Nýtt efni


Þorgerður María Þorbjarnardóttir
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Loftslagsbreytingar eru neyðarástand og þær krefjast aðgerða, skrifar formaður Landverndar. „Aðlögun að loftslagsbreytingum snýst ekki bara um að laga sig að áhrifum þeirra heldur felst í henni aðlögun að samfélagi sem lifir án þess að ganga á og skaða náttúruna og loftslagið þar með.“

„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborningsins, segir það hafa verið viðbúið að ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða hafi aftur verið vísað frá héraðsdómi. „Ef menn hefðu ekki verið að halda þennan helvítis blaðamannafund í september í fyrra og verið með þessar stóryrtu yfirlýsingar þá væru menn í allt annarri stöðu,“ segir hann.

Talsmenn háðir Útlendingastofnun fjárhagslega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, ætlar að biðja um úttekt ríkisendurskoðunar á talsmannaþjónustu fyrir hælisleitendur en talsmennirnir eru fjárhagslega háðir Útlendingastofnun, stofnuninni sem úrskurðar í málum skjólstæðinga þeirra. Ungur maður frá Venesúela lenti í því nýverið að heyra ekki frá talsmanninum sínum vikum saman með þeim afleiðingum að hann vissi ekki af neikvæðum úrskurði Útlendingastofnunar fyrr en of seint var orðið að kæra úrskurðinn.

Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana
Borgarstjóri segir stærsta áhættuþátturinn í fjármálum íslenskra sveitarfélaga vera ríkið, að ótvírætt sé að Reykjavíkurborg sé í forystu í húsnæðismálum á Íslandi og að umferðin verði áfram stopp nema að borgarlínu verði komið á. Hann telur að við séum á „þröskuldinum að fara með borgarlínuna af stað“.

Heimilin borguðu 22,5 milljörðum krónum meira í vexti á fyrstu sex mánuðum ársins
Miklar vaxtahækkanir á síðastliðnu ári hafa gert það að verkum að vaxtagreiðslur íslenskra heimila hafa aukist um 62 prósent. Þau borguðu samtals 59 milljarða króna í vexti á fyrstu sex mánuðum ársins 2023. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur nú dregist saman fimm ársfjórðunga í röð. Við fáum einfaldlega mun minna fyrir peninganna okkar.

248 íslensk fyrirtæki hafa þegar yfirgefið íslensku krónuna
Stór fyrirtæki í sjávarútvegi, hugbúnaðargerð og ferðaþjónustu gera ekki upp í íslenskum krónum heldur öðrum gjaldmiðlum. Við það geta þau fengið fjármögnun hjá erlendum bönkum á mun skaplegri kjörum en bjóðast hér innanlands og verða að mestu ónæm fyrir íslenskum stýrivaxtahækkunum. Þær hækkanir bíta hins vegar fast á minni fyrirtækjum, heimilum og hinu opinbera.

„Alveg ljóst“ að verð á heitu vatni mun hækka
Þúsund lítrar af heitu vatni kosta um 153 krónur í Árborg. „Og það er svipað og verð á hálfum lítra af gosi,“ segir Sigurður Þór Haraldsson hjá Selfossveitum. Sífellt lengra og dýpra þurfi að sækja heitt vatn til að anna eftirspurn í takti við hraða íbúafjölgun. Verðbreytingar hljóti að vera í farvatninu.

Fer á puttanum um firðina
Jamie Lee, sem er fædd og uppalin í Hong Kong, féll kylliflöt fyrir Íslandi þegar hún kom hingað í ferðalag. Nú rekur hún fyrirtækið Fine Food Islandica sem ræktar beltisþara í Steingrímsfirði og syndir stundum út að línunum til að athuga með þarabörnin sín.

And Björk of Course
Andrea og Steindór fjalla um mynd Lárusar Ýmis Óskarssonar og Benedikts Erlingssonar frá 2004, And Björk of Course. Fleiri þættir eru í boði á Patreon síðu Bónus Tvíó: www.patreon.com/biotvio


Páll Hermannsson
Milljarðar upp um skorsteininn á okkar kostnað – eða: Mun skynsemin ráða?
Páll Hermannsson skoðar hvaða möguleikar eru í boði til að minnka þann aukakostnað sem losunargjöld leggja á siglingar gámaskipa.