Aðili

Kristján Þór Júlíusson

Greinar

Þrjátíu ára stuðningur Kristjáns Þórs við hagsmuni Samherja
Nærmynd

Þrjá­tíu ára stuðn­ing­ur Kristjáns Þórs við hags­muni Sam­herja

Kristján Þór Júlí­us­son, nú­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Dal­vík, Ísa­firði og Ak­ur­eyri, hef­ur í 30 ár ver­ið sagð­ur hygla út­gerð­ar­fé­lag­inu Sam­herja. Á síð­ast­liðn­um ára­tug­um hef­ur Kristján Þór ver­ið stjórn­ar­formað­ur Sam­herja, unn­ið fyr­ir út­gerð­ina sem sjómað­ur, um­geng­ist Þor­stein Má Bald­vins­son við mý­mörg til­felli, ver­ið við­stadd­ur sam­kom­ur hjá út­gerð­inni, auk þess sem eig­in­kona hans hann­aði merki fyr­ir­tæk­is­ins.
Kristján Þór sjávarútvegsráðherra „lækaði“  gagnrýni á umfjöllun RÚV um Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Kristján Þór sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra „læk­aði“ gagn­rýni á um­fjöll­un RÚV um Sam­herja

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra „læk­aði“ Face­book-færsl­una „Fokk­ings bjálk­inn“ þar sem gagn­rýn­end­um Sam­herja var bent á að líta í eig­in barm. Rík­is­út­varp­ið er gagn­rýnt harð­lega í færsl­unni fyr­ir frétta­flutn­ing um Seðla­banka - og Namib­íu­mál­ið. Kristján Þór er alda­vin­ur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og hef­ur lýst mögu­legu van­hæfi sínu vegna mála sem tengj­ast Sam­herja „sér­stak­lega“.
Dómsmálaráðherra telur að rétt hafi verið staðið að birtingu laga um laxeldi
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Dóms­mála­ráð­herra tel­ur að rétt hafi ver­ið stað­ið að birt­ingu laga um lax­eldi

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra tel­ur að ekki hafi ver­ið óeðli­legt hvernig Jó­hann Guð­munds­son hlut­að­ist til um birt­ingu laga í fyrra. Þetta er ann­að mat en hjá ráðu­neyti Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar. Vanda­mál­ið snýst um að ganga út frá því að starfs­menn hljóti að vinna sam­kvæmt vilja ráð­herra en ekki sam­kvæmt eig­in geð­þótta.
Kristján telur óþarft að komast að því af hverju starfsmaður ráðuneytis hans lét fresta birtingu laga
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kristján tel­ur óþarft að kom­ast að því af hverju starfs­mað­ur ráðu­neyt­is hans lét fresta birt­ingu laga

Kristján Þór Júlí­us­son, at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, er ósam­mála því mati stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að kom­ast þurfi að því hvað Jó­hanni Guð­munds­syni gekk til. Ráð­herr­ann tel­ur að máli Jó­hanns sé lok­ið jafn­vel þó það hafi ekki ver­ið upp­lýst.
Mál skrifstofustjórans: Meiri möguleiki á spillingu við lagabirtingar á Íslandi
GreiningMál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrif­stofu­stjór­ans: Meiri mögu­leiki á spill­ingu við laga­birt­ing­ar á Ís­landi

Ís­land er eft­ir­bát­ur hinn Norð­ur­land­anna, nema Nor­egs, þeg­ar kem­ur að skýr­um og nið­urnjörv­uð­um regl­um um birt­ingu nýrra laga. Mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar hef­ur leitt til þess að breyt­ing­ar kunni að verða gerð­ar á lög­um og regl­um um birt­ing­ar á lög­um hér á landi.
Þess vegna mun líklega engin stofnun á Íslandi upplýsa 85 milljarða króna hagsmunamál
GreiningMál Jóhanns Guðmundssonar

Þess vegna mun lík­lega eng­in stofn­un á Ís­landi upp­lýsa 85 millj­arða króna hags­muna­mál

Hver á að rann­saka for­send­ur máls Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjór­ans í at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu sem lét fresta birt­ingu laga og gekk þar með er­inda þriggja lax­eld­is­fyr­ir­tækja? Embætti Um­boðs­manns Al­þing­is hef­ur ekki fjár­magn til að stunda frum­kvæðis­at­hug­an­ir og óljóst er hvort mál­ið er lög­brot eða ekki.
Kristján Þór auglýsir starf  forstjóra Hafró: Sigurður á útleið
Fréttir

Kristján Þór aug­lýs­ir starf for­stjóra Hafró: Sig­urð­ur á út­leið

Sig­urð­ur Guð­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar, er lík­lega á út­leið úr stofn­un­inni þar sem Kristján Þór Júlí­us­son hef­ur til­kynnt hon­um að til standi að aug­lýsa starf­ið á næsta ári. Styr hef­ur stað­ið um Hafró vegna lax­eld­is og út­gáfu loðnu­kvóta. Sig­urð­ur ætl­ar að sækja aft­ur um starf­ið.
Ráðuneytið svarar ekki af hverju skrifstofustjóri var sendur í leyfi eftir afskipti af birtingu laga
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Ráðu­neyt­ið svar­ar ekki af hverju skrif­stofu­stjóri var send­ur í leyfi eft­ir af­skipti af birt­ingu laga

At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið er ekki með svar við því af hverju Jó­hann Guð­munds­son var send­ur í „ótíma­bund­ið leyfi“. Ráðu­neyt­ið veit ekki af hverju Jó­hann lét seinka birt­ingu laga í Stjórn­ar­tíð­ind­um og veit því ekki hvort ráðu­neyt­ið var mögu­lega mis­not­að af ein­hverj­um að­il­um.

Mest lesið undanfarið ár