Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi

Eign­ar­halds­fé­lag­ið sem Sam­herji not­aði til að halda ut­an um rekst­ur sinn í Namib­íu seldi fisk­veiðikvóta sinn á Ís­landi til ís­lensks dótt­ur­fé­lags Sam­herja ár­ið 2020. Þetta fyr­ir­tæki, Sæ­ból fjár­fest­ing­ar­fé­lag, var í 28. sæti yf­ir stærstu kvóta­eig­end­ur á Ís­landi um vor­ið 2019. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins kem­ur fram hvernig reynt hef­ur ver­ið að skera á tengsl þess við Ís­land í kjöl­far Namib­íu­máls­ins.

Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
Á ekki lengur kvótann Félagið sem Samherji hefur notað til að halda utan um rekstur félagsins í Namibíu hefur selt fiskveiðikvóta sinn á Íslandi. Félagið var í 28. sæti yfir stærstu kvótaeigendur á Íslandi árið 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Mynd: Davíð Þór

Sæból fjárfestingarfélag, sem hélt utan um rekstur íslenska útgerðarfélagsins Samherja í Namibíu, seldi fiskveiðikvóta sinn á Íslandi til annars félags í Samherjastæðunni árið 2020. Sæból var um mitt ár í 28. sæti yfir stærstu kvótaeigendur á Íslandi með tæplega 3.200 tonn, í þorski og grálúðu. Um var að ræða 0,75 prósent af heildarkvótanum við Ísland. Nú er félagið hins vegar ekki lengur kvótaeigandi hér á landi. Dótturfélag Samherja, Útgerðarfélag Akureyringa, keypti þennan kvóta félagsins fyrir tæplega 13,1 milljón dollara árið 2020 eða sem nemur rúmlega 1.664 milljónum króna.

Sæból, sem áður hét Polaris Seafood, hafði fyrir þetta haldið á verulegum aflaheimildum við Ísland fyrir Samherja um margra ára skeið.

Þetta sama félag hélt svo meðal annars utan um eignarhluti Samherja í annarri Afríkuútgerð, Kötlu Seafood sem veiddi aðallega í Marokkó og Máritaníu fram til ársins 2013. Sæból á tvö dótturfélög á Kýpur, Esju Seafood og Esju Shipping, sem saman áttu eignir upp á tæplega 150 milljónir dollara í árslok 2020, eða 19 milljarða króna í árslok 2020, samkvæmt ársreikningi Sæbóls.

„Mikilvægir hagsmunaaðilar sem félagið á í samskiptum við, bankar, birgjar og stórir viðskiptavinir hafa haldið tryggð við félagið“
Úr ársreikningi Sæból fjárfestingarfélags

Um söluna á kvótanum til Útgerðarfélags Akureyringa segir í ársreikningnum: „Félagið seldi rekstrarfjármuni sína í árslok 2020 til Útgerðarfélags Akureyringa ehf., sem er dótturfélag Samherja hf.“ Með rekstrarfjármunum er átt við aflaheimildir, kvóta.

Samhliða því að Sæból seldi kvóta sinn á Íslandi til annars Samherjafélags þá hætti eignarhald þess að vera á hendi íslensks félags. Í upphafi árs var félagið í eigu Samherja Holding ehf., sem meðal annars á hlutabréf Samherjasamstæðunnar í Eimskipafélagi Íslands, en í lok árs var félagið komið í hendur fyrirtækis í Hollandi sem heitir Alda Seafood Holding BV.  Stundin hefur áður greint frá flutningi eigna í samstæðu Samherja til Hollands. 

Félagið til rannsóknar frá árinu 2019

Rekstur Samherja í Namibíu hefur verið til rannsóknar hjá namibískum og íslenskum yfirvöldum frá því í lok árs 2019 eftir að greint var frá mútugreiðslum útgerðarinnar til áhrifamanna í Namibíu í Kveik, Stundinni, Wikileaks og Al Jazeera. Í ársreikningi Sæbóls fjárfestingarfélags kemur fram, líkt og raunar áður hefur verið sagt frá opinberlega ítrekað, að Samherji hafi lagt reksturinn í Namibíu af eftir að greint var frá þessum upplýsingum.

Lítið hefur spurst út um gang rannsóknarinnar á Íslandi en Stundin hefur áður greint frá yfirheyrslum á hendur nokkrum starfsmönnum og fyrrverandi starfsmönnum Samherja. Eftir því sem næst verður komist er rannsóknin í fullum gangi en COVID-19 faraldurinn hægði á henni, meðal annars vegna örðugleika á samskiptum og samvinnu við yfirvöld í Namibíu. 

Tala ennþá um „ásakanir" JóhannesarSamherji stillir rannsókn Namibíumálsins upp þannig að um sé að ræða „ásakanir" Jóhannesar Stefánssonar.

