Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.

Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
Skipulag Félagið Samherji, undir forystu Þorsteins Más Baldvinssonar, notaði aflandsfélag á eynni Máritíus til að taka við peningum frá namibískum armi samsteypunnar. Skattayfirvöld telja að þær tekjur hafi átt að telja fram á Íslandi. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Aflandsfélög á Marshall-eyjum og eynni Máritíus í Indlandshafi hafa, samkvæmt heimildum Stundarinnar, orðið til þess að Samherji greiddi mun lægri skatta hér á landi en annars hefði verið, samkvæmt rannsóknum skattayfirvalda á skattskilum útgerðarinnar. Um verulegar fjárhæðir er að ræða; upphæðir sem hlaupa á hundruðum milljóna króna.

Annars vegar snýst málið um heimilisfesti félagsins Mermaria Invest á Máritíus, sem Samherji stofnaði fyrir milligöngu Bernhards Bogasonar hæstaréttarlögmanns í desember 2014. Í tölvupóstsamskiptum sem fjallað var um í nóvember 2019, sást aðdragandi að stofnun félagsins, hvers tilgangur var frá upphafi sá að koma peningum úr starfsemi Samherja í Namibíu til skúffufélaga Samherja á Kýpur, án þess að greiða af þeim skatta. 

„Samkomulag myndi verða við Máritíus þess efnis að fyrirtæki í Namibíu myndi greiða sérleyfisgjöld til umbjóðanda míns. Hins vegar þarf að senda greiðslurnar svo frá Máritíus og til Kýpur (þetta þarf að skipuleggja).“
Bernhard Bogason
úr tölvupósti til aflandsþjónustu …
Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÖI
    Örn Ingólfsson skrifaði
    Þetta eru tugir milljarða sem að hafa ekki komið fram og ekki getur Skattransóknastjóri náð í gögn því feluleikurinn er ennþá í gangi í gegnum Íslensku bankana sem eru sumir komnir kannski með meirihluta í eignarhaldi og kannski þvo peninga í gegnum ÍSLAND?
    Þess vegna vantar erlenda eftirlitsaðila frá Seðlabanka Evrópu til að taka út glundroðann í Íslensku Fjármagnskerfi sem er í rúst út af veikingu krónunnar sem orsakast ekki út af ferðalögum og bruðli Íslendinga heldur fjármagnsflutningi Íslenskra fjármagnseigenda sem flest allir eru með sitt gulltryggt í EVRUM samanber stærstu fyrirtækin borga sínum yfirmönnum í Evrum, en fólkið á gólfinu fær greitt í KRÓNUM!
    Þess vegna ætti Skattrannsóknarstjóri að athuga greiðslur allra og krefja skatts af ógreiddum tekjuhagnaði á gjaldmiðlinum okkar KRÓNUNNI í skortsölu því það er ekki Seðlabankinn bara sem ræður í gjaldmiðlissölu heldur þeir sem geta dælt inn Evrum, Dollurum ofl til að halda gengi krónunnar niðri, því þá græða þeir eins og þegar að ríkisstjórnir gerðu að fella gengi krónunnar marg oft til að bjarga SJÁVARÚTVEGINUM sem varð ti þess að almenningur fékk skellinn en milljónerar og í dag milljarðarmæringar græða á tá og fingri! Og frábært að gjaldþrota fyrirtæki í dag eigi fullt af eignum og miklar skuldir niðurfelldar af banka! Það er gott að vera í góðra vina hópi sem ræður! En í gögnum þá vantar ótaldar eignir víða, samanber í Namibíu, sem eru kannski flokkaðar sem skrifstofur? Tala nú ekki um Flórída þar eru til bankareikningar undir konunöfnum! En munið eitt að Skæruliðadeild Samherja er komin með ýmsa vafasama hakkara, því fjármagnið vantar ekki til að reyna að klekkja á þeim sem tala illa um þá og Morgunblaðið!
    1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Kannski væri rétt að beina fyrirspurn til Kýpverskra yfirvalda hvar málið sé statt hjá þeim því ekki er að sjá annað en bæði Namibíumenn og Kýpverjar geta krafist kyrrsetningar á eigum kýpverskskráðu félaganna á grundvelli alþjóðlegra skuldbindinga varðandi peningarþvætti. Því þessi orð lögmannsins eru bara beinar og skýrar leiðbeiningar um peningarþvætti. Farið nú að spyrja erlendu sérfræðingana því ljóst er að allir íslensku sjálfskipuðu snillingarnir hafa greinilega aðra sýn á mútum og peningarþvætti en erlendir sérfræðingar og alþjóðasamningar kveða á um. Svo væri fróðlegt að vita hvort íslenskum yfirvöldum hafi borist krafa um slíka kyrrsetningu.... en neitað.
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það er afar ergilegt að sjá muninn á því hvernig Samherji er meðhöndlaður eða meðlimir Sigurrósar. Ef að það væru ein lög í landinu þá væru líka frystir reikningar hjá Samherja bílar og húsnæði væru haldlögð. En Sigurrósarmenn eru greinilega ekki taldir jafn réttháir og verðskulda því bara almenna meðferð, meðan hinir eru meðhöndlaðir með delux lögbókinni. Hvernig ætli maður færi ríkisstjórn,dómstóla og lögreglu inn á efnahagsreikning? Bara smá pæling.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin í 1001 nótt

