Á síðustu vikum í aðdraganda alþingiskosninga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar veitt verulega fjármuni til aðgreindra verkefna, komið umdeildum málum í ferli og lofað aðgerðum sem leggjast misvel í fólk. Á sama tíma er þing ekki að störfum og þingmenn hafa lítil færi á að sýna framkvæmdarvaldinu virkt aðhald.
ÚttektSamherjaskjölin
Pólitískir Samherjar
Starfsemi útgerðarinnar Samherja teygir sig um allan heim. Þegar hún er skoðuð kemur í ljós að víðast hvar má finna lykilstarfsmenn með sterk pólitísk tengsl; allt frá Íslandi til Færeyja og niður til Afríku.
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja
Gengst við samskiptum við Pál
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segist hafa verið í samskiptum við Pál Steingrímsson, skipstjóra Samherja og einn meðlima „skæruliðadeildar“ fyrirtækisins. Ráðherrann svaraði ekki spurningum Stundarinnar um samskiptin þegar greint var frá þeim á þriðjudag.
FréttirLaxeldi
Laxeldisfyrirtækið hefur þrjár vikur til að biðja ráðherra um leyfi sem færi gegn mati ESA
Laxeldisfyrirtækið Laxar þarf að sækja um bráðabirgðarstarfsleyfi til sjávarútvegsráðherra eftir að leyfi fyrirtækisins var fellt úr gildi. Einungis einu sinni áður hefur starfsleyfi laxeldisfyrirtækja verið fellt úr gildi og veitti ráðherra þeim þá starfsleyfi til bráðabirgða. Eftirlitsstofnun ESA gagnrýni þetta í úrskurði fyrir rúmu ári síðan.
FréttirLaxeldi
Kristján Þór getur veitt Löxum tímabundið starfsleyfi þrátt fyrir gagnrýni ESA
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, snupraði íslenska ríkið í fyrra út af lagsetningu frá árinu 2018 sem veitti sjávarútvegsráðherra einhliða heimild til að veita laxeldisfyrirtækjum tímabundið starfsleyfi. Framkvæmdastjóri Laxa, Jens Garðar Helgasonar vísar til þessarar hemildar sjávarútvegsráðherra efti að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi starfsleyfi fyrirtækisins úr gildi fyrir helgi.
Fréttir
Skýrslu Kristjáns Þórs var ekki lekið úr forsætisráðuneytinu
Fjallað er um skýrslu um íslenska kvótakerfið sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra lét vinna í Morgunblaðinu í dag. Í henni er íslenska kvótakerfið sagt betra en önnur. Ritstjóri Kjarnans furðar sig á því af hverju Morgunblaðið fékk skýrsluna en ekki aðrir fjölmiðlar.
Fréttir
Katrín segist ekki vita hvaða íslensku stjórnmálamenn þrýstu á stjórnvöld í Færeyjum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki vita hvaða þingmenn það voru sem settu þrýsting á stjórnvöld í Færeyjum út af breytingum á lögum þar í landi á eignarhaldi erlendra aðila í sjávarútvegi. Katrín tekur ekki afstöðu til þess hvort það voru mistök að gera Kristján Þór Júlíusson að sjávarútvegsráðherra. Hún tekur hins vegar afstöðu gegn aðferðum Samherja gegn Seðlabanka Íslands og RÚV.
Fréttir
Høgni um þrýstinginn innan úr Sjálfstæðisflokknum: „Ég segi bara follow the money“
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja, Høgni Hoydal, segir að það sé óvenjulegt að pólitískur þrýstingur komi frá íslenskum ráðherrum. Þetta gerðist hins vegar í aðdraganda þess að sett voru lög sem takmarka erlent eignarhald í færeyskum sjávarútvegi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur ekki svarað því hvort hann ræddi við Høgna um málið en útgerðarfélagið Samherji, sem Kristján Þór hefur margs konar tengsl við, er stór hagsmunaðili í færeyskum sjávarútvegi.
FréttirHeimavígi Samherja
Finnskur fræðimaður um Samherjamálið á Akureyri: Á Íslandi ríkir „valdakerfi klansins“
Lars Lundsten, finnskur fræðimaður sem starfar við Háskólann á Akureyri, segir að það sé ekki skrítið að Ísland sé talið vera spilltasta land Norðurlandanna. Hann segir að á Akureyri megi helst ekki tala um Samherjamálið í Namibíu.
FréttirSamherjaskjölin
Sjávarútvegsráðherra hefur ekki svarað hvort hann hafi verið í laxveiði í boði Samherja
Útgerðarfélagið Samherji hefur stundað það um árabil að bjóða starfsmönnum sínum og velunnurum í laxveiði. Eitt slíkt holl hefur Samherji verið með í Rangá í ágúst og hefur Stundin undir höndum ljósmyndir úr einni ferð þangað. Stundin hefur heimildir fyrir að Kristján Þór Júlíusson hafi verið í boðsferð í veiði á vegum Samherja.
FréttirSamherjaskjölin
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
Guðbjörg Ringsted, eiginkona Kristjáns Þórs Júlíussonar, hannaði lógóið sem útgerðin Samherji notar. Hún segir að hún hafi hannað merkið þegar hún bjó á Dalvík. Þá þegar var Kristján Þór vændur um að ganga erinda Samherja í störfum sínum. Síðan eru liðin 30 ár.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.