Nýtt efni

Leyndardómsfullar vatnsbirgðir Líbíu
Hinar hræðilegu hörmungar í Derna hafa beint athyglinni að Líbíu sem hefur verið utan sjónsviðs fjölmiðlanna um skeið. En þótt landið sé þekkt fyrir þurrar eyðimerkur er þetta ekki í fyrsta sinn sem vatn hefur spilað stóra rullu fyrir landsmenn. Fyrsta líbíska þjóðin byggði tilveru sína á leyndum vatnsbólum.

Fjöldagröf eftir flóð
Tæplega fjögur þúsund eru látnir og mörg þúsund fleiri er saknað eftir gríðarleg flóð í borginni Derna í Líbíu. Líkum hefur verið safnað saman undanfarna daga og fjöldagrafir undirbúnar.

„Ég hef ekki mikinn áhuga á pólitík“
Egill Helgason segir að hófsömu öflum hafi algjörlega mistekist að halda í sína kjósendur. „Heimurinn hefur ekki versnað mikið, held ég. Það er bara umræðan sem hefur súrnað svo svakalega.“

„Það skín enn þá í skriðusárin“
Guðrún Ásta Tryggvadóttir flutti árið 2018 til Seyðisfjarðar til að kenna í grunnskólanum þar. Hún býr, ásamt fjölskyldu sinni, efst í fjallinu, eins og hún orðar það, á skilgreindu C-svæði, eða því hættulegasta í bænum. Hún segir enn þá „skína í skriðusárin“ í Botnshlíð þar sem hún býr frá því fyrir þremur árum þegar stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi féll á Seyðisfirði. Hún segir Seyðfirðinga, þrátt fyrir þetta, vera seiga, samheldna og æðrulausa.

„Samherji hefur verið stolt Akureyrar og Norðurlands þar til nýverið“
Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður opnar sýningu um Samherja á Dalvík. Hann segir að með verkinu vilji hann eiga í samtali við Norðlendinga um Samherja og þær snúnu tilfinningar sem fólk ber í brjósti í garð fyrirtækisins.

„Þetta er sárt að horfa upp á“
Þegar kálfafullar langreyðakýr eru veiddar er verið að veiða tvö dýr en ekki eitt, segir Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur. Fóstrið sem skorið var úr kú í hvalstöðinni í gær átti líklega 1-2 mánuði eftir í móðurkviði.

Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
Í siðareglum kjörinna fulltrúa í Ölfusi kemur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins. Elliði Vignisson situr í nefndum á vegum bæjarstjórnar Ölfuss auk þess sem hann situr alla bæjarstjórnar- og bæjarráðsfundi. Hann telur sig samt vera undanþeginn siðareglum kjörinna fulltrúa sem koma eiga í veg fyrir hagsmunaárekstra.


Sif Sigmarsdóttir
Einkaleyfi á kærleikanum
Kirkjunni er frjálst að reyna að fá fólk til liðs við sig. En krafa þjóna hennar um að kristinfræði sé sett skör hærra en aðrar lífsskoðanir í menntastofnunum landsins á engan rétt á sér.

Ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu
Fjórtán vaxtahækkanir í röð og hert lánþegaskilyrði hafa skilað því að íbúðaverð er farið að lækka að raunvirði á Íslandi. Á einu ári, frá ágúst 2022 til sama mánaðar í ár, nemur sú lækkun 5,3 prósent.


Halla Hrund Logadóttir
Nýtni var það, heillin
Orkumálastjóri skrifar um tækifæri í betri nýtingu auðlinda okkar. „Nýtni er nefnilega ekki stöðnun heldur hvetur hún til nýsköpunar og sóknar með það sem við höfum á milli handanna hverju sinni og styður við sjálfbærni um leið.“

Forstjóri Arctic Fish segir skoðun á kynþroska eldislaxa í slysasleppingu ólokið
Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, getur ekki svarað spurningum um hvort ljósstýring hafi verið notuð eða ekki í kví félagsins í Patreksfirði. 3500 laxar sluppu úr kvínni í sumar og er grunur um að stór hluti þeirra hafi verið kynþroska vegna mistaka við ljósastýringu. Slíkt væri brot á rekstrarleyfi Arctic Fish.