Lífeyrissjóðsstjóri fannst í miðri skattsvikafléttu Sigurðar í Sæmark
Kristján Örn Sigurðsson, sem hætti sem forstjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins eftir uppljóstrun Panamaskjalanna, var í forsvari fyrir Panamafélag sem var í þungamiðju hundraða milljóna skattsvika Sigurðar Gísla Björnssonar, eiganda og stjórnanda Sæmarks. Yfirskattanefnd hefur staðfest hálfs milljarðs skattakröfu á hendur þeim síðarnefnda í einu umfangsmesta skattsvikamáli sögunnar.
ÚttektPandóruskjölin
Fasteignakaup Blair-hjóna, konungs Jórdaníu og forsætisráðherra Tékklands
Pandóruskjölin sýna hvernig stjórnmálamenn og ríkt fólk nýtir sér aflandsfélög til að fela slóð viðskipta sinna og oft sleppa við að borga skatta.
ÚttektSamherjaskjölin
Pólitískir Samherjar
Starfsemi útgerðarinnar Samherja teygir sig um allan heim. Þegar hún er skoðuð kemur í ljós að víðast hvar má finna lykilstarfsmenn með sterk pólitísk tengsl; allt frá Íslandi til Færeyja og niður til Afríku.
FréttirSamherjaskjölin
Hvernig Jónshús í Kaupmannahöfn tengist rannsókn Samherjamálsins í Namibíu
Umfjöllun færeyska ríkissjónvarpsins um Samherjamálið í Namibíu hefur hjálpað til við að varpa ljósi á af hverju útgerðarfélagið stofnaði danskt félag, staðsett í Jónshúsi, árið 2016. Í stað danska félagsins var samnefnt færeyskt félag notað til að greiða íslenskum starfsmönnum Samherja í Namibíu laun og er þetta nú til rannsóknar í Færeyjum.
FréttirHeimavígi Samherja
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
Stórfelldar lánveitingar Samherja frá Kýpur til félaga á Akureyri sína hvernig peningarnir komast til Íslands frá fiskmiðunum í Afríku sem Samherji hefur hagnast svo vel á.
FréttirLaxeldi
Auðlindafyrirtæki á markað í Noregi: Aflandsfélag á Kýpur á nær helming hlutabréfanna
Íslensk laxeldisfyrirtæki fara á hlutabréfamarkað í Noregi eitt af öðru. Norsk laxeldisfyrirtæki eiga stærstu hlutina í íslensku félögunum. Hagnaðurinn af skráningu félaganna rennur til norsku. Engin sambærileg lög gilda um eignarhlut erlendra aðila á íslensku laxeldisauðlindinni og á fiskveiðiauðlindinni.
FréttirSamherjaskjölin
Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai
Gögn innan úr Samherja sýna að Jóhannes Stefánsson kom hvergi að rekstri Esju Seafood á Kýpur. Þetta félag greiddi hálfan milljarð í mútur til Dubai. Ingvar Júlíusson stýrði félaginu með sérstöku umboði og Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kom og kemur einnig að rekstri Esju.
FréttirSamherjaskjölin
Samherjafélag afskrifar 257 milljóna lán til félags Eyþórs Arnalds borgarfulltrúa
Félag Samherja sem lánaði Eyþóri Arnalds fyrir hlutabréfum í Morgunblaðinu tapaði 200 milljónum í fyrra. Skuld félags Eyþórs við Samherjafélagið hefur nú verið afskrifuð að fullu. Félagið sem lánar Eyþóri er fjármagnað óbeint af sama félagi á Kýpur og greiddi Namibíumönnum hundruð milljóna króna í mútur.
FréttirSamherjaskjölin
Þess vegna eru þessi sex yfirheyrð í Namibíumálinu
Sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja hafa réttarstöðu sakborninga í rannsókn héraðssaksóknara á Namibíumálinu og voru þeir yfirheyrðir í sumar. Þetta sýnir að rannsókn Namibíumálsins er í gangi hjá embættinu.
Greining
Þorsteinn Már barði í borðið: Það sem Seðlabankamálið snerist um
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur fært umræðuna um Seðlabankamálið inn í þann farveg að það snúist um viðskipti með karfa og samsæri RÚV og Seðlabanka Íslands. Umræður í aðalmeðferð skaðabótamáls Samherja gegn Seðlabanka Íslands hafa hins vegar sprengt þá söguskýringu.
ÚttektSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn
Kristján í Samherja er stærsti eigandi nýs miðbæjar Selfoss
Bygging nýs miðbæjar á Selfossi stendur nú yfir. Verið er að reisa 35 hús sem byggð eru á sögulegum íslenskum byggingum. Stærsti hluthafi miðbæjarins er Kristján Vilhelmsson, útgerðarmaður í Samherja, en eignarhald hans á nýja miðbænum var ekki uppi á borðum þegar gengið var til íbúakosningar um framkvæmdirnar árið 2018.
ÚttektSamherjaskjölin
Fjölskyldufyrirtækið sem teygir sig um allan heim
Samherji er eitt stærsta fyrirtæki Íslands og einnig eitt af stærstu útgerðarfélögum Evrópu.
Erlend starfsemi er rúm 55% af heildarstarfsemi félagsins og félagið á nær 16 prósent af öllum útgefnum kvóta á Íslandi.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.