Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu, er sáttur við gang rannsóknarinnar hér á landi og segir að fátt geti komið í veg fyrir að málið endi með dómi. Hann gagnrýnir þó aðgerðarleysi yfirvalda við því þegar Samherjamenn hafa áreitt, njósnað um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í viðbrögðum Samherjafólks hafi þó komið honum á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðrum liðist.
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt
3
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
Skattrannsókn, sem hófst í kjölfar uppljóstrana um starfshætti Samherja í Namibíu, hefur staðið frá árslokum 2019. Samkvæmt heimildum Stundarinnar telja skattayfirvöld að fyrirtækið hafi komið sér undan því að greiða skatta í stórum stíl; svo nemur hundruðum milljóna króna. Skúffufélag á Máritíus sem stofnað var fyrir milligöngu íslensks lögmanns og félag á Marshall-eyjum, sem forstjóri Samherja þvertók fyrir að tilheyrði Samherja, eru í skotlínu skattsins.
FréttirSamherjaskjölin
1
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins færeyska, hefur í færeyska þinginu óskað eftir svörum við því hvað líði rannsókn lögreglu á meintum skattalagabrotum Samherja í Færeyjum. Samherji endurgreiddi 340 milljónir króna til færeyska Skattsins, sem vísaði málinu til lögreglu. Síðan hefur lítið af því frést.
FréttirSamherjamálið
Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
Eignarhaldsfélagið sem Samherji notaði til að halda utan um rekstur sinn í Namibíu seldi fiskveiðikvóta sinn á Íslandi til íslensks dótturfélags Samherja árið 2020. Þetta fyrirtæki, Sæból fjárfestingarfélag, var í 28. sæti yfir stærstu kvótaeigendur á Íslandi um vorið 2019. Í ársreikningi félagsins kemur fram hvernig reynt hefur verið að skera á tengsl þess við Ísland í kjölfar Namibíumálsins.
FréttirSamherjamálið
3
Þorsteinn Már segir ný gögn og vitni til staðar í Seðlabankamálinu
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ný gögn liggja fyrir í skaðabótamáli sínu gegn Seðlabankanum. Áfrýjun Seðlabanka Íslands í máli hans var tekin til meðferðar í Landsrétti dag en forstjórinn hafði betur í héraði. „Ég held að þú hljótir að gera þér grein fyrir því að ég vil ekki tala við þig,“ sagði hann við Stundina í Landsrétti í dag.
FréttirSamherjamálið
1
Sakborningur í Namibíumálinu laus gegn 7 milljóna tryggingu
Ricardo Gustavo, sem setið hefur í varðhaldi síðan í nóvember 2019 vegna Namibíumáls Samherja, er laus úr haldi gegn tryggingu. Honum hefur þó verið gert að halda sig heima og þarf að sæta rafrænu eftirlits. Ekki er von á að mál hans og fjölda annarra sakborninga verði tekið til efnismeðferðar hjá dómstólum fyrr en á næsta ári.
FréttirSamherjamálið
Seðlabankinn neitar að afhenda úrskurð um niðurfellingu á kæru Samherja gegn starfsmönnum bankans
Seðlabanki Íslands vill ekki afhenda úrskurð um niðurfellingu kærumáls Samherja gegn fimm starfsmönnum bankans. Bankinn vísar til þess að málið varði einkahagsmuni starfsmanna bankans. Embætti ríkissaksóknara skilaði löngum úrskurði með rökstuðningi fyrir staðfestingu niðurfellingar málsins.
FréttirSamherjamálið
Kæra Samherja gegn seðlabankafólki lá hjá lögreglu í tvö ár vegna gagnaöflunar
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Karl Ingi Vilbergsson, segir að gagnaöflun í kærumáli Samherja gegn starfsmönnum Seðlabanka Íslands hafi dregið það á langinn. Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segist aldrei hafa verið í nokkrum vafa um að málinu yrði vísað frá.
Rannsókn
Sagan af „smurningum“ Íslendinga í Nígeríu í ljósi Namibíumáls Samherja
Sagan um skreiðarviðskipti Íslands í Nígeríu kann að eiga þátt í skoðunum sumra útgerðarmanna á Íslandi á Namibíumálinu þar sem mútur og hvers kyns sporslur tíðkist víða í löndum Afríku. Ólafur Björnsson hjá samlagi skreiðarframleiðenda talaði fjálglega um mútur og „smurningar“ í bók sinni um viðskipti Íslendinga með skreið til Nígeríu. Íslenskir útgerðarmenn, eins og Gunnar Tómasson, vísa til skreiðarviðskiptanna sem ákveðinni hliðstæðu Namibíumáls Samherja þegar þeir eru spurðir um mat sitt á þessu máli.
FréttirSamherjaskjölin
Mörg ár liðu þar til ákært var í málum sem líkjast Samherjamálinu í Namibíu
Tvö af þekktustu málum Svíþjóðar þar sem mútugreiðslur í öðrum löndum voru rannsökuð í fimm og átta ár áður en. ákærur voru gefnar út í þeim. Í báðum tilfellum höfðu fyrirtækin viðurkennt að hafa mútað áhrifamönnum í Úsbekistan og Djibouti. Ólafur Hauksson héraðssaksóknari segir ómögulegt að fullyrða hvenær rannsókn Samherjamálsins í Namibíu muni ljúka.
Fréttir
Katrín segist ekki vita hvaða íslensku stjórnmálamenn þrýstu á stjórnvöld í Færeyjum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki vita hvaða þingmenn það voru sem settu þrýsting á stjórnvöld í Færeyjum út af breytingum á lögum þar í landi á eignarhaldi erlendra aðila í sjávarútvegi. Katrín tekur ekki afstöðu til þess hvort það voru mistök að gera Kristján Þór Júlíusson að sjávarútvegsráðherra. Hún tekur hins vegar afstöðu gegn aðferðum Samherja gegn Seðlabanka Íslands og RÚV.
Fréttir
Seðlabankastjóri gagnrýnir Samherja fyrir árásir á starfsmenn bankans: „Ég er mjög ósáttur”
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er ósáttur við hvernig útgerðarfélagið Samherji hefur ráðist að starfsfólki bankans með meðal annars kærum til lögreglu. Hann kallar eftir því að Alþingi setji lög til að koma í fyrir veg slíkar atlögur að opinberum starfsmönnum.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.