Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Samherji sagður hafa boðið milljarða króna til að ljúka málum í Namibíu

Sam­herji hef­ur boð­ið að gefa eft­ir yf­ir 2 millj­arða króna sem hald­lagð­ar voru í Namib­íu, sem skaða­bæt­ur til namib­íska rík­is­ins í skipt­um fyr­ir mála­lykt­ir. Namib­ísk yf­ir­völd tóku held­ur fá­lega í til­boð­ið sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. Lög­mað­ur Wik­borg Rein, sem starfar fyr­ir Sam­herja, stað­fest­ir við­ræð­ur en seg­ir til­boð­ið ein­göngu hluta af einka­rétt­ar­legri deilu Sam­herja við yf­ir­völd, því sé ekki um að ræða við­ur­kenn­ingu á sekt í saka­máli.

Samherji sagður hafa boðið milljarða króna til að ljúka málum í Namibíu
Samherjar á góðri stundu Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og nánasti samverkamaður hans til áratuga, Aðalsteinn Helgason, framvkæmdastjóri Samherja í Namibíu ofl, ásamt samverkamönnum sínum frændunum James og Tamson Hatuikulipi, á fundi sem haldinn var með mikilli leynd á búgarði sjávarútvegsráðherra Namibíu árið 2012. Þeir tveir síðastnefndu hafa setið í varðhaldi í næstum þrjú ár og bíða þess að mæta fyrir dóm, þar sem krafist verður allt að 25 ára fangelsis yfir þeim, fyrir að hafa þegið mútugreiðslur af Samherja í skiptum fyrir verðmætan kvóta í Namibíu.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar höfðu lögmenn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein samband við ríkissaksóknaraembættið í Namibíu fyrir um það bil ári síðan þar sem óskað var eftir viðræðum um einhvers konar samkomulag um málalyktir.

Eftir því sem næst verður komist fól tilboð Samherja í sér að félagið gæfi eftir eignir fyrirtækja sinna í Namibíu, gegn því að fallið yrði frá frekari málaferlum á hendur fyrirtækinu. Ríkissaksóknaraembættið mun samkvæmt heimildum Stundarinnar ekki hafa talið tilboðið þess eðlis að tæki því að ræða það frekar, enda hafi það falið í sér eftirgjöf fjármuna, sem í raun eru þegar í vörslu namibíska ríkisins. Það er að segja söluandvirði togarans Heinaste, sem namibísk yfirvöld kyrrsettu og geymt er á bankareikningi í Namibíu.

„Eins og í öllum slíkum málum hafa farið fram viðræður um mögulegar sættir.“
Geir Sviggum, lögmaður Samherja hjá Wikborg Rein

Staðfestir viðræður um sættir

Geir Sviggum, lögmaður Samherja hjá Wikborg Rein, staðfesti í samtali …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Efsta myndin er af Þorsteini og Björgólfi en ekki Namibíugenginu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin í 1001 nótt

„Þögn íslenskra stjórnvalda áberandi“
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

„Þögn ís­lenskra stjórn­valda áber­andi“

Í lok októ­ber fór fram um­ræða á Al­þingi um rann­sókn Sam­herja­máls­ins í Namib­íu­mál­inu og orð­spori Ís­lands þar sem stór orð féllu. Frum­mæl­and­inn, Þór­hild­ur Sunn­ar Æv­ars­dótt­ir, taldi að fá þyrfti svör við því hvort drátt­ur á rann­sókn máls­ins á Ís­landi væri eðli­leg­ur, hvort yf­ir­völd á Ís­landi tækju mál­ið al­var­lega og hvort rann­sókn­ar­stofn­an­ir á Ís­landi væru nægi­lega vel fjár­magn­að­ar.
Kaupa fólk utan fjölskyldunnar út í milljarða viðskiptum
ÚttektSamherjaskjölin í 1001 nótt

Kaupa fólk ut­an fjöl­skyld­unn­ar út í millj­arða við­skipt­um

Sam­herja­fjöl­skyld­an hef­ur á und­an­förn­um mán­uð­um keypt eign­ar­hluti minni hlut­hafa í út­gerð­inni og á að heita má tí­unda hvern fisk í land­helg­inni. Börn Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Kristjáns Vil­helms­son­ar fara nú nær ein með eign­ar­hluti í fé­lag­inu fyr­ir ut­an litla hluti þeirra tveggja. Millj­arða við­skipti hafa svo átt sér stað á milli fjöl­skyldu­fyr­ir­tækj­anna í flóknu neti út­gerð­ar­inn­ar.
Rannsókn Samherjamálsins lokið í Namibíu og réttarhöld hefjast brátt
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Rann­sókn Sam­herja­máls­ins lok­ið í Namib­íu og rétt­ar­höld hefjast brátt

Werner Menges, blaða­mað­ur The Nami­bi­an í Namib­íu, seg­ir að yf­ir­völd í Namib­íu hafi lok­ið rann­sókn Sam­herja­máls­ins. Tek­ist er á um meint van­hæfi dóm­ar­ans í mál­inu, Kobus Muller, vegna um­mæla sem hann hef­ur lát­ið falla um mál­ið. Hann seg­ir af­ar ólík­legt að rétt­að verði yf­ir starfs­mönn­um Sam­herja eða fyr­ir­tækj­um út­gerð­ar­inn­ar í Namib­íu þar sem Ís­land fram­selji ekki Ís­lend­inga til Namib­íu.
Segir að Samherji ætti að hafa áhyggjur af sekt í Bandaríkjunum
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Seg­ir að Sam­herji ætti að hafa áhyggj­ur af sekt í Banda­ríkj­un­um

Sænski blaða­mað­ur­inn Sven Bergman, sem fjall­að hef­ur um fjölda mútu­mála sænskra fyr­ir­tækja er­lend­is, seg­ir að illa hafi geng­ið að sækja stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna til saka í Sví­þjóð fyr­ir brot­in. Al­var­leg­ustu af­leið­ing­arn­ar hafi ver­ið þeg­ar banda­rísk yf­ir­völd tóku mál­in til rann­sókn­ar og sekt­uðu fé­lög­in um svim­andi upp­hæð­ir.
Segir Samherja hafa reynt að stöðva fræðilega umfjöllun um Namibíumálið
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Seg­ir Sam­herja hafa reynt að stöðva fræði­lega um­fjöll­un um Namib­íu­mál­ið

Petter Gottschalk er norsk­ur pró­fess­or í við­skipta­fræði sem gerði ár­ang­urs­laus­ar til­raun­ir til að fá rann­sókn­ar­skýrslu lög­manns­stof­unn­ar Wik­borg Rein um Sam­herja­mál­ið í Namib­íu. Sam­herji lof­aði að birta skýrsl­una op­in­ber­lega og kynna hana fyr­ir embætti hér­aðssak­sókn­ara en stóð ekki við það.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár