Nýtt efni


Stefán Ingvar Vigfússon
Sannleikur
Stefán Ingvar Vigfússon fer yfir atburðarásina i stjórnmálunum í upphafi árs og spyr: „En getum við ekki bara talað um bókun 35?“

Baráttan um brimið
Brimbrettafélag Íslands ætlar að knýja á um íbúakosningu um ölduna í Þorlákshöfn. Verði landfylling að veruleika mun það verða þungt högg fyrir viðkvæma menningu brimbrettaiðkenda á Íslandi. Framkvæmdir voru stöðvaðar á síðustu stundu.

Blóðið í jörðinni við Panipat - Seinni hluti
Illugi Jökulsson fjallar um tvær orrustur á Indlandi en þessi þáttur er framhald síðasta þáttar.

Danskir húsgagnaframleiðendur í bobba
Danskir húsgagnaframleiðendur hafa ekki margt til að gleðjast yfir þessa dagana. Salan hefur dregist saman um tugi prósenta og betri tíð ekki í augsýn. Ungir kaupendur vilja ódýr húsgögn og notað er vinsælt.

Harmleikurinn í Neskaupstað: Sagan öll
Samfélagið í Neskaupsstað reyndi að gera veikum manni sem þar bjó lífið bærilegra með því að gefa honum mat, föt og fá fyrir hann nauðsynlega aðstoð. Hann var nauðungarvistaður í allt að tólf vikur en útskrifaður fyrir þann tíma. Sem endaði með skelfingu.

Bankastjórarnir fengu 260 milljónir fyrir sinn snúð
Bankastjórar íslensku viðskiptabankanna fjögurra fengu samtals 260 milljónir króna í launagreiðslur, hlunnindi og sérstakar árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankarnir þeirra skiluðu myndarlegum hagnaði.


Sif Sigmarsdóttir
Til minningar um ódæðisverk
Á tímum uppgangs öfgahægrisins megum við ekki við því að afmá ummerki um ein mestu ódæðisverk mannkyns. Fyrst við gátum tekið upp Valentínusardaginn hljótum við að geta sett alþjóðlegan minningardag um helförina í dagatalið eins og aðrir.

Skilyrði um fjölgun jarðskjálftamæla vegna Coda Terminal
Skipulagsstofnun krefst sautján skilyrða ætli Carbfix að fá leyfi til uppbyggingar á Coda Terminal nærri íbúabyggð í Hafnarfirði.

Starfsfólk Breiðholtsskóla: „Alls staðar er komið að lokuðum dyrum“
Starfsfólk Breiðholtsskóla krefst þess að ríki og sveitarfélög tryggi börnum í vanda þau úrræði sem þau eiga rétt á. Fjallað hefur verið um ofbeldi á miðstigi skólans í fjölmiðlum síðustu daga.

Holskefla hópsýkinga
Vígdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir holskeflu tilkynninga um hópsýkingar vegna matvæla hafa borist að undanförnu. Ekki sé þó víst að þær séu í raun fleiri en áður því hugsanlega sé samfélagið meðvitaðra eftir alvarlegu hópsýkinguna á leikskólanum í haust.

Svona græddu allir bankarnir milljarða
Íslensku viðskiptabankarnir fjórir, Landsbanki, Íslandsbanki, Arion banki og Kvika, græddu samalagt 96 milljarða króna. Allir hafa þeir skilað uppgjöri og vilja stjórnir þeirra greiða eigendum sínum meira en 50 milljarða króna í arð. Íslenska ríkið og lífeyrissjóðir eru langstærstu eigendur íslenska bankakerfisins og mega því vænta stærsta hluta arðsins.

Borgarleikhússtjóri hættir til þess að leikstýra söngleik
Brynhildur Guðjónsdóttir hefur ákveðið að hætta störfum sem leikhússtjóri Borgarleikhússins og mun leikstýra Moulin Rouge.

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
Hæfnisnefndin sem komst að niðurstöðu um að Brynjar Níelsson varaþingmaður væri hæfastur til að verða dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur horfði sérstaklega til starfa hans sem pólitísks aðstoðarmanns Jóns Gunnarssonar í dómsmálaráðuneytinu. Meirihluti umsækjenda dró umsóknina til baka eftir að þeir voru upplýstir um hverjir aðrir sóttu um.