Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Gögn sýna hvernig Sam­herji greiddi skipu­lega hundruð millj­óna króna í mút­ur til stjórn­mála­manna og tengdra að­ila í Namib­íu, til að fá kvóta sem lagði grunn að stór­um hluta hagn­aði fé­lags­ins und­an­far­in ár. Hagn­að­ur­inn og mútu­greiðsl­urn­ar runnu í gegn­um net skatta­skjóla.

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
Á heimili tengdasonarins Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, hafa hist tvisvar. Í annað skiptið var á heimili Tamson „Fitty“ Hatuikulipi.

Félög í eigu Samherja hafa frá árinu 2012 greitt mörg hundruð milljónir króna í mútur til einstaklinga sem eru tengdir sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, til að tryggja fyrirtækinu aðgang að fiskveiðikvóta í landinu.

Í gögnum sem Stundin hefur undir höndum um útgerð Samherja í Namibíu koma fram stórfelldar greiðslur, á annan milljarð króna, til aðila sem taka ákvarðanir um sjávarútvegsmál fyrir hönd namibíska ríkisins. Stundin hefur unnið úr gögnunum í samstarfi við Wikileaks, fréttaskýringaþáttinn Kveik í Ríkissjónvarpinu og katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera. Auk þess að greiða mútur hefur Samherji komið á fót vef aflandsfyrirtækja þar félagið stundar fjármagnsflutninga með litlu gagnsæi og óljósum skattgreiðslum, en Stundin fjallar um aflandsfléttu Samherja í annarri grein.

Rannsakað sem spilling

Einn af mönnunum sem þegið hafa greiðslurnar frá Samherja er James Hatuikulipi, stjórnarformaður ríkisfyrirtækis sem heitir Fishcor sem meðal annars úthlutar kvóta til útgerðarfélaga í landinu. Annar sem fengið hefur fengið greitt er frændi James og tengdasonur sjávarútvegsráðherrans, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi. Þriðji maðurinn er núverandi dómsmálaráðherra Namibíu, Sacky Shangala, sem er einn af höfuðpaurunum í skipulagningu viðskiptanna en hann var meðal annars eigandi að einu fyrirtæki sem fékk greitt frá Samherja. Sá fjórði er svo Mike Nghipunya, forstjóri ríkisfyrirtækisins Fishcor, sem Jóhannes segir að hafi fengið greiðslur frá Samherja í gegnum milliliði.  

Stofnun í Namibíu sem rannsakar spillingu, ACC (Anti Corruption Committee), er nú með málið inni á borði hjá sér til rannsóknar en mútugreiðslur til ráða- og stjórnmálamanna eru ólöglegar þar í landi rétt eins og á Íslandi. Efhahagsbrotadeild lögreglunnar í Namibíu er einnig að rannsaka málið. Þá eru angar málsins til skoðunar í  fleiri löndum, meðal annars hjá efnahagsbrotadeildinni í Noregi, Ökokrim, þar sem grunur um peningaþvætti innan samstæðu Samherja er til athugunar, og einnig á Íslandi þar sem embætti héraðssaskóknara hefur fengið upplýsingar um málin. 

Milljarða tekjur Samherja í Namibíu

Samherji er langstærsta útgerðarfélag Íslands þegar tekið er tillit til innlendrar og erlendrar starfsemi og er með 110 milljarða króna í eigið fé - eignir mínus skuldir.  Útgerðarfélagið hefur hagnast um 112 milljarða króna á milli áranna 2011 og 2019 og hefur Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri félagsins, meðal annars byggt upp eignarhaldsfélag í kringum hlutabréfaeign sína í Samherja sem á 48 milljarða króna eignir og skuldar ekkert. Hluta þessa mikla hagnaðar má rekja til starfsemi Samherja í Afríku. 

Áður en Samherji hóf veiðar í Namibíu árið 2012 stundaði félagið veiðar við  Máritaníu og Marokkó frá árinu 2007 í gegnum Kötlu Seafood á Kanaríeyjum. Samherji hagnaðist verulega á þessum veiðum en um 1/3 hluta tekna Samherja mátti rekja til þeirra. Útgerð Samherja í Namibíu er minni en ætla má að um 10 prósent árstekna Samherjasamstæðunnar, tekna sem verið hafa á milli 70 og 90 milljarðar króna einstaka ár,  hafi komið frá henni eða fleiri milljarðar króna á hverju ári. 

Þó fjölmiðlar hafi margoft í gegnum tíðina fjallað um aflandsviðskipti Samherja á Kýpur þá hafa hafa skattaskjólin á Marshall-eyjum og Máritíus sem gögnin sýna fram á að Samherji notar í viðskiptum sínum hingað til ekki komið fram í umræðunni um útgerðarfyritækið. Enn síður hefur sú staðreynd komið fram að Samherji greiðir mútur til að fá aðgang að kvótum í Afríku, meðal annars með greiðslum til Dubaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá félagi sínu á Kýpur, Esju Seafood, sem kalla má miðpunkt alþjóðlegrar starfsemi akureyska útgerðarfélagsins.

LykilmennirnirSacky Shangala, dómsmálaráðherra Namibíu, Tamson Hakuikulipi, tengdasonur sjávarútvegsráðherra, og James Hakuikulipi, stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Fishcor, hafa komið nokkrum sinnum til Íslands í boði Samherja. Þeir sjást hér í snjósleðaferð í Eyjafirði á vegum Samherja.

Hálfur milljarður til félags í Dubaí

Samherji hefur meðal annars greitt rúmlega 4 milljónir dollara, nærri hálfan milljarð króna, til fyrirtækis í Dubaí, Tundavala Investment Limited, sem er í eigu stjórnarformanns ríkisfyriritækisins Fishcor í Namibíu, á árunum 2014 til 2019 til að liðka fyrir aðgengi fyrirtækis Samherja í Namibíu að fiskveiðikvóta í landinu og í Angóla. Þetta er áðurnefndur James Hatuikulipi og er hann náfrændi tengdasonar Bernhard Esau sjávarútvegsráðherra, Fitty Tamson Hatuikulipi. Eiginkona Fitty og dóttir Esau sjávarútvegsráðherra heitir Ndapandula.

Greiðslurnar fara meðal annars í gegnum Esju Seafood Limited, eignarhaldsfélag og fisksölufyrirtækis Samherja á Kýpur, og Noa Pelagic Limited, annars Samherjafélags á Kýpur. 

Þá eru greiðslur frá félögum Samherja til félaga þessara einstaklinga í Namibíu upp á meira en hálfan milljarð króna til viðbótar. 

Mútur frá byrjunJóhannes Stefánsson segir að Samherji hafi greitt mútur fyrir fyrsta kvótann sem útgerðarfélagið komst yfiir í Namibíu.

Uppljóstrari lýsir mútum og arðráni

Greiðslurnar eru kallaðar „ráðgjafagreiðslur“ hjá Samherja en fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu á árunum 2012 til 2016, Jóhannes Stefánsson, segir að um mútugreiðslur sé að ræða en í sambærilegum spillingarmálum þar sem mútur koma við sögu er algengt að greiðslurnar séu kallaðar öðrum nöfnum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár