Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Pólitískir Samherjar

Starf­semi út­gerð­ar­inn­ar Sam­herja teyg­ir sig um all­an heim. Þeg­ar hún er skoð­uð kem­ur í ljós að víð­ast hvar má finna lyk­il­starfs­menn með sterk póli­tísk tengsl; allt frá Ís­landi til Fær­eyja og nið­ur til Afr­íku.

Pólitískir Samherjar
Tengjast áhrifafólki úr pólitík Samherji og dótturfyrirtæki þess víða um heim hafa fengið áhrifafólk úr pólitík víðs vegar að til að ganga erinda sinna. Mynd: Jón Ingi

Framganga Samherja í Namibíu hefur verið til umfjöllunar síðastliðið eitt og hálft ár. Namibíumálið hefur teygt anga sína víða um heim og hafa rannsóknir staðið yfir á Samherja og dótturfélögum í fimm löndum nær óslitið síðan. Málið hefur varpað ljósi á starfsaðferðir útgerðarrisans, ekki bara þegar kemur að því hvernig kvóta er aflað, heldur líka hvernig innra hagkerfi fyrirtækisins virkar. Hvernig ríkasta fjölskylda landsins hefur getað stjórnað því að miklu leyti hvar hagnaðurinn af fjölskyldufyrirtækinu verður til.

Í þeim tilgangi hefur Samherji sett upp net fyrirtækja sem hafa sum hver enga starfsemi, nema á pappírum. Þessi fyrirtæki eru á Íslandi, Færeyjum, Kýpur og Máritíus, sem dæmi. Í gegnum þetta net flæðir afrakstur af ábatasömum fiskveiðum útgerðarinnar. Allt er þetta gert með aðstoð og fyrir tilstilli fólks sem kemur fram fyrir hönd Samherja á hverjum stað. Einhverra hluta vegna virðist margt þeirra eiga það sameiginlegt að hafa sterk pólitísk tengsl. 

En …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
FréttirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.
Samherji vildi bjóða „Stóra manninum“ frá Namibíu á Fiskidaginn
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji vildi bjóða „Stóra mann­in­um“ frá Namib­íu á Fiski­dag­inn

Fiski­dag­ur­inn mikli á Dal­vík verð­ur hald­inn aft­ur í fyrsta skipti í ár frá því 2019 og styrk­ir Sam­herji há­tíð­ina. Út­gerð­ar­fé­lag­ið Sam­herji hef­ur ver­ið helsti styrktarað­ili Fiski­dags­ins í gegn­um tíð­ina. Ár­ið 2012 ræddu starfs­menn Sam­herja um mögu­leik­ann á því að bjóða sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, Bern­h­ard Es­au, á Fiski­dag­inn og var það sögð vera sér­stök ósk Þor­steins Más Bald­vins­son­ar að hann væri á Ís­landi í kring­um þenn­an dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár