Þrjátíu ára stuðningur Kristjáns Þórs við hagsmuni Samherja
Kristján Þór Júlíusson, núverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi bæjarstjóri á Dalvík, Ísafirði og Akureyri, hefur í 30 ár verið sagður hygla útgerðarfélaginu Samherja. Á síðastliðnum áratugum hefur Kristján Þór verið stjórnarformaður Samherja, unnið fyrir útgerðina sem sjómaður, umgengist Þorstein Má Baldvinsson við mýmörg tilfelli, verið viðstaddur samkomur hjá útgerðinni, auk þess sem eiginkona hans hannaði merki fyrirtækisins.
FréttirSamherjaskjölin
Kristján Þór sjávarútvegsráðherra hefur engu svarað um „læk“ sitt við Samherjafærslu
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ekki svarað spurningum um afstöðu sína til Namibíumáls Samherja síðastliðna viku. Ráðherrann setti „læk“ á færslu um málið þar sem RÚV var gagnrýnt harkalega.
FréttirSamherjaskjölin
Kristján Þór sjávarútvegsráðherra „lækaði“ gagnrýni á umfjöllun RÚV um Samherja
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra „lækaði“ Facebook-færsluna „Fokkings bjálkinn“ þar sem gagnrýnendum Samherja var bent á að líta í eigin barm. Ríkisútvarpið er gagnrýnt harðlega í færslunni fyrir fréttaflutning um Seðlabanka - og Namibíumálið. Kristján Þór er aldavinur Þorsteins Más Baldvinssonar og hefur lýst mögulegu vanhæfi sínu vegna mála sem tengjast Samherja „sérstaklega“.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
Dómsmálaráðherra telur að rétt hafi verið staðið að birtingu laga um laxeldi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur að ekki hafi verið óeðlilegt hvernig Jóhann Guðmundsson hlutaðist til um birtingu laga í fyrra. Þetta er annað mat en hjá ráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar. Vandamálið snýst um að ganga út frá því að starfsmenn hljóti að vinna samkvæmt vilja ráðherra en ekki samkvæmt eigin geðþótta.
Fréttir
Styrinn um Hafrannsóknarstofnun: Starf forstjórans auglýst á næstu vikum
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið mun birta auglýsingu um starf forstjóra á næstunni. Ráðuneytið svarar spurningum Stundarinnar um störf núverandi forstjóra, Sigurðar Guðjónssonar, og forsendur auglýsingar ráðuneytisins bara að hluta.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
Kristján telur óþarft að komast að því af hverju starfsmaður ráðuneytis hans lét fresta birtingu laga
Kristján Þór Júlíusson, atvinnuvega-og nýsköpunarráðherra, er ósammála því mati stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að komast þurfi að því hvað Jóhanni Guðmundssyni gekk til. Ráðherrann telur að máli Jóhanns sé lokið jafnvel þó það hafi ekki verið upplýst.
GreiningMál Jóhanns Guðmundssonar
Mál skrifstofustjórans: Meiri möguleiki á spillingu við lagabirtingar á Íslandi
Ísland er eftirbátur hinn Norðurlandanna, nema Noregs, þegar kemur að skýrum og niðurnjörvuðum reglum um birtingu nýrra laga. Mál Jóhanns Guðmundssonar hefur leitt til þess að breytingar kunni að verða gerðar á lögum og reglum um birtingar á lögum hér á landi.
GreiningMál Jóhanns Guðmundssonar
Þess vegna mun líklega engin stofnun á Íslandi upplýsa 85 milljarða króna hagsmunamál
Hver á að rannsaka forsendur máls Jóhanns Guðmundssonar, skrifstofustjórans í atvinnuvegaráðuneytinu sem lét fresta birtingu laga og gekk þar með erinda þriggja laxeldisfyrirtækja? Embætti Umboðsmanns Alþingis hefur ekki fjármagn til að stunda frumkvæðisathuganir og óljóst er hvort málið er lögbrot eða ekki.
Fréttir
Kristján Þór auglýsir starf forstjóra Hafró: Sigurður á útleið
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, er líklega á útleið úr stofnuninni þar sem Kristján Þór Júlíusson hefur tilkynnt honum að til standi að auglýsa starfið á næsta ári. Styr hefur staðið um Hafró vegna laxeldis og útgáfu loðnukvóta. Sigurður ætlar að sækja aftur um starfið.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
Skrifstofustjórinn braut verklagsreglur en ójóst er hvort hann framdi lögbrot
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sent þremur ráðuneytum spurningar um inngrip Jóhanns Guðmundsonar í birtingu nýrra laga um fiskeldi. Nefndin skoðar nú almennt og heildstætt hvernig birtingum nýrra laga er háttað.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
Ráðuneytið svarar ekki af hverju skrifstofustjóri var sendur í leyfi eftir afskipti af birtingu laga
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið er ekki með svar við því af hverju Jóhann Guðmundsson var sendur í „ótímabundið leyfi“. Ráðuneytið veit ekki af hverju Jóhann lét seinka birtingu laga í Stjórnartíðindum og veit því ekki hvort ráðuneytið var mögulega misnotað af einhverjum aðilum.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
Ráðuneyti sendi skrifstofustjóra í leyfi: „Starfsmaðurinn átti sjálfur frumkvæði að því að setja umrædda beiðni fram“
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið segir að fyrrverandi skrifstofustjórinn Jóhann Guðmundsson hafi ekki fengið skipun um að skipta sér af birtingu nýrra laga um fiskeldi.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
4
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.