„Þögn íslenskra stjórnvalda áberandi“
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

„Þögn ís­lenskra stjórn­valda áber­andi“

Í lok októ­ber fór fram um­ræða á Al­þingi um rann­sókn Sam­herja­máls­ins í Namib­íu­mál­inu og orð­spori Ís­lands þar sem stór orð féllu. Frum­mæl­and­inn, Þór­hild­ur Sunn­ar Æv­ars­dótt­ir, taldi að fá þyrfti svör við því hvort drátt­ur á rann­sókn máls­ins á Ís­landi væri eðli­leg­ur, hvort yf­ir­völd á Ís­landi tækju mál­ið al­var­lega og hvort rann­sókn­ar­stofn­an­ir á Ís­landi væru nægi­lega vel fjár­magn­að­ar.
Kaupa fólk utan fjölskyldunnar út í milljarða viðskiptum
ÚttektSamherjaskjölin í 1001 nótt

Kaupa fólk ut­an fjöl­skyld­unn­ar út í millj­arða við­skipt­um

Sam­herja­fjöl­skyld­an hef­ur á und­an­förn­um mán­uð­um keypt eign­ar­hluti minni hlut­hafa í út­gerð­inni og á að heita má tí­unda hvern fisk í land­helg­inni. Börn Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Kristjáns Vil­helms­son­ar fara nú nær ein með eign­ar­hluti í fé­lag­inu fyr­ir ut­an litla hluti þeirra tveggja. Millj­arða við­skipti hafa svo átt sér stað á milli fjöl­skyldu­fyr­ir­tækj­anna í flóknu neti út­gerð­ar­inn­ar.
Samherji sagður hafa boðið milljarða króna til að ljúka málum í Namibíu
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Sam­herji sagð­ur hafa boð­ið millj­arða króna til að ljúka mál­um í Namib­íu

Sam­herji hef­ur boð­ið að gefa eft­ir yf­ir 2 millj­arða króna sem hald­lagð­ar voru í Namib­íu, sem skaða­bæt­ur til namib­íska rík­is­ins í skipt­um fyr­ir mála­lykt­ir. Namib­ísk yf­ir­völd tóku held­ur fá­lega í til­boð­ið sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. Lög­mað­ur Wik­borg Rein, sem starfar fyr­ir Sam­herja, stað­fest­ir við­ræð­ur en seg­ir til­boð­ið ein­göngu hluta af einka­rétt­ar­legri deilu Sam­herja við yf­ir­völd, því sé ekki um að ræða við­ur­kenn­ingu á sekt í saka­máli.
Rannsókn Samherjamálsins lokið í Namibíu og réttarhöld hefjast brátt
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Rann­sókn Sam­herja­máls­ins lok­ið í Namib­íu og rétt­ar­höld hefjast brátt

Werner Menges, blaða­mað­ur The Nami­bi­an í Namib­íu, seg­ir að yf­ir­völd í Namib­íu hafi lok­ið rann­sókn Sam­herja­máls­ins. Tek­ist er á um meint van­hæfi dóm­ar­ans í mál­inu, Kobus Muller, vegna um­mæla sem hann hef­ur lát­ið falla um mál­ið. Hann seg­ir af­ar ólík­legt að rétt­að verði yf­ir starfs­mönn­um Sam­herja eða fyr­ir­tækj­um út­gerð­ar­inn­ar í Namib­íu þar sem Ís­land fram­selji ekki Ís­lend­inga til Namib­íu.
Segir að Samherji ætti að hafa áhyggjur af sekt í Bandaríkjunum
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Seg­ir að Sam­herji ætti að hafa áhyggj­ur af sekt í Banda­ríkj­un­um

Sænski blaða­mað­ur­inn Sven Bergman, sem fjall­að hef­ur um fjölda mútu­mála sænskra fyr­ir­tækja er­lend­is, seg­ir að illa hafi geng­ið að sækja stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna til saka í Sví­þjóð fyr­ir brot­in. Al­var­leg­ustu af­leið­ing­arn­ar hafi ver­ið þeg­ar banda­rísk yf­ir­völd tóku mál­in til rann­sókn­ar og sekt­uðu fé­lög­in um svim­andi upp­hæð­ir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár