Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ráðuneyti sendi skrifstofustjóra í leyfi: „Starfsmaðurinn átti sjálfur frumkvæði að því að setja umrædda beiðni fram“

At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið seg­ir að fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjór­inn Jó­hann Guð­munds­son hafi ekki feng­ið skip­un um að skipta sér af birt­ingu nýrra laga um fisk­eldi.

Ráðuneyti sendi skrifstofustjóra í leyfi: „Starfsmaðurinn átti sjálfur frumkvæði að því að setja umrædda beiðni fram“
Ráðuneytið veit ekki af hverju Í svörum atvinnuvegaráðuneytisins kemur fram að það geti ekki útskýrt af hverju Jóhann Guðmundsson hringdi í Stjórnartíðindi og lét fresta birtingu nýrra laga um laxeldi. Jóhann sést hér við hlið Kristjáns Þórs Júlíussonar þegar þeir heimsóttu Matís árið 2018.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið segir að starfsmaðurinn sem hafði afskipti af því hvenær ný lög um fiskeldi voru birt í Stjórnartíðindum sumarið 2019 hafi ekki fengið fyrirskipun um það frá neinum yfirmanni. „Starfsmaðurinn átti sjálfur frumkvæði að því að setja umrædda beiðni fram í júlí 2019 og fékk engin fyrirmæli um slíkt.“ Umræddur starfsmaður lét fresta birtingu nýju laganna um fiskeldi til 18. júlí 2019.

Starfsmaðurinn, Jóhann Guðmundsson, var skrifstofustjóri á skrifstofu sjávarútvegs- og fiskeldis og því æðsti starfsmaður þeirrar deildar ráðuneytisins. Yfir honum eru svo ráðuneytisstjóri og ráðherrann sjálfur, Kristján Þór Júlíusson.

Tekið skal fram að ráðuneytið veitti Stundinni ekki upplýsingar um nafn starfsmannsins sem átti í hlut heldur komst blaðið að því eftir öðrum leiðum. 

Miðað við svör ráðuneytisins er því um að ræða persónulega ákvörðun Jóhanns á forsendum sem eru ókunnar. Stundin hefur ekki náð í Jóhann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skipun um inngripið kom ekki frá Kristjáni …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Starfsmaður ráðuneytisins lét seinka birtingu laga og varði hagsmuni laxeldisfyrirtækja
RannsóknMál Jóhanns Guðmundssonar

Starfs­mað­ur ráðu­neyt­is­ins lét seinka birt­ingu laga og varði hags­muni lax­eld­is­fyr­ir­tækja

Birt­ingu nýrra laga um lax­eldi var frest­að í fyrra­sum­ar að beiðni starfs­manns at­vinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins. Frest­un­in fól í sér að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in Arctic Fish, **Arn­ar­lax og Lax­eldi Aust­fjarða gátu skil­að inn gögn­um til Skipu­lags­stofn­un­ar áð­ur en nýju lög­in tóku gildi. Starfs­mað­ur­inn var send­ur í leyfi þeg­ar upp komst um mál­ið og starfar ekki leng­ur í ráðu­neyt­inu. Eng­in dæmi eru fyr­ir sam­bæri­leg­um af­skipt­um af birt­ingu laga.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrifstofustjórans talið sýna þörf á strangari reglum um snúningsdyravandann
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrif­stofu­stjór­ans tal­ið sýna þörf á strang­ari regl­um um snún­ings­dyra­vand­ann

Tvær þing­kon­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar segja að laga­setn­ing til að koma í veg fyr­ir hags­muna­árekstra hjá fólki í op­in­ber­um störf­um þurfi að vera strang­ari. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir seg­ir að mál skrif­stofu­stjór­ans og lög­fræð­ings­ins í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sýni fram á þetta.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti sendi trúnaðargögn til ráðgjafa Arnarlax
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti sendi trún­að­ar­gögn til ráð­gjafa Arn­ar­lax

Skrif­stofu­stjór­inn í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sem lét fresta birt­ingu nýrra laga um fisk­eldi vill fá rúm­lega 30 millj­ón­ir króna frá rík­inu vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Í dómi í máli hans er sagt frá því hvernig sam­skipt­um hans við ráð­gjafa lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax var hátt­að. Ráð­gjaf­inn var fyrr­ver­andi sam­starfs­mað­ur hans í ráðu­neyt­inu.
Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kær­an sagði Jó­hann hafa hygl­að Arn­ar­laxi í ráðu­neyt­inu

Kæra vegna hátt­semi Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sner­ist um að hann hefði geng­ið er­inda lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax. Jó­hann beitti sér fyr­ir því að gildis­töku laga um lax­eldi yrði seink­að um sumar­ið 2019. Arn­ar­lax skil­aði inn gögn­um um lax­eld­is­áform sín ein­um degi áð­ur en lög­in tóku eft­ir að Jó­hann lét seinka gildis­töku þeirra.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti var til rann­sókn­ar hjá hér­aðssak­sókn­ara

Mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi skri­stofu­stjóra í at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sem kom að því að láta fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi sumar­ið 2020 var sent til lög­regl­unn­ar og hér­aðssak­sókn­ara. Rann­sókn máls­ins var hins veg­ar felld nið­ur þar sem ekki var tal­ið að um ásetn­ing hefði ver­ið að ræða. Fjall­að er um mál­ið í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um sjókvía­eldi á Ís­landi.

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu