Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skrifstofustjóri í ráðuneyti var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara

Mál Jó­hanns Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi skri­stofu­stjóra í at­vinnu­vega-og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sem kom að því að láta fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi sumar­ið 2020 var sent til lög­regl­unn­ar og hér­aðssak­sókn­ara. Rann­sókn máls­ins var hins veg­ar felld nið­ur þar sem ekki var tal­ið að um ásetn­ing hefði ver­ið að ræða. Fjall­að er um mál­ið í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um sjókvía­eldi á Ís­landi.

Skrifstofustjóri í ráðuneyti var til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Hörð gagnrýni í skýrslunni Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi er sett fram hörð gagnrýni á fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Jóhann Guðmundsson, fyrir að láta fresta birtingu laga um fiskeldi sem byggðu á frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála.

Skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Jóhann Guðmundsson, var til rannsóknar hjá embætti héraðassóknara vegna aðkomu sinnar að því að fresta gildistöku laga um fiskeldi sumarið 2020. Rannsóknin sýndi hins vegar fram á að Jóhann hafi ekki ætlað sér að misnota aðstöðu sína einhverjum til hagsbróta og var hún því látin niður falla. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi. 

Með því að fresta birtingu laganna fengu laxeldisfyrirtækin Arctic Sea Farm, Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða tækifæri til að skila inn gögnum um fyrirhugað laxeldi sitt á grundvelli eldri laga um fiskeldi en ekki nýju laganna, sem voru strangari. Þannig nutu umrædd laxeldisfyrirtæki góðs af því að birting laganna var frestað. 

Um rannsóknina á máli Jóhanns segir í skýrslunni:  „Í október 2020 beindi ráðuneytið erindi til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að meta hvort skilyrði væru til að taka umræddar embættisfærslur til rannsóknar með vísan til XIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Málið var framsent til héraðssaksóknara sem hóf rannsókn þess í júní 2021. Í september 2022 tilkynnti embættið matvælaráðuneyti að rannsóknin hefði ekki leitt í ljós að þáverandi starfsmaður hefði ásett sér að misnota stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til nokkurs sem hallaði réttindum einstakra manna eða hins opinbera. Ásetningur af þeim toga væri nauðsynlegt skilyrði refsiábyrgðar...“

Ekki kemur fram af hverju Jóhann lét fresta birtingunni

Stundin greindi fyrst frá máli Jóhanns Guðmundssonar um haustið 2020 en þá hafði Jóhann verið sendur í leyfi frá störfum í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu út af málinu. Eins og Stundin greindi frá þá lét Jóhann fresta birtingu nýju laganna um fiskeldi með vísan til hagsmuna ótilgreindra laxeldisfyrirtækja. Kristján Þór Júlíusson var atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra á þessum tíma. 

Í skýrslunni segir um málið og aðdraganda þess að aðkoma Jóhanns að því var rannsökuð: „Lög nr. 101/2019 voru samþykkt á Alþingi 20. júní 2019. Forseti Íslands staðfesti þau 1. júlí en lögin tóku ekki gildi fyrr en þau voru birt í Stjórnartíðindum þann 19. júlí 2019. Þannig liðu rúmar 4 vikur frá samþykkt laganna og þar til þau voru birt. Fyrir liggur að starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis óskaði eftir því að lögin yrðu ekki birt í Stjórnartíðindum fyrr en eftir 17. júlí 2019. Atbeini viðkomandi starfsmanns varð tilefni til umfjöllunar fjölmiðla og opinberrar umræðu um hvort töf á birtingu og gildistöku langananna hefði verið óeðlileg og að tilgangurinn hefði verið sá að veita fiskeldisfyrirtækjum tíma til að tryggja að umsóknir þeirra um rekstrarleyfi myndu hljóta afgreiðslu í samræmi við eldri ákvæði laga um fiskeldi.

Athygli vekur að í skýrslunni er því ekki svarað með beinum hvað Jóhanni gekk til eða af hverju hann lét fresta birtingu laganna. 

„Umrædd töf var til þess fallinn að grafa undan tiltrú almennings og annarra hagsmunaaðila á að jafnræðis og gagnsæis væri gætt af hálfu stjórnvalda.“
Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi

Með nýju lögunum áttu eldissvæði að fara í útboð

Jóhann  lét fresta birtingu laganna með símtali til Stjórnartíðinda, deildar innan dómsmálaráðuneytisins sem sér um birtingu nýrra laga frá Alþingi. Ný lög teljast fyrst hafa öðlast gildi og lagastoð gagnvart borgurunum einum degi eftir birtingu þeirra í Stjórnartíðindum. 

Nýju lögin um fiskeldi voru fyrst birt 10 dögum eftir að starfsmaður ráðuneytisins hringdi í Stjórnartíðindi og tæpum mánuði eftir að lögin voru samþykkt frá Alþingi í júní árið 2019. 

Þessi seinkun á gildistöku laganna gerði það að verkum að laxeldisfyrirtækin sem um ræddi, Arctic Sea Farm, Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða, náðu að skila inn frummatsskýrslu um fyrirhuguð laxeldisáform fyrir gildistöku nýju laganna um laxeldi og þar með byggðu þessi áform þeirra á lagaákvæðum eldri laganna um laxeldi, sem ekki voru eins ströng og nýju lögin.

Þar af leiðandi gátu laxeldisfyrirtækin fengið rekstrarleyfi á grundvelli eldri laganna en ekki hinna nýju og þau losna við að þurfa að fara með fyrirhuguð laxeldisáform sín í málsmeðferð samkvæmt nýju lögunum sem tóku formlegt gildi tveimur dögum eftir að þau skiluðu gögnunum til Skipulagsstofnunar.  

Meðal þess sem felst í nýju lögunum um laxeldi er að bjóða eigi upp tiltekin eldissvæði þannig að fiskeldisfyrirtæki geti sótt um þau líkt og í hverju öðru útboði á vegum hins opinbera. Með því að skila inn gögnunum á grundvelli eldri laganna þá átti þessi útboðsskylda ekki við um laxeldisáform fyrirtækjanna og þurftu þau því ekki að keppa um eldisssvæðin við aðra mögulega aðila. 

Ríkisendurskoðun telur málið „alvarlegt

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið kemur fram að Ríkisendurskoðun telji alvarlegt að birtingu laganna hafi verið frestað með þessum hætti. Stofnunin bendir á að seinkunin hafi verið til þess fallin að grafa undan tiltrú almennings á íslensku stjórnkerfi. 

Um þetta segir í skýrslunni: „Ríkisendurskoðun telur alvarlegt að birtingu laganna hafi verið frestað með þeim hætti sem raun ber vitni. Umrædd töf var til þess fallinn að grafa undan tiltrú almennings og annarra hagsmunaaðila á að jafnræðis og gagnsæis væri gætt af hálfu stjórnvalda.

Stofnunin telur enn frekar að frestingin á birtingu laganna hafi gefið laxeldisfyrirtækjum „óeðlilegt svigrúm“: „Ásýndin er sú að þau fyrirtæki sem skiluðu frummatsskýrslum milli samþykktar og gildistöku laganna hafi notið góðs af frestun birtingarinnar og fengið óeðlilegt svigrúm til að uppfylla bráðabirgðaákvæði laganna. Benda verður á að umrædd löggjöf bauð upp á að fyrirtæki sem höfðu hafið undirbúning vegna sjókvíaeldis á tilteknum svæðum myndu keppast við að ljúka frummatsskýrslum þó svo að það myndi bitna á gæðum vinnunnar. Með skýrari ákvæðum um lagaskil og framvindu þeirra verkefna sem þegar voru í undirbúningi hefði mátt vinna gegn því en tryggja um leið að vinna viðkomandi aðila hefði ekki farið í súginn.

Umfram þessa gagnrýni Ríkisendurskoðunar á frestingunni á birtingu laganna þá hefur mál Jóhanns Guðmundssonar ekki haft neinar afleiðingar, hvorki pólitískar né annars konar.

Eitt af því sem liggur til dæmis ekki fyrir er af hverju Jóhann ákvað að beita sér með þessum hætti gagnvart birtingu þessara tilteknu laga. Tók hann það sannarlega upp hjá sjálfum sér alfarið, líkt og ráðuneytið staðhæfði á sínum tíma, eða kom beiðnin um að hann gerði þetta frá einhverjum öðrum?

Jóhann hefur aldrei gefið fjölmiðlum færi á viðtali um málið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, og því liggur þetta meðal annars ekki fyrir. 

Kjósa
60
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (12)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Alveg eins og í eiturlyfja bransanum, burðardýrið klófest en höfuðpaurinn veit ekki neitt.
    0
  • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
    Tveir drullumallarar.
    0
  • HÞJ
    Hjálmar Þór Jónsson skrifaði
    Hvítu umslögin.
    0
  • sigursteinn Tómasson skrifaði
    einnkennileg rannsókn hjá saksóknarembættinnu, af hverju hann gerdi thennan gerning.
    1
  • JH
    Jóhann Hauksson skrifaði
    Ásetningsbrot, en engar afleiðingar, engin ábyrgð frekar en fyrri daginn
    5
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Hvar er maðurinn núna?
    1
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Grútmorknir innviðir. Engin furða að stjórnsýslan falli á flestum prófum sem máli skipta.
    3
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það er reyndar furðulegt að ef hlutur ráðherrans í þessu máli hafi ekki verið rannsakaður. Allir vita um tengsl hans við hagsmuna aðila
    6
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Var kannað hvort þessi dráttur hafi ekki verið að fyrirmælum yfirmannsins, ráðherrans?
    Mér finnst það líklegasta skýringin.
    7
  • SS
    Skarphéðinn Sigtryggsson skrifaði
    Hefði átt að rannsaka Kristján þór
    7
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Ekki er þetta mál til þess fallið að auka traust á stjórnsýslu, hvorki á ráðuneytinu né saksóknara.
    7
    • Árni Guðnýar skrifaði
      Nei það er rée,svo erum svo miklir ræflar að við kissum jafn vel vöndinn.
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrifstofustjórans talið sýna þörf á strangari reglum um snúningsdyravandann
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Mál skrif­stofu­stjór­ans tal­ið sýna þörf á strang­ari regl­um um snún­ings­dyra­vand­ann

Tvær þing­kon­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar segja að laga­setn­ing til að koma í veg fyr­ir hags­muna­árekstra hjá fólki í op­in­ber­um störf­um þurfi að vera strang­ari. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir seg­ir að mál skrif­stofu­stjór­ans og lög­fræð­ings­ins í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sýni fram á þetta.
Skrifstofustjóri í ráðuneyti sendi trúnaðargögn til ráðgjafa Arnarlax
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Skrif­stofu­stjóri í ráðu­neyti sendi trún­að­ar­gögn til ráð­gjafa Arn­ar­lax

Skrif­stofu­stjór­inn í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu sem lét fresta birt­ingu nýrra laga um fisk­eldi vill fá rúm­lega 30 millj­ón­ir króna frá rík­inu vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Í dómi í máli hans er sagt frá því hvernig sam­skipt­um hans við ráð­gjafa lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax var hátt­að. Ráð­gjaf­inn var fyrr­ver­andi sam­starfs­mað­ur hans í ráðu­neyt­inu.
Kæran sagði Jóhann hafa hyglað Arnarlaxi í ráðuneytinu
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Kær­an sagði Jó­hann hafa hygl­að Arn­ar­laxi í ráðu­neyt­inu

Kæra vegna hátt­semi Jó­hanns Guð­munds­son­ar, skrif­stofu­stjóra í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sner­ist um að hann hefði geng­ið er­inda lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax. Jó­hann beitti sér fyr­ir því að gildis­töku laga um lax­eldi yrði seink­að um sumar­ið 2019. Arn­ar­lax skil­aði inn gögn­um um lax­eld­is­áform sín ein­um degi áð­ur en lög­in tóku eft­ir að Jó­hann lét seinka gildis­töku þeirra.
Dómsmálaráðherra telur að rétt hafi verið staðið að birtingu laga um laxeldi
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar

Dóms­mála­ráð­herra tel­ur að rétt hafi ver­ið stað­ið að birt­ingu laga um lax­eldi

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra tel­ur að ekki hafi ver­ið óeðli­legt hvernig Jó­hann Guð­munds­son hlut­að­ist til um birt­ingu laga í fyrra. Þetta er ann­að mat en hjá ráðu­neyti Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar. Vanda­mál­ið snýst um að ganga út frá því að starfs­menn hljóti að vinna sam­kvæmt vilja ráð­herra en ekki sam­kvæmt eig­in geð­þótta.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár