­línu verði kom­ið á. Hann tel­ur að við sé­um á „þrösk­uld­in­um að fara með borg­ar­lín­una af stað“.
Heimilin borguðu 22,5 milljörðum krónum meira í vexti á fyrstu sex mánuðum ársins
Greining

Heim­il­in borg­uðu 22,5 millj­örð­um krón­um meira í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins

Mikl­ar vaxta­hækk­an­ir á síð­ast­liðnu ári hafa gert það að verk­um að vaxta­greiðsl­ur ís­lenskra heim­ila hafa auk­ist um 62 pró­sent. Þau borg­uðu sam­tals 59 millj­arða króna í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins 2023. Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna hef­ur nú dreg­ist sam­an fimm árs­fjórð­unga í röð. Við fá­um ein­fald­lega mun minna fyr­ir pen­ing­anna okk­ar.
248 íslensk fyrirtæki hafa þegar yfirgefið íslensku krónuna
Greining

248 ís­lensk fyr­ir­tæki hafa þeg­ar yf­ir­gef­ið ís­lensku krón­una

Stór fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, hug­bún­að­ar­gerð og ferða­þjón­ustu gera ekki upp í ís­lensk­um krón­um held­ur öðr­um gjald­miðl­um. Við það geta þau feng­ið fjár­mögn­un hjá er­lend­um bönk­um á mun skap­legri kjör­um en bjóð­ast hér inn­an­lands og verða að mestu ónæm fyr­ir ís­lensk­um stýri­vaxta­hækk­un­um. Þær hækk­an­ir bíta hins veg­ar fast á minni fyr­ir­tækj­um, heim­il­um og hinu op­in­bera.
„Alveg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka
FréttirOrkumál

„Al­veg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka

Þús­und lítr­ar af heitu vatni kosta um 153 krón­ur í Ár­borg. „Og það er svip­að og verð á hálf­um lítra af gosi,“ seg­ir Sig­urð­ur Þór Har­alds­son hjá Sel­fossveit­um. Sí­fellt lengra og dýpra þurfi að sækja heitt vatn til að anna eft­ir­spurn í takti við hraða íbúa­fjölg­un. Verð­breyt­ing­ar hljóti að vera í far­vatn­inu.
Fer á puttanum um firðina
Viðtal

Fer á putt­an­um um firð­ina

Jamie Lee, sem er fædd og upp­al­in í Hong Kong, féll kylli­flöt fyr­ir Ís­landi þeg­ar hún kom hing­að í ferða­lag. Nú rek­ur hún fyr­ir­tæk­ið Fine Food Islandica sem rækt­ar belt­is­þara í Stein­gríms­firði og synd­ir stund­um út að lín­un­um til að at­huga með þara­börn­in sín.
And Björk of Course
Bíó Tvíó#243

And Björk of Cour­se

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Lárus­ar Ým­is Ósk­ars­son­ar og Bene­dikts Erl­ings­son­ar frá 2004, And Björk of Cour­se. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Milljarðar upp um skorsteininn  á okkar kostnað – eða: Mun skynsemin ráða?
Páll Hermannsson
Aðsent

Páll Hermannsson

Millj­arð­ar upp um skor­stein­inn á okk­ar kostn­að – eða: Mun skyn­sem­in ráða?

Páll Her­manns­son skoð­ar hvaða mögu­leik­ar eru í boði til að minnka þann auka­kostn­að sem los­un­ar­gjöld leggja á sigl­ing­ar gáma­skipa.
Gervigreind semur leiktexta fyrir óperu
Fréttir

Gervi­greind sem­ur leiktexta fyr­ir óperu

Óperu­söngv­ar­inn og tón­skáld­ið Hrólf­ur Sæ­munds­son er á fullu um þess­ar mund­ir að semja tónlist við leiktexta gervi­greind­ar­inn­ar Chat­G­PT 4.
Greiðslubyrðin hefur rúmlega tvöfaldast á rúmum tveimur árum
Fréttir

Greiðslu­byrð­in hef­ur rúm­lega tvö­fald­ast á rúm­um tveim­ur ár­um

Lán­taki með með­al­lán á óverð­tryggð­um vöxt­um borg­ar nú að minnsta kosti um 346 þús­und krón­ur á mán­uði af því. Það er 103,5 pró­sent meira en við­kom­andi gerði fyr­ir einu ári síð­an.

Mest lesið undanfarið ár

  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    1
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    2
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    3
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    6
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    7
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
    8
    Erlent

    Fána­bann og refsi­að­gerð­ir í Palestínu í kjöl­far nið­ur­stöðu Sam­ein­uðu þjóð­anna

    Degi eft­ir að ný rík­is­stjórn tók við völd­um í Ísra­el sam­þykkti alls­herj­ar­þing Sþ að fela Al­þjóða­dóm­stóln­um í Haag að meta lög­mæti her­náms Ísra­els­rík­is á Vest­ur­bakk­an­um. Síð­an þá hef­ur stjórn­in grip­ið til refsi­að­gerða og nú síð­ast fána­banns.
  • Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
    9
    Fréttir

    Myndu að „sjálf­sögðu ekki“ sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á Ax­ar­vegi

    Sveit­ar­stjórn Múla­þings mun ekki sætta sig við veru­leg­ar taf­ir á fram­kvæmd­um við Ax­ar­veg. Sveit­ar­stjór­inn ótt­ast reynd­ar ekk­ert slíkt enda hafi hann eng­in skila­boð feng­ið um að setja eigi fram­kvæmd­ina „í salt“ vegna þenslu.
  • Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
    10
    Fréttir

    Út­varp Saga tel­ur fjöl­miðla­styrki skapa tor­tryggni og bjóða upp á frænd­hygli

    Fjög­ur fjöl­miðla­fyr­ir­tæki hafa til þessa skil­að inn um­sögn­um um frum­varp Lilju Al­freðs­dótt­ur menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, sem mun að óbreyttu fram­lengja nú­ver­andi styrkja­kerfi til fjöl­miðla.