Nýtt efni

Félag Eyþórs tapar á „alvöru“ viðskiptunum með Moggabréfin
Félög Samherja og Eyþórs Arnalds sem áttu í viðskiptum með hlutabréf í Morgunblaðinu árið 2017 halda áfram að gera viðskiptin upp í bókum sínum. Fjárfestingarfélag Samherja á enn eftir að afskrifa lánið í bókum sínum.

Kosið um framtíð Póllands
Það stefnir í spennandi þingkosningar í Póllandi eftir hálfan mánuð. Valur Gunnarsson er í Póllandi og mun fylgjast með kosningabaráttunni.

„Ég þekki mín réttindi og er alltaf tilbúin að berjast fyrir þeim“
„Ræstingar er mjög erfitt starf,“ segir Ieva Mūrniece, sem hefur starfað við þrif á Íslandi í sjö ár. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að lífsskilyrði og heilsa fólks sem starfar við ræstingar er mun verri en annarra á vinnumarkaði, sama hvert er litið.

Reykjavíkurborg getur átt von á 33 milljarða arði úr Orkuveitunni á næstu árum
Orkuveita Reykjavíkur er að selja hlut í tveimur dótturfélögum, Ljósleiðaranum og Carbfix. Hún áætlar að það skili um 61 milljarði króna i innborgað hlutafé á næstu fjórum árum. Spár gera ráð fyrir því að tekjur í starfsemi síðarnefnda félagsins muni vaxa mikið Gangi þær spár eftir ætlar Orkuveitan að borga eigendum sínum: Reykjavík, Akranesi og Borgarbyggð, út samtals 35 milljarða króna í arð á tímabilinu.

Fólk í leit að vernd fái ekki alltaf talsmann
Dómsmálaráðherra vill að Útlendingastofnun fái heimild til að afgreiða umsóknir fólks sem hingað leitar verndar án þess að því sé skipaður talsmaður. Þá vill ráðherrann breytingar á veitingu dvalarleyfa af mannúðarástæðum og breyta samsetningu kærunefndar útlendingamála.

Samfylkingin með yfir 30 prósent fylgi og nálægt því að vera jafn stór og stjórnin
Það er innan vikmarka að Vinstri græn falli af þingi, en flokkurinn mælist sá minnsti á Alþingi. Aldrei áður í sögu Gallup mælinga hefur Samfylkingin mælst næstum tíu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn, en rúmur áratugur er síðan að sá flokkur rauf 30 prósenta múrinn.

Um helmingur getur ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum
Um fjórðungur heilbrigðisstarfsfólks innan Sameykis á í erfiðleikum með að láta enda ná saman, einn af hverju tíu hefur ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag og sama hlutfall hefur ekki efni á bíl. Tæplega 40 prósent búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði.

Ótrúleg uppgötvun James Webb: Tveir Júmbóar flakka saman um Óríon-þokuna
Stjörnusjónaukinn knái gerir uppgötvun sem ENGINN hefði í alvörunni getað látið sér detta í hug


Þorgerður María Þorbjarnardóttir
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Loftslagsbreytingar eru neyðarástand og þær krefjast aðgerða, skrifar formaður Landverndar. „Aðlögun að loftslagsbreytingum snýst ekki bara um að laga sig að áhrifum þeirra heldur felst í henni aðlögun að samfélagi sem lifir án þess að ganga á og skaða náttúruna og loftslagið þar með.“

„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborningsins, segir það hafa verið viðbúið að ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða hafi aftur verið vísað frá héraðsdómi. „Ef menn hefðu ekki verið að halda þennan helvítis blaðamannafund í september í fyrra og verið með þessar stóryrtu yfirlýsingar þá væru menn í allt annarri stöðu,“ segir hann.

Talsmenn háðir Útlendingastofnun fjárhagslega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, ætlar að biðja um úttekt ríkisendurskoðunar á talsmannaþjónustu fyrir hælisleitendur en talsmennirnir eru fjárhagslega háðir Útlendingastofnun, stofnuninni sem úrskurðar í málum skjólstæðinga þeirra. Ungur maður frá Venesúela lenti í því nýverið að heyra ekki frá talsmanninum sínum vikum saman með þeim afleiðingum að hann vissi ekki af neikvæðum úrskurði Útlendingastofnunar fyrr en of seint var orðið að kæra úrskurðinn.

Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana
Borgarstjóri segir stærsta áhættuþátturinn í fjármálum íslenskra sveitarfélaga vera ríkið, að ótvírætt sé að Reykjavíkurborg sé í forystu í húsnæðismálum á Íslandi og að umferðin verði áfram stopp nema að borgarlínu verði komið á. Hann telur að við séum á „þröskuldinum að fara með borgarlínuna af stað“.