Um rannsóknina og þessa aflögðu starfsemi segir í ársreikningi Sæbóls: „Í október 2019 sakaði fyrrverandi starfsmaður erlends dótturfélags Samherja Holding [Jóhannes Stefánsson] félagið og starfsmenn samstæðunnar um lögbrot. Félagið tók þessar ásakanir alvarlega og réð stjórn félagsins strax til sín alþjóðlegu lögmannstofuna Wikborg Rein til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfsemi dótturfélaga sem tengdust starfseminni í Namibíu.

Rannsókn Wikborg Rein var mjög yfirgripsmikil og voru niðurstöður hennar kynntar stjórn félagsins í júlí 2020. Ásakanirnar eru til rannsóknar hjá yfirvöldum í Namibíu og á Íslandi en ekki hefur verið höfðað mál á hendur félaginu. Félagið hefur mótmælt öllum ásökunum um lögbrot og gert grein fyrir sjónarmiðum sínum opinberlega. Það hefur fjallað ítarlega um hvað fór úrskeiðis í rekstrinum í Namibíu og hvers vegna. Gripið hefur verið til víðtækra ráðstafana til að koma í veg fyrir að slík atvik geti hent á ný. Mikilvægir hagsmunaaðilar sem félagið á í samskiptum við, bankar, birgjar og stórir viðskiptavinir hafa haldið tryggð við félagið. Starfsemi dótturfélaga í Namibíu var lögð niður í árslok 2019 og hefur verið lögð áhersla á að dótturfélög í landinu muni uppfylla skyldur gagnvart namibískum yfirvöldum.“

Eitt af því sem er áhugavert við þessi orð um að „mikilvægir hagsmunaðilar“ hafi haldið tryggð við félagið er að þau eru ekki alveg sönn. Eins og greint var frá í fjölmiðlum hætti meðal annars DNB-bankinn norski að þjónusta Samherja í kjölfar Namibíumálsins auk þess sem fyrirtækið skipti um endurskoðanda hér á landi. 

Kröfur í Nambibíu og Færeyjum

Í ársreikningi Sæbóls er einnig fjallað um það að stjórnvöld í Namibíu og Færeyjum hafi gert kröfur á hendur namibískum félögum Samherja sem lögð hafa verið niður í kjölfar Namibíumálsins. Um er að ræða kröfur vegna ætlaðra vangreiddra skatta meðal annars en í Namibíumálinu var meðal annars greint frá notkun Samherja á félagi í skattaskjólinu Máritíus. Þá er einnig greint frá skattrannsókn færeyskra yfirvalda á Samherja vegna vangreiddra skatta af launum áhafna útgerðarinnar þar í landi. 

Um þessi tvö mál segir í ársreikningnum:  „Stjórnvöld í Namibíu hafa stofnað til nokkurra skatta- og annarra lögfræðilegra krafna á hendur namibískum dótturfélögum samstæðunnar. Þar á meðal er mögulegt endurmat á skattgreiðslum að fjárhæð 318 milljónum Namibíudala (22 millj. Bandaríkjadala). Niðurstöðu þess og tengdum málskostnaði er ekki hægt að áætla með nægilegri vissu. Stjórnendur fyrirtækisins hafa mótmælt þessum kröfum. Samherji hf., hefur greitt fyrir hönd Sp/f Tindhólms, dótturfélags Sæbóls fjárfestingafélags ehf., samtals um 17 milljónir danskra króna til færeyskra skattyfirvalda vegna óvissu um gildi skattfrelsis fyrir ákveðna áhafnarmeðlimi. Skattyfirvöld í Færeyjum hafa tilkynnt dótturfélagið Sp/F Tindhólm til lögreglu. Málið snýst um tilkynningu til færeyskra yfirvalda varðandi áhöfn um borð í skipum sem skráð eru í alþjóðlegri og landsskipaskrá Færeyja. Óljóst er hvort eða hvernig færeysk skattayfirvöld og lögregla munu fylgja málinu eftir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Þorsteinn Már segir ný gögn og vitni til staðar í Seðlabankamálinu
FréttirSamherjamálið

Þor­steinn Már seg­ir ný gögn og vitni til stað­ar í Seðla­banka­mál­inu

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir ný gögn liggja fyr­ir í skaða­bóta­máli sínu gegn Seðla­bank­an­um. Áfrýj­un Seðla­banka Ís­lands í máli hans var tek­in til með­ferð­ar í Lands­rétti dag en for­stjór­inn hafði bet­ur í hér­aði. „Ég held að þú hljót­ir að gera þér grein fyr­ir því að ég vil ekki tala við þig,“ sagði hann við Stund­ina í Lands­rétti í dag.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
3
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
4
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
7
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.
Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
10
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
8
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár